Jóhanna Sigurðardóttir: Tökum til á tíu ára afmælinu 8. maí 2010 06:30 Um helgina heldur Samfylkingarfólk um allt land upp á tíu ára afmæli flokksins. Efnt verður til tiltektardags á vegum allra framboða flokksins til sveitarstjórna þar sem áhersla verður lögð á að fegra og bæta umhverfið. Þannig er með táknrænum hætti haldið upp á afmælið og einnig minnt á að þörf er siðbótar og endurskoðunar á pólitísku umhverfi og forsendum stjórnmálabaráttu á Íslandi. Stofnfundur Samfylkingarinnar var haldinn í byrjun maí árið 2000. Með honum tókst að sameina íslenska jafnaðarmenn í eina hreyfingu eftir áratuga sundrung. Markmið flokksins var að fá umboð kjósenda til að taka forystu í landstjórninni, með velferð, jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Enda þótt andstæðingar hafi spáð illa fyrir Samfylkingunni og talið víst að þar myndi verða stöðug óeining milli ólíkra afla sem að henni stóðu hefur reyndin orðið önnur. Flokkurinn varð fljótt samstilltur og innan hans hefur skapast góð umræðuhefð þar sem mál eru leidd til niðurstöðu á farsælan hátt. Í þeim anda hefur verið skipað umbótanefnd sem á að stýra lærdómsferli flokksins vegna eigin starfshátta og verka á liðnum árum þegar viðskiptablokkir tóku völdin í þjóðfélaginu og sprengdu efnahagskerfið án þess að stjórnmálaflokkar fengju rönd við reist. Samkrull stjórnmála- og viðskiptaafla hefur reynst skaðlegt og slíkt þarf að fyrirbyggja. Og mín skoðun er sú að stjórnmálaflokkur eins og Samfylkingin verði á hverjum tíma að hafa innri styrk til þess að halda klassískum gildum jafnaðarstefnunnar hátt á loft enda þótt aðrir hugmyndastraumar og tískubólur sæki á úr ýmsum áttum frá hagsmunasamtökum og kenningasmiðum.Markmiðin náðust Þegar litið er yfir 10 ára sögu Samfylkingarinnar verður ekki annað sagt en að hún hafi náð verulegum áhrifum. Í fernum þingkosningum hefur fylgi flokksins verið frá 27 prósentum upp í 31 prósent og þingmenn frá 17 til 20 eins og þeir eru nú. Hið sama má segja um ítök í sveitarstjórnum og í kosningunum á þessu vori býður Samfylkingin fram í eigin nafni á fleiri stöðum en nokkru sinni fyrr. Og nú er flokkurinn í meirihlutasamstarfi á Alþingi við Vinstri hreyfinguna grænt framboð. Það verður því ekki annað sagt en að aldamótadraumurinn frá stofndögum flokksins um samstarf jafnaðar- og félagshyggjufólks hafi ræst, þótt sá veruleiki sem við er að glíma sé annar en við mátti búast þegar allt virtist leika í lyndi á sviði efnahagsmála. Vissulega hefði verið ánægjulegt ef hægt hefði verið að halda upp á tíu ára afmæli Samfylkingarinnar við betri efnahagslegar ástæður en nú er raunin. Okkar tími rann upp þegar áratuga óstjórn og sóun Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir gunnfána frjálshyggjunnar leið undir lok á Íslandi með skelfilegum afleiðingum fyrir efnahag þjóðarinnar og lífskjör almennings. Það kom í hlut okkar jafnaðarmanna að stjórna því verki að endurreisa og endurhæfa íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Undan því hlutverki verður ekki vikist.Betra samfélag Í áraunum undanfarinna vikna og mánaða hefur Samfylkingin sýnt að hún hefur burði og þroska til að takast á við þetta krefjandi verkefni. Samstaða hefur einkennt verklag og vinnubrögð okkar í ríkisstjórn og sveitarfélögum allt frá hruni, og sá árangur sem náðst hefur á liðnum mánuðum er langt umfram það sem búist var við. Í stað samfélagslegrar upplausnar og efnahagsöngþveitis eftir hið fordæmalausa hrun bankakerfis og gjaldmiðils sem yfir okkur gekk, blasir nú við að öllum frekari áföllum vegna hrunsins hefur verið afstýrt, innviðir efnahagskerfisins hafa verið byggðir upp á ný og þegar líða tekur á árið verður hagvöxtur vonandi farin að glæðast á Íslandi á ný. Allt hefur þetta gerst á undraskömmum tíma, svo skömmum að erlendir samstarfsaðilar okkar tala um þrekvirki í því sambandi. En verkefnið er rétt að hefjast. Á rústum frjálshyggjutilraunarinnar er uppbygging nýs og betra samfélags hafin á Íslandi, Norræns velferðarsamfélags þar sem velferð fjölskyldunnar, ekki síst barna, aldraðra og þeirra sem eiga undir högg að sækja, er sett í öndvegi. Gildi jöfnuðar, réttlætis og samhjálpar verði í öndvegi hvar sem Samfylkingin heldur um stjórnartauma, hvort sem er í ríkisstjórn eða sveitarstjórnum og sú uppstokkun sem nú stendur yfir í stjórnkerfinu, atvinnulífinu og samfélagsgerðinni allri mun þannig skila okkur betra samfélagi.Veruleiki daglegs lífs Framboð til sveitarstjórnarkosninga eru Samfylkingunni sérstaklega mikilvæg. Flokkurinn hefur sótt verulegan hluta af sinni breiðu og öflugu forystusveit á vettvang sveitarstjórnarstarfs. Tíu ára saga Samfylkingarinnar sem flokks hefur borið órækt vitni um það að flokkurinn hefur á að skipa fjölda traustra og hæfileikaríkra einstaklinga sem er í góðu jarðsambandi við fólkið í landinu. Forystusveit sem vinnur saman að heildarhagsmunum þjóðarinnar en skarar ekki eld að eigin köku. Það sem máli skiptir er veruleiki venjulegs fólks. Verkefnið er að sjá og heyra hver vandamál hins daglega lífs eru í raun, taka á dagskrá og gera almenna velsæld að daglegu viðfangsefni stjórnmálanna. Vinna og velferð eru kjörorð vorsins. Við höfum með starfi Samfylkingarinnar sl. tíu ár sannað að flokkurinn átti erindi í íslenskum stjórnmálum. Við getum með sama hætti horft bjartsýn til framtíðarinnar, fullviss um að gildi jafnaðarmennskunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag eiga erindi við Íslendinga sem aldrei fyrr. Nú er það í okkar höndum að sýna og sanna að þau séu annað og meira en orðin tóm - þau séu grunnur að betra samfélagi fyrir Ísland og Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Um helgina heldur Samfylkingarfólk um allt land upp á tíu ára afmæli flokksins. Efnt verður til tiltektardags á vegum allra framboða flokksins til sveitarstjórna þar sem áhersla verður lögð á að fegra og bæta umhverfið. Þannig er með táknrænum hætti haldið upp á afmælið og einnig minnt á að þörf er siðbótar og endurskoðunar á pólitísku umhverfi og forsendum stjórnmálabaráttu á Íslandi. Stofnfundur Samfylkingarinnar var haldinn í byrjun maí árið 2000. Með honum tókst að sameina íslenska jafnaðarmenn í eina hreyfingu eftir áratuga sundrung. Markmið flokksins var að fá umboð kjósenda til að taka forystu í landstjórninni, með velferð, jöfnuð og réttlæti að leiðarljósi. Enda þótt andstæðingar hafi spáð illa fyrir Samfylkingunni og talið víst að þar myndi verða stöðug óeining milli ólíkra afla sem að henni stóðu hefur reyndin orðið önnur. Flokkurinn varð fljótt samstilltur og innan hans hefur skapast góð umræðuhefð þar sem mál eru leidd til niðurstöðu á farsælan hátt. Í þeim anda hefur verið skipað umbótanefnd sem á að stýra lærdómsferli flokksins vegna eigin starfshátta og verka á liðnum árum þegar viðskiptablokkir tóku völdin í þjóðfélaginu og sprengdu efnahagskerfið án þess að stjórnmálaflokkar fengju rönd við reist. Samkrull stjórnmála- og viðskiptaafla hefur reynst skaðlegt og slíkt þarf að fyrirbyggja. Og mín skoðun er sú að stjórnmálaflokkur eins og Samfylkingin verði á hverjum tíma að hafa innri styrk til þess að halda klassískum gildum jafnaðarstefnunnar hátt á loft enda þótt aðrir hugmyndastraumar og tískubólur sæki á úr ýmsum áttum frá hagsmunasamtökum og kenningasmiðum.Markmiðin náðust Þegar litið er yfir 10 ára sögu Samfylkingarinnar verður ekki annað sagt en að hún hafi náð verulegum áhrifum. Í fernum þingkosningum hefur fylgi flokksins verið frá 27 prósentum upp í 31 prósent og þingmenn frá 17 til 20 eins og þeir eru nú. Hið sama má segja um ítök í sveitarstjórnum og í kosningunum á þessu vori býður Samfylkingin fram í eigin nafni á fleiri stöðum en nokkru sinni fyrr. Og nú er flokkurinn í meirihlutasamstarfi á Alþingi við Vinstri hreyfinguna grænt framboð. Það verður því ekki annað sagt en að aldamótadraumurinn frá stofndögum flokksins um samstarf jafnaðar- og félagshyggjufólks hafi ræst, þótt sá veruleiki sem við er að glíma sé annar en við mátti búast þegar allt virtist leika í lyndi á sviði efnahagsmála. Vissulega hefði verið ánægjulegt ef hægt hefði verið að halda upp á tíu ára afmæli Samfylkingarinnar við betri efnahagslegar ástæður en nú er raunin. Okkar tími rann upp þegar áratuga óstjórn og sóun Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir gunnfána frjálshyggjunnar leið undir lok á Íslandi með skelfilegum afleiðingum fyrir efnahag þjóðarinnar og lífskjör almennings. Það kom í hlut okkar jafnaðarmanna að stjórna því verki að endurreisa og endurhæfa íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Undan því hlutverki verður ekki vikist.Betra samfélag Í áraunum undanfarinna vikna og mánaða hefur Samfylkingin sýnt að hún hefur burði og þroska til að takast á við þetta krefjandi verkefni. Samstaða hefur einkennt verklag og vinnubrögð okkar í ríkisstjórn og sveitarfélögum allt frá hruni, og sá árangur sem náðst hefur á liðnum mánuðum er langt umfram það sem búist var við. Í stað samfélagslegrar upplausnar og efnahagsöngþveitis eftir hið fordæmalausa hrun bankakerfis og gjaldmiðils sem yfir okkur gekk, blasir nú við að öllum frekari áföllum vegna hrunsins hefur verið afstýrt, innviðir efnahagskerfisins hafa verið byggðir upp á ný og þegar líða tekur á árið verður hagvöxtur vonandi farin að glæðast á Íslandi á ný. Allt hefur þetta gerst á undraskömmum tíma, svo skömmum að erlendir samstarfsaðilar okkar tala um þrekvirki í því sambandi. En verkefnið er rétt að hefjast. Á rústum frjálshyggjutilraunarinnar er uppbygging nýs og betra samfélags hafin á Íslandi, Norræns velferðarsamfélags þar sem velferð fjölskyldunnar, ekki síst barna, aldraðra og þeirra sem eiga undir högg að sækja, er sett í öndvegi. Gildi jöfnuðar, réttlætis og samhjálpar verði í öndvegi hvar sem Samfylkingin heldur um stjórnartauma, hvort sem er í ríkisstjórn eða sveitarstjórnum og sú uppstokkun sem nú stendur yfir í stjórnkerfinu, atvinnulífinu og samfélagsgerðinni allri mun þannig skila okkur betra samfélagi.Veruleiki daglegs lífs Framboð til sveitarstjórnarkosninga eru Samfylkingunni sérstaklega mikilvæg. Flokkurinn hefur sótt verulegan hluta af sinni breiðu og öflugu forystusveit á vettvang sveitarstjórnarstarfs. Tíu ára saga Samfylkingarinnar sem flokks hefur borið órækt vitni um það að flokkurinn hefur á að skipa fjölda traustra og hæfileikaríkra einstaklinga sem er í góðu jarðsambandi við fólkið í landinu. Forystusveit sem vinnur saman að heildarhagsmunum þjóðarinnar en skarar ekki eld að eigin köku. Það sem máli skiptir er veruleiki venjulegs fólks. Verkefnið er að sjá og heyra hver vandamál hins daglega lífs eru í raun, taka á dagskrá og gera almenna velsæld að daglegu viðfangsefni stjórnmálanna. Vinna og velferð eru kjörorð vorsins. Við höfum með starfi Samfylkingarinnar sl. tíu ár sannað að flokkurinn átti erindi í íslenskum stjórnmálum. Við getum með sama hætti horft bjartsýn til framtíðarinnar, fullviss um að gildi jafnaðarmennskunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag eiga erindi við Íslendinga sem aldrei fyrr. Nú er það í okkar höndum að sýna og sanna að þau séu annað og meira en orðin tóm - þau séu grunnur að betra samfélagi fyrir Ísland og Íslendinga.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar