Háskólar í mótun II Katrín Jakobsdóttir skrifar 14. október 2010 13:58 Þegar fjárveitingar til háskóla eru skoðaðar skiptast þær í grófum dráttum í fjárveitingar til kennslu og rannsókna. Kennsluframlög miðast annars vegar við fjölda nemenda sem sækir í viðkomandi námsgrein og hins vegar við þann kostnað sem áætlaður er við hvern nemanda. Eðlilegt er að reyna að stýra fjárveitingum með einhverjum slíkum hætti en hins vegar er ljóst að fámennar greinar eiga undir högg að sækja í slíku líkani. Það getur haft áhrif á fjölbreytni í háskólastarfi, sem getur rýrt gæði skólastarfsins. Þó að fjöldinn sæki í einhverjar greinar umfram aðrar hlýtur það að vera markmið menntamálayfirvalda að halda uppi ákveðinni fjölbreytni. Þessi sjónarmið þarf að hafa í huga, ekki síst á niðurskurðartímum þegar mjög þrengir að kennslu- og rannsóknastarfi. Í þessum efnum skiptir mestu máli að hafa akademísk sjónarmið að leiðarljósi og tryggja um leið ákveðna fjölbreytni innan háskólasamfélags.Lýðræði í háskólum Síðastliðið haust ákváðu stjórnendur HR að loka kennslu- og lýðheilsudeild við skólann. Inga Dóra Sigfúsdóttir, fyrrverandi prófessor við skólann, hefur kvartað yfir því í blaðaviðtali að ég sem ráðherra hafi ekki beitt mér gegn þessari ákvörðun. Það er alveg ljóst að ráðherrar geta ekki beitt handafli gegn ákvörðunum sem teknar eru af stjórnendum háskóla enda væri slíkt ráðherraræði ólýðræðislegt og beinlínis ógn við akademískt frelsi. Enginn vill snúa aftur til þess kerfis þegar prófessorar voru persónulega skipaðir af ráðherrum - eða því vil ég að minnsta kosti trúa. Spurningar hafa hins vegar vaknað hvort ekki þurfi að rýna alla löggjöf um háskóla með það að leiðarljósi að tryggja lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla þar sem bæði nemendur og kennarar taka þátt í umræðum og ákvörðunum þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar. Sem dæmi má nefna að í lögum um háskóla frá 2006 er ekki gert ráð fyrir neinum fulltrúa úr háskólasamfélagi viðkomandi skóla til setu í háskólaráði. Ekki er tilgreint hversu langur skipunartími skuli vera í háskólaráði eða hver sé hlutverkamunur háskólaráðs og háskólafundar. Hins vegar er tekið fram að háskólaráð ákveði nánar hlutverk og fyrirkomulag háskólafundar og tryggja þurfi að starfsfólk skólans komi að háskólafundunum. Því má segja að vald og vægi háskólafundar sé mismunandi, allt eftir vilja viðkomandi háskólaráðs.Hlutlægni og akademískt frelsi Síðustu ár hefur verið sterk krafa um aukin tengsl háskóla við atvinnulífið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis eru þessi tengsl skoðuð í gagnrýnu ljósi. Þar kemur fram að mörk milli fyrirtækja og viðskiptalífs við háskóla og rannsóknarstofnanir hafi verið orðin óljós. Í skýrslunni eru tekin dæmi um óheilbrigð áhrif þessara tengsla á þekkingarsköpun og kennslu. Í skýrslu þingmannanefndar segir: "Hvetja þarf háskólamenn af ólíkum fræðasviðum til að taka þátt í opinberri umræðu og styrkja með því tengsl fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og hins almenna borgara." Ljóst er að skýrar þarf að kveða á í lögum um hvernig beri að skilgreina og verja grunnskyldur fræðimanna, þar á meðal akademískt frelsi og samfélagslega ábyrgð. Eins þarf að huga betur að því hvernig megi tryggja sjálfstæði háskólanna gagnvart auknum fjárhagslegum hagsmunum. Skapa þarf skýrari umgjörð um þessa þætti í lögum um háskóla. Við megum nefnilega aldrei gleyma samfélagslegum skyldum skóla - að stuðla að almennum framförum samfélagsins sem einmitt hefur verið ein af meginröksemdum fyrir stofnun háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar fjárveitingar til háskóla eru skoðaðar skiptast þær í grófum dráttum í fjárveitingar til kennslu og rannsókna. Kennsluframlög miðast annars vegar við fjölda nemenda sem sækir í viðkomandi námsgrein og hins vegar við þann kostnað sem áætlaður er við hvern nemanda. Eðlilegt er að reyna að stýra fjárveitingum með einhverjum slíkum hætti en hins vegar er ljóst að fámennar greinar eiga undir högg að sækja í slíku líkani. Það getur haft áhrif á fjölbreytni í háskólastarfi, sem getur rýrt gæði skólastarfsins. Þó að fjöldinn sæki í einhverjar greinar umfram aðrar hlýtur það að vera markmið menntamálayfirvalda að halda uppi ákveðinni fjölbreytni. Þessi sjónarmið þarf að hafa í huga, ekki síst á niðurskurðartímum þegar mjög þrengir að kennslu- og rannsóknastarfi. Í þessum efnum skiptir mestu máli að hafa akademísk sjónarmið að leiðarljósi og tryggja um leið ákveðna fjölbreytni innan háskólasamfélags.Lýðræði í háskólum Síðastliðið haust ákváðu stjórnendur HR að loka kennslu- og lýðheilsudeild við skólann. Inga Dóra Sigfúsdóttir, fyrrverandi prófessor við skólann, hefur kvartað yfir því í blaðaviðtali að ég sem ráðherra hafi ekki beitt mér gegn þessari ákvörðun. Það er alveg ljóst að ráðherrar geta ekki beitt handafli gegn ákvörðunum sem teknar eru af stjórnendum háskóla enda væri slíkt ráðherraræði ólýðræðislegt og beinlínis ógn við akademískt frelsi. Enginn vill snúa aftur til þess kerfis þegar prófessorar voru persónulega skipaðir af ráðherrum - eða því vil ég að minnsta kosti trúa. Spurningar hafa hins vegar vaknað hvort ekki þurfi að rýna alla löggjöf um háskóla með það að leiðarljósi að tryggja lýðræðislegt stjórnskipulag háskóla þar sem bæði nemendur og kennarar taka þátt í umræðum og ákvörðunum þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar. Sem dæmi má nefna að í lögum um háskóla frá 2006 er ekki gert ráð fyrir neinum fulltrúa úr háskólasamfélagi viðkomandi skóla til setu í háskólaráði. Ekki er tilgreint hversu langur skipunartími skuli vera í háskólaráði eða hver sé hlutverkamunur háskólaráðs og háskólafundar. Hins vegar er tekið fram að háskólaráð ákveði nánar hlutverk og fyrirkomulag háskólafundar og tryggja þurfi að starfsfólk skólans komi að háskólafundunum. Því má segja að vald og vægi háskólafundar sé mismunandi, allt eftir vilja viðkomandi háskólaráðs.Hlutlægni og akademískt frelsi Síðustu ár hefur verið sterk krafa um aukin tengsl háskóla við atvinnulífið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis eru þessi tengsl skoðuð í gagnrýnu ljósi. Þar kemur fram að mörk milli fyrirtækja og viðskiptalífs við háskóla og rannsóknarstofnanir hafi verið orðin óljós. Í skýrslunni eru tekin dæmi um óheilbrigð áhrif þessara tengsla á þekkingarsköpun og kennslu. Í skýrslu þingmannanefndar segir: "Hvetja þarf háskólamenn af ólíkum fræðasviðum til að taka þátt í opinberri umræðu og styrkja með því tengsl fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og hins almenna borgara." Ljóst er að skýrar þarf að kveða á í lögum um hvernig beri að skilgreina og verja grunnskyldur fræðimanna, þar á meðal akademískt frelsi og samfélagslega ábyrgð. Eins þarf að huga betur að því hvernig megi tryggja sjálfstæði háskólanna gagnvart auknum fjárhagslegum hagsmunum. Skapa þarf skýrari umgjörð um þessa þætti í lögum um háskóla. Við megum nefnilega aldrei gleyma samfélagslegum skyldum skóla - að stuðla að almennum framförum samfélagsins sem einmitt hefur verið ein af meginröksemdum fyrir stofnun háskóla.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun