Umfjöllun: FH svaraði loksins fyrir sig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2010 20:56 Jón Heiðar Gunnarsson skartaði huggulegri mottu í leiknum í kvöld. Mynd/Valli FH-ingar sofa vel í nótt eftir ljúfan 31-25 sigur á erkióvinum sínum í Haukum í kvöld. Eftir þrjú töp í röð tókst FH-ingum loksins að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn. Leikurinn í kvöld var einkennilegur og ekki alveg í takti við síðustu leiki liðanna. Leikmenn óvenju spakir og kurteisir. Baráttan langt frá því að vera eins mikil og í síðustu leikjum. Það vantaði einhvern neista í bæði lið og brjálæðið sem einkennir liðin þegar spilað er um stoltið í Hafnarfirði var ekki til staðar. FH-ingar voru samt mun sterkari strax frá upphafi á meðan Haukar voru ótrúlega andlausir og slappir. Þeir hleyptu FH-ingum þó aldrei langt fram úr sér framan af og voru aðeins tveim mörkum undir í hálfleik, 15-13. Vilji FH-inga var miklu meiri og það sást bersýnilega í síðari hálfleik. Þá kom alvöru barátta í þá, liðið náði öllum fráköstum og var miklu grimmara. Haukar virtust ekki nenna að slást og því töpuðu þeir leiknum. Þegar tíu mínútur voru eftir var FH svo gott sem búið að klára leikinn og þeir sem tóku með sér sprengitöflur gátu brutt smarties í staðinn í kvöld. Það var engin alvöru spenna. Elías Már Halldórsson dró vagninn í sókninni og var langbesti maður Hauka. Freyr Brynjarsson var drjúgur og Birkir ágætur í markinu. Aðrir voru einfaldlega slakir. Stórskytturnar Sigurbergur Sveinsson og Björgvin náðu sér aldrei almennilega á strik. Björgvin var sérstaklega slakur. Bjarni Fritzson var sterkur í liði FH. Skoraði mikilvæg mörk og var þess utan duglegur að pirra Haukana sem vann með FH-ingum. Pálmar varði vel og oft úr dauðafærum. Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu allan leikinn en það skipti engu máli því aðrir leikmenn stigu upp. Menn eins og Örn Ingi, Ásbjörn og Jón Heiðar sem var sterkur í vörninni, nýtti færin sín í sókninni og tók mikilvæg fráköst. FH-Haukar 31-25 (15-13) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (14/4), Ólafur Guðmundsson 5 (12), Ásbjörn Friðriksson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Benedikt Kristinsson 3 (5), Ólafur Gústafsson 3 (6), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3). Varin skot: Pálmar Pétursson 15/1 (39/4) 38%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Ólafur 2, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Jón, Ásbjörn, Sigurgeir, Ólafur Guðm.) Utan vallar: 10 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 7 (8), Sigurbergur Sveinsson 7/4 (14/5), Freyr Brynjarsson 4 (5), Pétur Pálsson 2 (3), Jónatan Jónsson 2 (3), Björgvin Hólmgeirsson 2 (10). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14 (40/3) 35%, Aron Rafn Eðvarðsson 5 (10) 50%. Hraðaupphlaup: 1 (Freyr). Fiskuð víti: 5 ( Freyr 3, Elías, Björgvin). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, virkuðu stressaðir og margir furðulegir dómar litu dagsins ljós. Olís-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira
FH-ingar sofa vel í nótt eftir ljúfan 31-25 sigur á erkióvinum sínum í Haukum í kvöld. Eftir þrjú töp í röð tókst FH-ingum loksins að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn. Leikurinn í kvöld var einkennilegur og ekki alveg í takti við síðustu leiki liðanna. Leikmenn óvenju spakir og kurteisir. Baráttan langt frá því að vera eins mikil og í síðustu leikjum. Það vantaði einhvern neista í bæði lið og brjálæðið sem einkennir liðin þegar spilað er um stoltið í Hafnarfirði var ekki til staðar. FH-ingar voru samt mun sterkari strax frá upphafi á meðan Haukar voru ótrúlega andlausir og slappir. Þeir hleyptu FH-ingum þó aldrei langt fram úr sér framan af og voru aðeins tveim mörkum undir í hálfleik, 15-13. Vilji FH-inga var miklu meiri og það sást bersýnilega í síðari hálfleik. Þá kom alvöru barátta í þá, liðið náði öllum fráköstum og var miklu grimmara. Haukar virtust ekki nenna að slást og því töpuðu þeir leiknum. Þegar tíu mínútur voru eftir var FH svo gott sem búið að klára leikinn og þeir sem tóku með sér sprengitöflur gátu brutt smarties í staðinn í kvöld. Það var engin alvöru spenna. Elías Már Halldórsson dró vagninn í sókninni og var langbesti maður Hauka. Freyr Brynjarsson var drjúgur og Birkir ágætur í markinu. Aðrir voru einfaldlega slakir. Stórskytturnar Sigurbergur Sveinsson og Björgvin náðu sér aldrei almennilega á strik. Björgvin var sérstaklega slakur. Bjarni Fritzson var sterkur í liði FH. Skoraði mikilvæg mörk og var þess utan duglegur að pirra Haukana sem vann með FH-ingum. Pálmar varði vel og oft úr dauðafærum. Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu allan leikinn en það skipti engu máli því aðrir leikmenn stigu upp. Menn eins og Örn Ingi, Ásbjörn og Jón Heiðar sem var sterkur í vörninni, nýtti færin sín í sókninni og tók mikilvæg fráköst. FH-Haukar 31-25 (15-13) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (14/4), Ólafur Guðmundsson 5 (12), Ásbjörn Friðriksson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Benedikt Kristinsson 3 (5), Ólafur Gústafsson 3 (6), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3). Varin skot: Pálmar Pétursson 15/1 (39/4) 38%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Ólafur 2, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Jón, Ásbjörn, Sigurgeir, Ólafur Guðm.) Utan vallar: 10 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 7 (8), Sigurbergur Sveinsson 7/4 (14/5), Freyr Brynjarsson 4 (5), Pétur Pálsson 2 (3), Jónatan Jónsson 2 (3), Björgvin Hólmgeirsson 2 (10). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14 (40/3) 35%, Aron Rafn Eðvarðsson 5 (10) 50%. Hraðaupphlaup: 1 (Freyr). Fiskuð víti: 5 ( Freyr 3, Elías, Björgvin). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, virkuðu stressaðir og margir furðulegir dómar litu dagsins ljós.
Olís-deild karla Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjá meira