Hverjir þurfa að hugsa sinn gang? Karólína Einarsdóttir og Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 22. desember 2010 06:00 Á árunum 1999 til 2009 gagnrýndi þingflokkur VG harðlega þann hroka og samráðsleysi sem einkenndi vinnubrögð ríkisstjórna þess tíma. Vinnubrögðum sem birtust í því að stjórnarliðar á Alþingi voru notaðir sem strengjabrúður foringjanna og fengu lítið til málanna að leggja. Þetta gagnrýndi VG og krafðist þess að skýr mörk væru á milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, að sjálfstæði löggjafarvaldsins væri aukið. Ennfremur hefur bæði flokksráð og landsfundur ályktað í þessa veru. Stefna flokksins er skýr hvað þetta varðar: Tryggja þarf lýðræðislegri stjórnarhætti í landinu. Ein af niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var að lélegir stjórnarhættir sem einkenndust af foringjaræði, hjarðhegðun, gagnrýnisleysi og ofurvaldi þröngra sjónarmiða hafi verið meðal ástæðna hrunsins. Í ljósi alls þessa eru það mikil vonbrigði hversu lítið hefur verið gert til að uppræta þær ólýðræðislegu hefðir sem hafa fest í sessi á Alþingi. Þvert á móti hafa ráðherrar VG og meirihluti þingflokksins, ásamt stjórnarliðum Samfylkingar, tekið upp þessi lágkúrulegu vinnubrögð og beitt þumalskrúfum á þá þingmenn sem voga sér að hafa efasemdir um stefnu flokkseigendanna og forystunnar. Það er algjörlega óásættanlegt að reynt sé að þvinga þingmenn til að fara gegn eigin sannfæringu. Og það er líka óásættanlegt að þingmenn láti nauðbeygja sig. Með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku stóðu þingmennirnir Lilja, Atli og Ásmundur Einar í fæturna þrátt fyrir mótbyr og eiga hrós og virðingu okkar skilda. Þremenningarnir stóðu með sannfæringu sinni og gerðu það sem fleiri mættu gera. Þau voru gagnrýnin og bentu á aðrar færar leiðir, leiðir sem samræmast betur hugmyndafræði VG. Með þessu voru þremenningarnir ekki að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, heldur voru þau að kalla eftir faglegri og lýðræðislegri vinnubrögðum í stjórnarráðinu og á Alþingi, og að gera það sem þeim ber að gera lögum samkvæmt, þ.e. að fara eftir eigin sannfæringu. Það er kjarni málsins. Okkur þykja undarleg þau orð sem hafa verið látin falla af félögum okkar í þingflokki VG. Það er fráleitt að þremenningunum sé ekki lengur stætt í þingliði flokksins og að þau þurfi „að hugsa sinn gang“. Við, sem höfum starfað í grasrót VG, höfum lagt mikið upp úr lýðræðislegri umræðu og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og finnst því miður að í þingflokki VG njóti þær hugmyndir ekki meiri skilnings en viðbrögð flokksforystunnar ber vitni. Þremenningarnir þurfa ekki að „hugsa sinn gang“, það eru aðrir í þingflokknum og þó sérstaklega forysta VG sem þurfa að hugsa sinn gang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á árunum 1999 til 2009 gagnrýndi þingflokkur VG harðlega þann hroka og samráðsleysi sem einkenndi vinnubrögð ríkisstjórna þess tíma. Vinnubrögðum sem birtust í því að stjórnarliðar á Alþingi voru notaðir sem strengjabrúður foringjanna og fengu lítið til málanna að leggja. Þetta gagnrýndi VG og krafðist þess að skýr mörk væru á milli framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, að sjálfstæði löggjafarvaldsins væri aukið. Ennfremur hefur bæði flokksráð og landsfundur ályktað í þessa veru. Stefna flokksins er skýr hvað þetta varðar: Tryggja þarf lýðræðislegri stjórnarhætti í landinu. Ein af niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var að lélegir stjórnarhættir sem einkenndust af foringjaræði, hjarðhegðun, gagnrýnisleysi og ofurvaldi þröngra sjónarmiða hafi verið meðal ástæðna hrunsins. Í ljósi alls þessa eru það mikil vonbrigði hversu lítið hefur verið gert til að uppræta þær ólýðræðislegu hefðir sem hafa fest í sessi á Alþingi. Þvert á móti hafa ráðherrar VG og meirihluti þingflokksins, ásamt stjórnarliðum Samfylkingar, tekið upp þessi lágkúrulegu vinnubrögð og beitt þumalskrúfum á þá þingmenn sem voga sér að hafa efasemdir um stefnu flokkseigendanna og forystunnar. Það er algjörlega óásættanlegt að reynt sé að þvinga þingmenn til að fara gegn eigin sannfæringu. Og það er líka óásættanlegt að þingmenn láti nauðbeygja sig. Með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku stóðu þingmennirnir Lilja, Atli og Ásmundur Einar í fæturna þrátt fyrir mótbyr og eiga hrós og virðingu okkar skilda. Þremenningarnir stóðu með sannfæringu sinni og gerðu það sem fleiri mættu gera. Þau voru gagnrýnin og bentu á aðrar færar leiðir, leiðir sem samræmast betur hugmyndafræði VG. Með þessu voru þremenningarnir ekki að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, heldur voru þau að kalla eftir faglegri og lýðræðislegri vinnubrögðum í stjórnarráðinu og á Alþingi, og að gera það sem þeim ber að gera lögum samkvæmt, þ.e. að fara eftir eigin sannfæringu. Það er kjarni málsins. Okkur þykja undarleg þau orð sem hafa verið látin falla af félögum okkar í þingflokki VG. Það er fráleitt að þremenningunum sé ekki lengur stætt í þingliði flokksins og að þau þurfi „að hugsa sinn gang“. Við, sem höfum starfað í grasrót VG, höfum lagt mikið upp úr lýðræðislegri umræðu og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og finnst því miður að í þingflokki VG njóti þær hugmyndir ekki meiri skilnings en viðbrögð flokksforystunnar ber vitni. Þremenningarnir þurfa ekki að „hugsa sinn gang“, það eru aðrir í þingflokknum og þó sérstaklega forysta VG sem þurfa að hugsa sinn gang.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun