Íslenski boltinn

Fyrsti sigur Fjölnismanna og Leiknir vann ÍA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leik Leiknis og ÍA í kvöld.
Frá leik Leiknis og ÍA í kvöld. Mynd/Arnþór
Fjölnismenn unnu sinn fyrsta sigur í 1. deild karla í sumar í kvöld þegar þeir skelltu Þrótturum í uppgjöri liðanna sem féllu úr Pepsideildinni síðasta haust. Leiknismenn unnu á sama tíma mikinn karaktersigur á Skagamönnum eftir að hafa verið manni færri í 70 mínútur en ÍR heldur toppsætinu eftir markalaust jafntefli við HK.

Helgi Pétur Jóhannsson tryggði Leikni 1-0 sigur á Skagamönnum átta mínútum fyrir leikslok en ÍA-liðið hefur aðeins eitt stig út úr fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu og situr í fallsæti. Leiknismaðurinn Óttar B. Guðmundsson fékk rauða spjaldið á 20. mínútu en Skagamönnum tókst ekki að nýta sér það.

Fjölnismenn höfðu gert jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum en unnu 3-0 sigur á Þrótti í kvöld. Aron Jóhannsson, Pétur Georg Markan og Guðmundur Karl Guðmundsson skoruðu mörk liðsins.

HK og ÍR gerðu markalaust jafntefli í Kópavogi sem þýðir að ÍR-ingar eru með eins stigs forskot á toppi deildarinnar á nágranna sína í Leikni.

Upplýsingar um markaskorara í leikjunum eru fengnar af netmiðlinum fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×