Handbolti

Gunnar Andrésson: Menn hafa unnið fyrir þessu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Afturelding er komin aftur upp í efstu deild. Mynd/Lopez
Afturelding er komin aftur upp í efstu deild. Mynd/Lopez

Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum hæstánægður eftir sigurinn gegn Gróttu í kvöld 33-25. Eftir sigurinn er ljóst að Afturelding spilar í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.

„Það var smá stress í okkur sóknarlega í byrjun. Þegar vörnin okkar smellur saman er erfitt að eiga við okkur og sú varð raunin núna. Það er langt síðan við töpuðum á heimavelli og við náðum upp góðri vörn og hraðaupphlaupum með því. Það telur mikið í svona leikjum," sagði Gunnar.

„Við náðum forskoti í fyrri hálfleik sem var erfitt að vinna upp. Markvörðurinn (Smári Guðfinnsson) stóð sig frábærlega en fyrst og fremst er þetta liðsheildin sem vinnur. Þessi hópur leggur sig mikið fram á æfingum og menn hafa unnið fyrir þessu. Svo eigum við einstaka áhorfendur og það kom ekki til greina að bregðast þeim," sagði Gunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×