Button: Pressa á Webber í næstu mótum 8. október 2010 10:58 Jessica Mishibata og Jenson Button eru kærustupar, en hún er fyrirsæta og ættuð frá Japan. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um helgina, en hann á einmitt japanska kærustu, fyrisætu sem heitir Jessica Mishibata. Button hefur reynslu af titilbaráttunni og telur að álag verði á Mark Webber á Red Bull sem er með 11 stiga forskot í stigamóti ökumanna, þegar fjórum mótum er ólokið. "Það eru margir hæfileikaríkir ökumenn í Formúlu 1 og þegar álagið er mikið þá er möguleiki á mistökum. Það gæti gert gæfumuninn. Við segjum allir að Lewis Hamilton, Fernando Alonso og ég hafi reynsluna. Við höfum allir unnið meistaratitilinn, þannig að kannski er minni pressa á okkur. Ég veit það ekki, en sjálfur er ég afslappaðri en í fyrra", sagði Button við fréttamenn í Japan samkvæmt frétt á autosport.com. "Mark er í forystuhlutverki og hefur unnið hörðum höndum að því marki, en það fylgir þessu mikið álag. Ég ber fulla virðingu fyrir Mark, hann er hæfileikaríkur, en hefur aldrei verið í þessari stöðu. Við sjáum hvernig hann bregst við álaginu í næstu mótum. Liðsfélagi hans (Sebastian Vettel) er fljótur og er að reyna krafsa af honum stig. Það verður því hasar framundan." "Þetta snýst um að halda bílnum í lagi og fá ekki á hann dekkjaför (frá öðrum), keyra að á ystu nöf og ná sem flestum stigum. Þetta er vandasamt samspil en skemmtilegt. Við vitum að Red Bull bíllinn er fljótur á svona brautum og Ferrari hefur bætt sig og hafa verið sterkir í tveimur síðustu mótum. En við erum með nýjungar sem ættu að virka vel", sagði Button. Vettel og Webber voru fljótastir á tveimur æfingum í nótt, en sýnt verður frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.10 í kvöld. Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren er meðal fimm ökumanna sem á möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1. Hann keppir á Suzuka brautinni í Japan um helgina, en hann á einmitt japanska kærustu, fyrisætu sem heitir Jessica Mishibata. Button hefur reynslu af titilbaráttunni og telur að álag verði á Mark Webber á Red Bull sem er með 11 stiga forskot í stigamóti ökumanna, þegar fjórum mótum er ólokið. "Það eru margir hæfileikaríkir ökumenn í Formúlu 1 og þegar álagið er mikið þá er möguleiki á mistökum. Það gæti gert gæfumuninn. Við segjum allir að Lewis Hamilton, Fernando Alonso og ég hafi reynsluna. Við höfum allir unnið meistaratitilinn, þannig að kannski er minni pressa á okkur. Ég veit það ekki, en sjálfur er ég afslappaðri en í fyrra", sagði Button við fréttamenn í Japan samkvæmt frétt á autosport.com. "Mark er í forystuhlutverki og hefur unnið hörðum höndum að því marki, en það fylgir þessu mikið álag. Ég ber fulla virðingu fyrir Mark, hann er hæfileikaríkur, en hefur aldrei verið í þessari stöðu. Við sjáum hvernig hann bregst við álaginu í næstu mótum. Liðsfélagi hans (Sebastian Vettel) er fljótur og er að reyna krafsa af honum stig. Það verður því hasar framundan." "Þetta snýst um að halda bílnum í lagi og fá ekki á hann dekkjaför (frá öðrum), keyra að á ystu nöf og ná sem flestum stigum. Þetta er vandasamt samspil en skemmtilegt. Við vitum að Red Bull bíllinn er fljótur á svona brautum og Ferrari hefur bætt sig og hafa verið sterkir í tveimur síðustu mótum. En við erum með nýjungar sem ættu að virka vel", sagði Button. Vettel og Webber voru fljótastir á tveimur æfingum í nótt, en sýnt verður frá þeim á Stöð 2 Sport kl. 21.10 í kvöld.
Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira