Skautafélag Akureyrar er Íslandsmeistari í íshokkí eftir frábæran sigur á Birninum í kvöld. Lokatölur voru 6-2 í leik sem voru verðskulduð úrslit. SA vann rimmu liðanna 3-2.
Björninn komst reyndar yfir í leiknum en sú forysta var skammvinn. SA jafnaði fljótlega en liðið sótti mun meira en gestirnir í fyrsta leikhluta.
Leikurinn kláraðist svo í raun í öðrum leikhluta. Þar var SA miklu betri og skoraði þrjú mörk, breytti stöðunni í 4-1. Björninn var afskaplega slakur í þessum leikhluta og komst vart yfir miðju.
Björninn minnkaði muninn þegar fimm mínútur voru búnar af þriðja leikhluta en komst ekki nær. Akureyringar bættu við tveimur mörkum og vann öruggan sigur.
„Leikskipulag okkar gekk upp á að halda pekkinum vel og sækja stíft á þá allan leikinn og það gekk vel upp í dag," sagði hinn spilandi þjálfari SA, Josh Gribben. Nánar er rætt við hann í Fréttablaðinu á morgun.
Mörk Bjarnarins: Birgir Hansen 2.