Alonso ætlar að pressa á Red Bull 7. október 2010 15:47 Fernando Alonso er mættur til Japan og fyrstu æfingar fara fram í nótt. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso sem hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót á Ferrari er staðráðinn í að pressa hressilega á Red Bull ökumennina Mark Webber og Sebastian Vettel, sem þykja líklegir til afreka á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Alonso er 11 stigum á eftir Mark Webber á Red Bull í stigamótinu, eftir tvo sigra í röð, en Lewis Hamilton er þriðji á McLaren. Sebastian Vettel fjórði og Jenson Button fimmti, en 25 stig eru á milli Webbers og Buttons. Allir eiga þeir möguleika á titlinum, þegar fjórum mótum er ólokið. "Red Bull liðið er líklegt í toppslagnum. Eiginleikar bílanna henta (Suzuka) brautinni, en það þýðir ekki að þeir geti unnið auðvelda sigra. Við höfum séð áður á árinu að það var ekki allt að virka sem skyldi á brautum sem áttu að henta Red Bull. Eitthvað kom upp, þannig að við verðum að pressa þá", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fjölmiðlamenn í Japan. "Af þeim fjórum mótum sem eftir eru, þá er Suzuka góð fyrir þá. Óvíst er hver staðan er gagnvart hinum þremur brautunum, sérstaklega Kóreu. Það mót verður erfitt fyrir alla. Það eru fimm ökumenn með möguleika og McLaren liðið verður sterkt og mun sækja af krafti í þeim mótum sem eftir eru. Slagurinn er galopinn." "Það virðist vera sem að það sé nauðsynlegt að halda slagkrafti milli móta, en við höfum séð menn vinna tvö mót, eða komast á verðlaunapall tvisvar til þrisvar í röð, svo gengur illa, en svo eru þeir komnir aftur í slaginn." "Engin hefur getað haldið dampi í 6-7 mótum í röð af ýmsum ástæðum og það má því búast við erfiðum tímum og við verðum að gæta þess að örvænta ekki. Heldur að ná sem flestum stigum. Stundum verðum við á verðlaunapalli, stundum kannski í fimmta sæti, en þá þurfum við að vera sameinaðir og sleppa örvæntingunni", sagði Alonso. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso sem hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót á Ferrari er staðráðinn í að pressa hressilega á Red Bull ökumennina Mark Webber og Sebastian Vettel, sem þykja líklegir til afreka á Suzuka brautinni í Japan um helgina. Alonso er 11 stigum á eftir Mark Webber á Red Bull í stigamótinu, eftir tvo sigra í röð, en Lewis Hamilton er þriðji á McLaren. Sebastian Vettel fjórði og Jenson Button fimmti, en 25 stig eru á milli Webbers og Buttons. Allir eiga þeir möguleika á titlinum, þegar fjórum mótum er ólokið. "Red Bull liðið er líklegt í toppslagnum. Eiginleikar bílanna henta (Suzuka) brautinni, en það þýðir ekki að þeir geti unnið auðvelda sigra. Við höfum séð áður á árinu að það var ekki allt að virka sem skyldi á brautum sem áttu að henta Red Bull. Eitthvað kom upp, þannig að við verðum að pressa þá", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. Hann ræddi við fjölmiðlamenn í Japan. "Af þeim fjórum mótum sem eftir eru, þá er Suzuka góð fyrir þá. Óvíst er hver staðan er gagnvart hinum þremur brautunum, sérstaklega Kóreu. Það mót verður erfitt fyrir alla. Það eru fimm ökumenn með möguleika og McLaren liðið verður sterkt og mun sækja af krafti í þeim mótum sem eftir eru. Slagurinn er galopinn." "Það virðist vera sem að það sé nauðsynlegt að halda slagkrafti milli móta, en við höfum séð menn vinna tvö mót, eða komast á verðlaunapall tvisvar til þrisvar í röð, svo gengur illa, en svo eru þeir komnir aftur í slaginn." "Engin hefur getað haldið dampi í 6-7 mótum í röð af ýmsum ástæðum og það má því búast við erfiðum tímum og við verðum að gæta þess að örvænta ekki. Heldur að ná sem flestum stigum. Stundum verðum við á verðlaunapalli, stundum kannski í fimmta sæti, en þá þurfum við að vera sameinaðir og sleppa örvæntingunni", sagði Alonso.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira