Yfirlýsing iðnaðarráðherra Jón Gunnarsson skrifar 13. janúar 2010 06:00 Jón Gunnarsson skrifar um atvinnumál Í þættinum Á Sprengisandi á sunnudag staðfesti iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, að flótti væri brostinn í þá erlendu aðila sem iðnaðarráðuneytið hefur rætt við um fjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Hún hefur á liðnum mánuðum gumað að því í umræðum á Alþingi að horfur væru bjartar í íslensku atvinnulífi og árangur af vinnu ráðuneytisins væri handan við hornið. Þessa stöðu skýrir ráðherrann með þeirri óvissu sem Icesave-málið veldur í íslensku efnahagslífi. Sú afstaða ber vott um grunnhyggni. Það er alvarlegt ef ráðherra gerir sér ekki grein fyrir því að ástæðan liggur í þeim skilaboðum sem ríkisstjórnin sendir atvinnulífinu og þeim aðilum sem hafa litið til Íslands sem mögulegan stað fyrir atvinnustarfsemi sína. Á þetta hefur ítrekað verið bent á undanfarna mánuði og virðist ráðherrann ekki hafa skilið alvarleika málsins. Þannig hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar verið iðnir við að leggja stein í götu orkufreks iðnaðar og er þar skemmst að minnast ákvarðana umhverfisráðherra vegna álvers á Bakka og lagningu suðurlínu vegna álvers í Helguvík. Þá voru samfylkingarmenn í Hafnarfirði í forystu fyrir því að stöðva stækkun álversins í Straumsvík. Nýjustu útspil ríkisstjórnarinnar í skattamálum þar sem sérstök áhersla er lögð á aukna skatta á atvinnulíf er sennilega alvarlegasta aðförin að eflingu atvinnulífs sem hún hefur gert fram að þessu. Forskot okkar hefur m.a. legið í traustri stjórnsýslu og þjóðfélagsgerð. Aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að eyðileggja þann góða árangur sem náðst hefur. Yfirlýsing iðnaðarráðherra sýnir að Ísland er ekki lengur sá áhugaverði valkostur til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem áður var. Icesave-málið er eitt það alvarlegasta sem við höfum staðið frammi fyrir sem þjóð. En þessar fréttir iðnaðarráðherra staðfesta að atvinnustefna stjórnvalda hefur beðið hnekki. Það er eitthvað sem við megum ekki við og ef það er staðreynd að stjórnvöld gera sér ekki grein fyrir hvað veldur, verður skaðinn enn meiri en orðinn er. Í málefnum atvinnulífsins sem og í Icesave-málinu verður þessi ríkisstjórn að gera sér grein fyrir fyrirsjáanlegu skipbroti sínu og leiðrétta kúrsinn ef ekki á að fara enn verr. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson skrifar um atvinnumál Í þættinum Á Sprengisandi á sunnudag staðfesti iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, að flótti væri brostinn í þá erlendu aðila sem iðnaðarráðuneytið hefur rætt við um fjárfestingu í íslensku atvinnulífi. Hún hefur á liðnum mánuðum gumað að því í umræðum á Alþingi að horfur væru bjartar í íslensku atvinnulífi og árangur af vinnu ráðuneytisins væri handan við hornið. Þessa stöðu skýrir ráðherrann með þeirri óvissu sem Icesave-málið veldur í íslensku efnahagslífi. Sú afstaða ber vott um grunnhyggni. Það er alvarlegt ef ráðherra gerir sér ekki grein fyrir því að ástæðan liggur í þeim skilaboðum sem ríkisstjórnin sendir atvinnulífinu og þeim aðilum sem hafa litið til Íslands sem mögulegan stað fyrir atvinnustarfsemi sína. Á þetta hefur ítrekað verið bent á undanfarna mánuði og virðist ráðherrann ekki hafa skilið alvarleika málsins. Þannig hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar verið iðnir við að leggja stein í götu orkufreks iðnaðar og er þar skemmst að minnast ákvarðana umhverfisráðherra vegna álvers á Bakka og lagningu suðurlínu vegna álvers í Helguvík. Þá voru samfylkingarmenn í Hafnarfirði í forystu fyrir því að stöðva stækkun álversins í Straumsvík. Nýjustu útspil ríkisstjórnarinnar í skattamálum þar sem sérstök áhersla er lögð á aukna skatta á atvinnulíf er sennilega alvarlegasta aðförin að eflingu atvinnulífs sem hún hefur gert fram að þessu. Forskot okkar hefur m.a. legið í traustri stjórnsýslu og þjóðfélagsgerð. Aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að eyðileggja þann góða árangur sem náðst hefur. Yfirlýsing iðnaðarráðherra sýnir að Ísland er ekki lengur sá áhugaverði valkostur til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem áður var. Icesave-málið er eitt það alvarlegasta sem við höfum staðið frammi fyrir sem þjóð. En þessar fréttir iðnaðarráðherra staðfesta að atvinnustefna stjórnvalda hefur beðið hnekki. Það er eitthvað sem við megum ekki við og ef það er staðreynd að stjórnvöld gera sér ekki grein fyrir hvað veldur, verður skaðinn enn meiri en orðinn er. Í málefnum atvinnulífsins sem og í Icesave-málinu verður þessi ríkisstjórn að gera sér grein fyrir fyrirsjáanlegu skipbroti sínu og leiðrétta kúrsinn ef ekki á að fara enn verr. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar