Aðildarviðræður tengdar Icesave 19. júní 2010 06:00 Leiðtogar Evrópusambandsins á fundi sínum 17. júní Á myndinni sjást meðal annars Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. nordicphotos/AFP Sitt sýnist hverjum um það hvort leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi í yfirlýsingu sinni á fimmtudag, þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland, gert kröfu til Íslendinga um að leysa Icesave-málið áður en af aðild geti orðið. Í yfirlýsingunni segir orðrétt að viðræðurnar beinist meðal annars að því að Ísland „taki á núverandi skuldbindingum, eins og þeim sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur bent á samkvæmt EES-samningnum.“ Þarna getur varla verið átt við annað – í það minnsta meðal annarra atriða sem tengjast eftirlitsstofnuninni ESA – en forúrskurð hennar frá 26. maí síðastliðnum, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Íslandi beri að greiða lágmarkstryggingu innstæðna á Icesave-reikningunum. Fréttavefurinn EUobserver.com, sem sérhæfir sig í fréttum af Evrópusambandinu, segist hafa heimildir fyrir því að Hollendingar hafi átt stóran þátt í að semja texta yfirlýsingarinnar, að því leyti er hún snertir Ísland. Bæði Bretar og Hollendingar hafi auk þess gert kröfu um að í yfirlýsingunni sé minnst á deilu þeirra við Ísland. „Við ætlum ekki að koma í veg fyrir viðræðurnar, en það eru gerðar strangar kröfur til Íslands,“ sagði Jan-Peter Balkanende, forsætisráðherra Hollands, við aðra leiðtoga Evrópusambandsins, að því er EUobserver hefur eftir ónefndum evrópskum stjórnarerindreka. Íslendingar hafa ekki viljað líta svo á að þessi tvö mál, aðildarviðræður við ESB og Icesave-deilan, séu tengd á neinn hátt. „Þessu hefur ekki verið blandað saman á nokkurn hátt af okkar hálfu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Hann segir samskipti um Ice-save-deiluna hafa haldið áfram þrátt fyrir biðstöðu um hríð, og þær viðræður verði að hafa sinn gang alveg óháð Evrópusambandinu. Fyrrgreindur stjórnarerindreki, sem EUobserver vitnar til, segir hins vegar ljóst að gangur viðræðnanna muni ráðast af því að hve miklu leyti Íslendingar standa við „alþjóðlegar skuldbindingar sínar“ eins og hann orðar það. „Þeir verða að leysa þetta áður en af aðild verður.“ Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að aldrei hafi leikið neinn vafi á því, af okkar hálfu, að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um það hvort leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi í yfirlýsingu sinni á fimmtudag, þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland, gert kröfu til Íslendinga um að leysa Icesave-málið áður en af aðild geti orðið. Í yfirlýsingunni segir orðrétt að viðræðurnar beinist meðal annars að því að Ísland „taki á núverandi skuldbindingum, eins og þeim sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur bent á samkvæmt EES-samningnum.“ Þarna getur varla verið átt við annað – í það minnsta meðal annarra atriða sem tengjast eftirlitsstofnuninni ESA – en forúrskurð hennar frá 26. maí síðastliðnum, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Íslandi beri að greiða lágmarkstryggingu innstæðna á Icesave-reikningunum. Fréttavefurinn EUobserver.com, sem sérhæfir sig í fréttum af Evrópusambandinu, segist hafa heimildir fyrir því að Hollendingar hafi átt stóran þátt í að semja texta yfirlýsingarinnar, að því leyti er hún snertir Ísland. Bæði Bretar og Hollendingar hafi auk þess gert kröfu um að í yfirlýsingunni sé minnst á deilu þeirra við Ísland. „Við ætlum ekki að koma í veg fyrir viðræðurnar, en það eru gerðar strangar kröfur til Íslands,“ sagði Jan-Peter Balkanende, forsætisráðherra Hollands, við aðra leiðtoga Evrópusambandsins, að því er EUobserver hefur eftir ónefndum evrópskum stjórnarerindreka. Íslendingar hafa ekki viljað líta svo á að þessi tvö mál, aðildarviðræður við ESB og Icesave-deilan, séu tengd á neinn hátt. „Þessu hefur ekki verið blandað saman á nokkurn hátt af okkar hálfu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið. Hann segir samskipti um Ice-save-deiluna hafa haldið áfram þrátt fyrir biðstöðu um hríð, og þær viðræður verði að hafa sinn gang alveg óháð Evrópusambandinu. Fyrrgreindur stjórnarerindreki, sem EUobserver vitnar til, segir hins vegar ljóst að gangur viðræðnanna muni ráðast af því að hve miklu leyti Íslendingar standa við „alþjóðlegar skuldbindingar sínar“ eins og hann orðar það. „Þeir verða að leysa þetta áður en af aðild verður.“ Í Fréttablaðinu í gær er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að aldrei hafi leikið neinn vafi á því, af okkar hálfu, að Íslendingar ætli að standa við skuldbindingar sínar. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira