Landið tekur að rísa! - Grein 6 27. ágúst 2010 06:00 Í greinaflokki þessum undir heitinu „Landið tekur að rísa" hefur verið fjallað um aðdraganda og orsakir hrunsins sem hér varð, aðgerðir ríkisstjórnarinnar því tengdu, árangur aðgerðanna, hin ærnu verkefni framundan og stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Ég tel mig hafa fært fyrir því traust og tölfræðilega studd rök að það gríðarmikla verkefni sem núverandi ríkisstjórn fékk í fangið er á góðri leið með að takast. Við erum á réttri leið þó heilmiklar brekkur séu eftir. Og þá að framtíðinni og þeirri staðreynd að tækifærin sem landið hefur til að endurreisa sig og skila okkur á ný lífskjörum eins og best þekkjast í heiminum eru óteljandi. Ríkidæmi auðlindannaÞó mikill styr hafi iðulega staðið um nýtingu og eignarhald á auðlindum landsins breytir það ekki þeirri staðreynd að fá dæmi þekkjast í veröldinni um 320 þúsund manna þjóð sem fengið hefur til búsetu og varðveislu land jafn ríkulega búið auðlindum. Íslensk efnahagslögsaga er gríðarstór með gjöfulustu fiskimiðum Atlantshafsins og landið er stórbrotið hlaðið náttúruperlum með mikla framtíðarmöguleika til búskapar og ferðamennsku. Við eigum ríkulegan orkuforða í vatnsafli og jarðhita sem býður upp á einstæða möguleika til þróunar sjálfbærs orkubúskapar. Hér er gnótt ferskvatns og lega landsins skapar fjölmörg tækifæri þegar sjónir beinast í auknum mæli að norðurslóðum. Við erum lýðfræðilega ung og vel menntuð þjóð í nýuppbyggðu þróuðu samfélagi sem býr að sterkum innviðum. Allt eru þetta auðlindir sem ásamt öðru gera það að verkum að engin ástæða er til að kvíða framtíðinni á Íslandi. SjávarútvegurEftir hrun hefur sjávarútvegurinn tryggilega sannað stöðu sína sem mikilvægasta undirstöðugrein þjóðarbúsins. Á árum útrásarvíkinga þótti fremur lítið til sjávarútvegsins koma en nú er öldin önnur. Tölur um aflaverðmæti fyrir árið 2009 liggja fyrir og endaði það í rúmum 115 milljörðum króna, þrátt fyrir ýmis áföll eins og sýkingu í síld og hálfgerðan loðnubrest. Veiði og vinnsla á makríl hefur orðið mikil búbót en aflaverðmæti makrílsins var vel á fimmta milljarð árið 2009. Hjálpaði það til við að mæta áföllum í öðrum stofnum. Í ár hafa um 53% makrílaflans farið til manneldisvinnslu í stað 20% í fyrra og heildarverðmæti stefnir vel á annan tug milljarða. LandbúnaðurÍslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða einstaka gæðavöru. Á árinu 2009 varð veruleg aukning á útflutningi landbúnaðarafurða en flutt var út fyrir vel á áttunda milljarð. Vaxandi eftirspurn og hagstæð gengisskráning skýra þennan vöxt. Landbúnaðurinn er útflutningsgrein í mikilli sókn sem skilar miklum hreinum gjaldeyristekjum. Vatnsútflutningur hefur einnig verið að sækja í sig veðrið og margir telja að vatnið verði brátt okkar mikilvægasta auðlind, okkar olía. OrkanÍ vatnsafli og jarðhita og öðrum hreinum náttúrulegum orkugjöfum eins og vindi og sjávarföllum eiga Íslendingar varanlegar auðlindir. Svo fremi sem við semjum ekki af okkur geta þær á komandi áratugum skilað okkur milljarðatuga auknum ávinningi. Ekki með því að virkja allt sem eftir er til einhæfrar orkufrekrar stóriðju. Þvert á móti með því að sækja aukinn arð gegnum endurnýjun samninga til framleiðslu sem er til staðar. Með því að beina sjónum að minni og meðalstórum kaupendum sem að jafnaði greiða hærra verð en fæst í risaheildsölusamningunum. Sjálfbær þróun okkar eigin orkubúskapar á þó að vera í öndvegi og gagnvart öllum nýtingarhugmyndum verður að setja þann fortakslausa fyrirvara að umhverfisáhrif séu í lágmarki, nýting ekki ágeng og ekki sé hróflað við þeim vatnasviðum og háhitasvæðum sem rétt er að vernda. Tryggja þarf að orkuauðlindir verði í samfélagslegri eigu og að rentan af þeim renni til þjóðarinnar sjálfrar. Orkufyrirtækin þurfa að einbeita sér að því að gera styttri orkusölusamninga og við fleiri og fjölbreyttari aðila. Orkuverð í heiminum er á sífelldri uppleið og fátt bendir til annars en sú þróun haldi áfram. Gagnaver, ylrækt, kísilflöguvinnsla, koltrefjavinnsla og álþynnuframleiðsla eru allt dæmi um starfsemi sem krefst hóflegrar orku og skilar mörgum störfum LífeyrissjóðirÍslendingar eiga eitt best uppbyggða og öflugasta lífeyrissjóðakerfi í heiminum. Eignir lífeyrissjóðanna á hvert mannsbarn eru taldar fullkomið ígildi þess sem Norðmenn eiga í sínum olíusjóði. Í árslok 2009 var hrein eign lífeyrissjóðanna 119% af VLF. Ísland, Holland og Sviss skara fram úr í þessum efnum með hreina eign lífeyrissjóða uppá um 120-130% af VLF. Til samanburðar eiga Grikkir 0%. Miklir erfiðleikar bíða margra annarra þjóða sem ekki eiga uppbyggðan lífeyrissparnað og þurfa auk þess að takast á við breyttra aldurssamsetningu. Ferðaþjónusta og flugreksturFerðaþjónustan er sú atvinnugrein sem vaxið hefur mest undanfarna áratugi, skilar þjóðarbúinu gífurlega miklum hreinum gjaldeyristekjum (svipuðum brúttótekjum og stóriðjan en mun meiri nettótekjum) og dreifir afrakstri sínum mjög víða um samfélagið. Gosið í Eyjafjallajökli minnti okkur á mikilvægi ferðaþjónustunnar. Með vel heppnuðu sameiginlegu markaðsátaki tókst að snúa tímabundinni vörn í sókn á nýjan leik og margir telja möguleika Íslands nú meiri en nokkru sinni á sviði ferðaþjónustu. Flugrekstur hefur lengi verið hlutfallslega stór í íslensku hagkerfi. Ánægjulegt er að sjá að öll íslensku flugfélögin eru nú að auka umsvif sín. Verði allt áfallalaust segir undirrituðum svo hugur að árið 2011 verði metár í íslenskum flugrekstri og ferðaþjónustu. Skýr menntastefna til framtíðarÁ Íslandi er öflugt menntakerfi í anda félagshyggju. Hátt menntunarstig þjóðarinnar og aðgangur allra að góðri grunnmenntun leggja sterkan grunn að uppbyggingu og endurmótun samfélagsins. Við stöndum framarlega á heimsvísu í rannsóknum og kennslu á sviði, jarðfræði og jarðhita, sjávarútvegs og fleiri greina. Hugbúnaðargeirinn íslenski hefur vakið athygli víða um heim og íslenskt hugvit sækir fram. Tækni- og þekkingargreinar eru í sókn. Ríkisstjórnin hefur einsett sér að standa þétt að baki menntakerfinu og ný og skýr menntastefna hefur verið mörkuð þar sem lögð er meiri áhersla á gagnrýna hugsun, lýðræði, jafnrétti, sjálfbærni og skapandi starf en áður hefur verið gert. Hér verður látið staðar numið þó nægir séu möguleikarnir og tækifærin til að reifa. Ekki er tilviljun að endað er á menntamálum, þar leggjum við grunninn. Land tækifæranna með bjarta framtíðEn hvernig samfélag viljum við svo í raun og veru byggja upp úr rústum efnahagsáfallsins fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir? Hvaða gildi viljum við leggja til grundvallar þegar við endurmótum samfélagsgerðina, hvernig á sjálfsmynd okkar að vera? Eitt er skýrt. Ekkert okkar vill sjá hliðstæða atburði og þá sem gerðust hér haustið 2008 endurtaka sig. Ef einhverjir sakna tíðarandans frá 2007 er undirritaður í öllu falli ekki þeirra á meðal. Skiljum græðgisvæðinguna, óhófið og hrokafullar hugmyndir um okkur sjálf og ímyndaða yfirburði okkar eftir á öskuhaugum sögunnar. Það er manneskjulegt, heiðarlegt og hófsamlegt velferðarsamfélag sem við viljum, opið og lýðræðislegt, byggt á valddreifingu og góðri sátt við náttúruna og aðra menn. Þangað viljum við stefna og Landið er að rísa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Tengdar fréttir Landið tekur að rísa! - Grein 5 Íslendingar eru sjálfstæð og fullvalda þjóð með eigin örlög í sínum höndum. Þannig viljum við hafa það og það er stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. 26. ágúst 2010 06:45 Landið tekur að rísa! - Grein 4 Í fyrri greinum hefur verið farið yfir orsakir og afleiðingar bankahrunsins, þann árangur sem þegar hefur náðst í glímunni við kreppuna og staða þjóðarbúsins verið greind. Um leið og því ber að fagna sem áunnist hefur er engin ástæða til að draga dul á að mikil og erfið verkefni bíða úrlausnar. Nú verður farið yfir nokkur þau helstu hér innanlands. Þau sem bíða okkar í samskiptum við erlenda aðila verða reifuð síðar. 25. ágúst 2010 06:00 Landið tekur að rísa! - Grein 3 Almenningur þekkir vel af eigin raun hversu mikið högg íslenska hagkerfið hlaut við fall bankanna síðla árs 2008. Stærð þeirra og umsvif ollu því að vandi Íslands varð mun meiri en önnur ríki hafa staðið frammi fyrir af sambærilegum ástæðum. Um orsakir þessa hef ég þegar fjallað í fyrri greinum, en sný mér nú að jákvæðum teiknum sem eru á lofti í íslensku efnahagslífi. 23. ágúst 2010 06:00 Landið tekur að rísa! - Grein 1 Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lokast inni við hið hversdagslega amstur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn. 19. ágúst 2010 06:00 Landið tekur að rísa! - Grein 2 Aðgerðir ríkisstjórna og árangur, febrúar 2009 - ágúst 2010, grein 2. 21. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í greinaflokki þessum undir heitinu „Landið tekur að rísa" hefur verið fjallað um aðdraganda og orsakir hrunsins sem hér varð, aðgerðir ríkisstjórnarinnar því tengdu, árangur aðgerðanna, hin ærnu verkefni framundan og stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Ég tel mig hafa fært fyrir því traust og tölfræðilega studd rök að það gríðarmikla verkefni sem núverandi ríkisstjórn fékk í fangið er á góðri leið með að takast. Við erum á réttri leið þó heilmiklar brekkur séu eftir. Og þá að framtíðinni og þeirri staðreynd að tækifærin sem landið hefur til að endurreisa sig og skila okkur á ný lífskjörum eins og best þekkjast í heiminum eru óteljandi. Ríkidæmi auðlindannaÞó mikill styr hafi iðulega staðið um nýtingu og eignarhald á auðlindum landsins breytir það ekki þeirri staðreynd að fá dæmi þekkjast í veröldinni um 320 þúsund manna þjóð sem fengið hefur til búsetu og varðveislu land jafn ríkulega búið auðlindum. Íslensk efnahagslögsaga er gríðarstór með gjöfulustu fiskimiðum Atlantshafsins og landið er stórbrotið hlaðið náttúruperlum með mikla framtíðarmöguleika til búskapar og ferðamennsku. Við eigum ríkulegan orkuforða í vatnsafli og jarðhita sem býður upp á einstæða möguleika til þróunar sjálfbærs orkubúskapar. Hér er gnótt ferskvatns og lega landsins skapar fjölmörg tækifæri þegar sjónir beinast í auknum mæli að norðurslóðum. Við erum lýðfræðilega ung og vel menntuð þjóð í nýuppbyggðu þróuðu samfélagi sem býr að sterkum innviðum. Allt eru þetta auðlindir sem ásamt öðru gera það að verkum að engin ástæða er til að kvíða framtíðinni á Íslandi. SjávarútvegurEftir hrun hefur sjávarútvegurinn tryggilega sannað stöðu sína sem mikilvægasta undirstöðugrein þjóðarbúsins. Á árum útrásarvíkinga þótti fremur lítið til sjávarútvegsins koma en nú er öldin önnur. Tölur um aflaverðmæti fyrir árið 2009 liggja fyrir og endaði það í rúmum 115 milljörðum króna, þrátt fyrir ýmis áföll eins og sýkingu í síld og hálfgerðan loðnubrest. Veiði og vinnsla á makríl hefur orðið mikil búbót en aflaverðmæti makrílsins var vel á fimmta milljarð árið 2009. Hjálpaði það til við að mæta áföllum í öðrum stofnum. Í ár hafa um 53% makrílaflans farið til manneldisvinnslu í stað 20% í fyrra og heildarverðmæti stefnir vel á annan tug milljarða. LandbúnaðurÍslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða einstaka gæðavöru. Á árinu 2009 varð veruleg aukning á útflutningi landbúnaðarafurða en flutt var út fyrir vel á áttunda milljarð. Vaxandi eftirspurn og hagstæð gengisskráning skýra þennan vöxt. Landbúnaðurinn er útflutningsgrein í mikilli sókn sem skilar miklum hreinum gjaldeyristekjum. Vatnsútflutningur hefur einnig verið að sækja í sig veðrið og margir telja að vatnið verði brátt okkar mikilvægasta auðlind, okkar olía. OrkanÍ vatnsafli og jarðhita og öðrum hreinum náttúrulegum orkugjöfum eins og vindi og sjávarföllum eiga Íslendingar varanlegar auðlindir. Svo fremi sem við semjum ekki af okkur geta þær á komandi áratugum skilað okkur milljarðatuga auknum ávinningi. Ekki með því að virkja allt sem eftir er til einhæfrar orkufrekrar stóriðju. Þvert á móti með því að sækja aukinn arð gegnum endurnýjun samninga til framleiðslu sem er til staðar. Með því að beina sjónum að minni og meðalstórum kaupendum sem að jafnaði greiða hærra verð en fæst í risaheildsölusamningunum. Sjálfbær þróun okkar eigin orkubúskapar á þó að vera í öndvegi og gagnvart öllum nýtingarhugmyndum verður að setja þann fortakslausa fyrirvara að umhverfisáhrif séu í lágmarki, nýting ekki ágeng og ekki sé hróflað við þeim vatnasviðum og háhitasvæðum sem rétt er að vernda. Tryggja þarf að orkuauðlindir verði í samfélagslegri eigu og að rentan af þeim renni til þjóðarinnar sjálfrar. Orkufyrirtækin þurfa að einbeita sér að því að gera styttri orkusölusamninga og við fleiri og fjölbreyttari aðila. Orkuverð í heiminum er á sífelldri uppleið og fátt bendir til annars en sú þróun haldi áfram. Gagnaver, ylrækt, kísilflöguvinnsla, koltrefjavinnsla og álþynnuframleiðsla eru allt dæmi um starfsemi sem krefst hóflegrar orku og skilar mörgum störfum LífeyrissjóðirÍslendingar eiga eitt best uppbyggða og öflugasta lífeyrissjóðakerfi í heiminum. Eignir lífeyrissjóðanna á hvert mannsbarn eru taldar fullkomið ígildi þess sem Norðmenn eiga í sínum olíusjóði. Í árslok 2009 var hrein eign lífeyrissjóðanna 119% af VLF. Ísland, Holland og Sviss skara fram úr í þessum efnum með hreina eign lífeyrissjóða uppá um 120-130% af VLF. Til samanburðar eiga Grikkir 0%. Miklir erfiðleikar bíða margra annarra þjóða sem ekki eiga uppbyggðan lífeyrissparnað og þurfa auk þess að takast á við breyttra aldurssamsetningu. Ferðaþjónusta og flugreksturFerðaþjónustan er sú atvinnugrein sem vaxið hefur mest undanfarna áratugi, skilar þjóðarbúinu gífurlega miklum hreinum gjaldeyristekjum (svipuðum brúttótekjum og stóriðjan en mun meiri nettótekjum) og dreifir afrakstri sínum mjög víða um samfélagið. Gosið í Eyjafjallajökli minnti okkur á mikilvægi ferðaþjónustunnar. Með vel heppnuðu sameiginlegu markaðsátaki tókst að snúa tímabundinni vörn í sókn á nýjan leik og margir telja möguleika Íslands nú meiri en nokkru sinni á sviði ferðaþjónustu. Flugrekstur hefur lengi verið hlutfallslega stór í íslensku hagkerfi. Ánægjulegt er að sjá að öll íslensku flugfélögin eru nú að auka umsvif sín. Verði allt áfallalaust segir undirrituðum svo hugur að árið 2011 verði metár í íslenskum flugrekstri og ferðaþjónustu. Skýr menntastefna til framtíðarÁ Íslandi er öflugt menntakerfi í anda félagshyggju. Hátt menntunarstig þjóðarinnar og aðgangur allra að góðri grunnmenntun leggja sterkan grunn að uppbyggingu og endurmótun samfélagsins. Við stöndum framarlega á heimsvísu í rannsóknum og kennslu á sviði, jarðfræði og jarðhita, sjávarútvegs og fleiri greina. Hugbúnaðargeirinn íslenski hefur vakið athygli víða um heim og íslenskt hugvit sækir fram. Tækni- og þekkingargreinar eru í sókn. Ríkisstjórnin hefur einsett sér að standa þétt að baki menntakerfinu og ný og skýr menntastefna hefur verið mörkuð þar sem lögð er meiri áhersla á gagnrýna hugsun, lýðræði, jafnrétti, sjálfbærni og skapandi starf en áður hefur verið gert. Hér verður látið staðar numið þó nægir séu möguleikarnir og tækifærin til að reifa. Ekki er tilviljun að endað er á menntamálum, þar leggjum við grunninn. Land tækifæranna með bjarta framtíðEn hvernig samfélag viljum við svo í raun og veru byggja upp úr rústum efnahagsáfallsins fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir? Hvaða gildi viljum við leggja til grundvallar þegar við endurmótum samfélagsgerðina, hvernig á sjálfsmynd okkar að vera? Eitt er skýrt. Ekkert okkar vill sjá hliðstæða atburði og þá sem gerðust hér haustið 2008 endurtaka sig. Ef einhverjir sakna tíðarandans frá 2007 er undirritaður í öllu falli ekki þeirra á meðal. Skiljum græðgisvæðinguna, óhófið og hrokafullar hugmyndir um okkur sjálf og ímyndaða yfirburði okkar eftir á öskuhaugum sögunnar. Það er manneskjulegt, heiðarlegt og hófsamlegt velferðarsamfélag sem við viljum, opið og lýðræðislegt, byggt á valddreifingu og góðri sátt við náttúruna og aðra menn. Þangað viljum við stefna og Landið er að rísa.
Landið tekur að rísa! - Grein 5 Íslendingar eru sjálfstæð og fullvalda þjóð með eigin örlög í sínum höndum. Þannig viljum við hafa það og það er stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. 26. ágúst 2010 06:45
Landið tekur að rísa! - Grein 4 Í fyrri greinum hefur verið farið yfir orsakir og afleiðingar bankahrunsins, þann árangur sem þegar hefur náðst í glímunni við kreppuna og staða þjóðarbúsins verið greind. Um leið og því ber að fagna sem áunnist hefur er engin ástæða til að draga dul á að mikil og erfið verkefni bíða úrlausnar. Nú verður farið yfir nokkur þau helstu hér innanlands. Þau sem bíða okkar í samskiptum við erlenda aðila verða reifuð síðar. 25. ágúst 2010 06:00
Landið tekur að rísa! - Grein 3 Almenningur þekkir vel af eigin raun hversu mikið högg íslenska hagkerfið hlaut við fall bankanna síðla árs 2008. Stærð þeirra og umsvif ollu því að vandi Íslands varð mun meiri en önnur ríki hafa staðið frammi fyrir af sambærilegum ástæðum. Um orsakir þessa hef ég þegar fjallað í fyrri greinum, en sný mér nú að jákvæðum teiknum sem eru á lofti í íslensku efnahagslífi. 23. ágúst 2010 06:00
Landið tekur að rísa! - Grein 1 Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lokast inni við hið hversdagslega amstur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn. 19. ágúst 2010 06:00
Landið tekur að rísa! - Grein 2 Aðgerðir ríkisstjórna og árangur, febrúar 2009 - ágúst 2010, grein 2. 21. ágúst 2010 06:00
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar