Beint lýðræði ný stjórnarskrá Tryggvi Gíslason skrifar 8. júní 2010 06:00 Skammt er öfga milli. Eftir alræði íslenskra stjórnmálaflokka heila öld - eða frá upphafi þingræðis, er farið að tala um beint lýðræði þar sem öll meginmál skal ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt er talað um að fjórflokkurinn sé dauður og flokkakerfið hafi runnið sitt skeið á enda. Þetta er enn eitt dæmið um öfgar í íslenskri umræðu þar sem heimurinn er annaðhvort svartur eða hvítur. Beint lýðræði krefst þess að kjósendur setji sig inn í öll mál, þekki allt, skilji allt og viti allt. Slíkt er óhugsandi af þekkingarfræðilegum ástæðum. Enginn getur þekkt allt, skilið allt og vitað allt, heldur verðum við kjósendur að treysta kjörnum fulltrúum til þess að ráða fram úr málum samfélagsins og sveitarfélaga. Í slíku felst eðlileg verkaskipting í þjóðfélagi sérfræðinnar - þjóðfélagi þekkingarinnar. Auk þess er beint lýðræði þunglamalegt og kostnaðar-samt. Í þriðja lagi - og það sem skiptir mestu máli: í beinu lýðræði ber enginn ábyrgð, en ábyrgð er það sem skiptir máli. Eftir sviksemi viðskiptalífsins, dugleysi fjölmiðla og blindingsleik leiðtoga stjórnmálaflokka skiptir mestu máli, að fólk - ungt og gamalt, konur og karlar verði krafið um að bera ábyrgð á gerðum sínum og sé gert kleift og að bera ábyrgð á sér sjálft: í skólum, á heimilum og vinnustöðum, í umferðinni, í samskiptum við annað fólk - og í stjórnmálum. Til þess að auka ábyrgð almennings þurfum við ekki síst ábyrga stjórnmálaflokka og virkt fulltrúalýðræði, opna umræðu og algera upplýsingaskyldu. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að ráða því sjálfir, hverja þeir bjóða fram og ekki nota prófkjör - sem er blekking, upphaflega fundin upp til þess að slá ryki í augun á fólki og láta það halda að það ráði sjálft, en endaði með spillingu og því að hlaupandi strákar úr íþróttafélögum eða allt öðrum stjórnmálaflokkum réð framboðslistum. Stjórnmálaflokkar eiga að kynna stefnumál sín og viðhorf á einfaldan, skýran og skiljanlegan hátt og fjölmiðlar eiga að veita flokkum og frambjóðendum aðhald á grundvelli þekkingar á lögmálum samfélagsins - það þarf sem sagt menntaða blaðamenn og hlutlæga fjölmiðla. Hins vegar á nú að nota beint lýðræði til að setja landinu ný grundvallarlög - nýja stjórnarskrá, þar sem kjörið er til stjórnlagaþings beinni persónukosningu með landið allt sem eitt kjördæmi þar sem virðing fyrir manninum er fyrsta boðorðið eins og er í stjórnarskrá Þýskalands þar sem segir: Die Würde des Menschen ist uantastbar - „virðing mannsins er ósnertanleg". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Skammt er öfga milli. Eftir alræði íslenskra stjórnmálaflokka heila öld - eða frá upphafi þingræðis, er farið að tala um beint lýðræði þar sem öll meginmál skal ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt er talað um að fjórflokkurinn sé dauður og flokkakerfið hafi runnið sitt skeið á enda. Þetta er enn eitt dæmið um öfgar í íslenskri umræðu þar sem heimurinn er annaðhvort svartur eða hvítur. Beint lýðræði krefst þess að kjósendur setji sig inn í öll mál, þekki allt, skilji allt og viti allt. Slíkt er óhugsandi af þekkingarfræðilegum ástæðum. Enginn getur þekkt allt, skilið allt og vitað allt, heldur verðum við kjósendur að treysta kjörnum fulltrúum til þess að ráða fram úr málum samfélagsins og sveitarfélaga. Í slíku felst eðlileg verkaskipting í þjóðfélagi sérfræðinnar - þjóðfélagi þekkingarinnar. Auk þess er beint lýðræði þunglamalegt og kostnaðar-samt. Í þriðja lagi - og það sem skiptir mestu máli: í beinu lýðræði ber enginn ábyrgð, en ábyrgð er það sem skiptir máli. Eftir sviksemi viðskiptalífsins, dugleysi fjölmiðla og blindingsleik leiðtoga stjórnmálaflokka skiptir mestu máli, að fólk - ungt og gamalt, konur og karlar verði krafið um að bera ábyrgð á gerðum sínum og sé gert kleift og að bera ábyrgð á sér sjálft: í skólum, á heimilum og vinnustöðum, í umferðinni, í samskiptum við annað fólk - og í stjórnmálum. Til þess að auka ábyrgð almennings þurfum við ekki síst ábyrga stjórnmálaflokka og virkt fulltrúalýðræði, opna umræðu og algera upplýsingaskyldu. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að ráða því sjálfir, hverja þeir bjóða fram og ekki nota prófkjör - sem er blekking, upphaflega fundin upp til þess að slá ryki í augun á fólki og láta það halda að það ráði sjálft, en endaði með spillingu og því að hlaupandi strákar úr íþróttafélögum eða allt öðrum stjórnmálaflokkum réð framboðslistum. Stjórnmálaflokkar eiga að kynna stefnumál sín og viðhorf á einfaldan, skýran og skiljanlegan hátt og fjölmiðlar eiga að veita flokkum og frambjóðendum aðhald á grundvelli þekkingar á lögmálum samfélagsins - það þarf sem sagt menntaða blaðamenn og hlutlæga fjölmiðla. Hins vegar á nú að nota beint lýðræði til að setja landinu ný grundvallarlög - nýja stjórnarskrá, þar sem kjörið er til stjórnlagaþings beinni persónukosningu með landið allt sem eitt kjördæmi þar sem virðing fyrir manninum er fyrsta boðorðið eins og er í stjórnarskrá Þýskalands þar sem segir: Die Würde des Menschen ist uantastbar - „virðing mannsins er ósnertanleg".
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar