McLaren til varnar mistökum í mótum 26. maí 2010 15:15 Jenson Button á röltinu eftir að bíll hans bilaði í Móankó og hann varð að hætta keppni. mynd: Getty Images McLaren liðið hefur glutrað niður stigaforystunni sem Jenson Button var kominn með í stigakeppni ökumanna og liðið í keppni bílasmiða, eftir mótið í Mónakó á dögunum. McLaren keppir í Istanbúl í Tyrklandi um helgina. McLaren tapaði stigum þegar felga sprakk í mótinu í Barcelona og svo bilaði vélin í bíl Buttons, vegna þess að það gleymdist að fjarlægja hlut sem hefti kælingu vélarinnar fyrir mótið í Mónakó. ,,Við vorum hátt uppi eftir mótið í Kína, en svo höfum við tapað stigum í síðustu tveimur mótum. Slagurinn er harður og lítill munur á milli ökumanna og liða í stigamótunum og allt opið", sagði Jonathan Neal hjá McLaren á símafundi Vodafone, sem greint er frá á autosport.com. ,,Red Bull er ofan á núna, en ég er sannfærður um að svo verður ekki um mitt tímabilið. Þegar það er svona lítill munur á milli, þá má ekkert mistakast. Við verðum að koma í veg fyrir mistök. Red Bull getur sagt það sama, liðið hefur tapað stigum." ,,Á sumum brautum er Red Bull 0.8 sekúndum fljótari í hring, en í fyrra brúuðum við 2.5 sekúnda bil á milli okkar og þeirra fljótustu frá upphafi mótsins þar til í Ungverjalandi, þannig að það er vel hægt að minnka muninn. " ,,Við höfum ekki látið Button né Lewis (Hamilton) fá bíla sem býður upp á fremstu rásröðina og þeir hafa því verk að vinna. Það er liðsins að endurbæta bílinn. Það er engin sérstakur munur á akstursstíl Buttons eða Hamiltons sem veldur vandræðum. Þeir bremsa á sitthvoran hátt, en það þarf ekki að þróa ólíkar útgáfur bíla." ,,Við erum því ekki að skoða mismunandi fjöðrunarbúnað, en einbeitum okkur að því að finna meira niðurtog og að ná meira út úr dekkjunum. Það er eina leiðin til að minnka bilið í Red Bull", sagði Neal. Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
McLaren liðið hefur glutrað niður stigaforystunni sem Jenson Button var kominn með í stigakeppni ökumanna og liðið í keppni bílasmiða, eftir mótið í Mónakó á dögunum. McLaren keppir í Istanbúl í Tyrklandi um helgina. McLaren tapaði stigum þegar felga sprakk í mótinu í Barcelona og svo bilaði vélin í bíl Buttons, vegna þess að það gleymdist að fjarlægja hlut sem hefti kælingu vélarinnar fyrir mótið í Mónakó. ,,Við vorum hátt uppi eftir mótið í Kína, en svo höfum við tapað stigum í síðustu tveimur mótum. Slagurinn er harður og lítill munur á milli ökumanna og liða í stigamótunum og allt opið", sagði Jonathan Neal hjá McLaren á símafundi Vodafone, sem greint er frá á autosport.com. ,,Red Bull er ofan á núna, en ég er sannfærður um að svo verður ekki um mitt tímabilið. Þegar það er svona lítill munur á milli, þá má ekkert mistakast. Við verðum að koma í veg fyrir mistök. Red Bull getur sagt það sama, liðið hefur tapað stigum." ,,Á sumum brautum er Red Bull 0.8 sekúndum fljótari í hring, en í fyrra brúuðum við 2.5 sekúnda bil á milli okkar og þeirra fljótustu frá upphafi mótsins þar til í Ungverjalandi, þannig að það er vel hægt að minnka muninn. " ,,Við höfum ekki látið Button né Lewis (Hamilton) fá bíla sem býður upp á fremstu rásröðina og þeir hafa því verk að vinna. Það er liðsins að endurbæta bílinn. Það er engin sérstakur munur á akstursstíl Buttons eða Hamiltons sem veldur vandræðum. Þeir bremsa á sitthvoran hátt, en það þarf ekki að þróa ólíkar útgáfur bíla." ,,Við erum því ekki að skoða mismunandi fjöðrunarbúnað, en einbeitum okkur að því að finna meira niðurtog og að ná meira út úr dekkjunum. Það er eina leiðin til að minnka bilið í Red Bull", sagði Neal.
Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira