Massa ekki sáttur við frammistöðuna 11. maí 2010 09:30 Felipe Massa og Michael Schumacher ræða málin í Barcelona. Þeir störfuðu saman hjá Ferrari á sínum tíma. Getty Images Felipe Massa hjá Ferrari var ekki ánægður með eigin frammistöðu í Formúlu 1 mótinu í Barcelona um helgina. Fernando Alonso stóð sig betur og varð annar, en Massa sjötti og var aldrei með í toppslagnum. "Vitanlega er ég ekki ánægður af því ég var 110% ánægður með bílinn í vetur og hvernig ég var að keyra og svo var ég 120% ánægður í fyrsta mótinu og við stóðum okkur vel í tímatökum og keppninni. En eftir að við fengu harðari dekk í næstu fjórum mótum, þá hef ég verið í vandræðum", sagði Massa í frétt á autosport.com. "Ég hef ekki getað notað dekkin þegar þau eru ný og þarf að finna út úr þessu og skilja. Ég er ekki á þeim hraða sem ég þarf að vera og verð að leysa vandamálið," sagði Massa. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að liðið verði að gæta þess að Massa líði vel undir stýri. "Ég held að það hafi ekki verið upp á teningnum um helgina, því Massa fór að kvarta undan gripleysi frá fyrsta degi. Það hefur ekki gerst áður og Fernando var líka á sömu nótunum." "Við verðum að skoða hvað hægt er að gera varðandi bíl Massa. Kannski þarf að skoða uppsetningu bílsins og niðurtog, því hann er öflugur þegar bíllinn er í lagi", sagði Domenicali um málið í viðtali við BBC. Ferrari, Massa og Alonso keppa í Mónakó um næstu helgi, þannig að stutt er á milli móta að þessu sinni. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari var ekki ánægður með eigin frammistöðu í Formúlu 1 mótinu í Barcelona um helgina. Fernando Alonso stóð sig betur og varð annar, en Massa sjötti og var aldrei með í toppslagnum. "Vitanlega er ég ekki ánægður af því ég var 110% ánægður með bílinn í vetur og hvernig ég var að keyra og svo var ég 120% ánægður í fyrsta mótinu og við stóðum okkur vel í tímatökum og keppninni. En eftir að við fengu harðari dekk í næstu fjórum mótum, þá hef ég verið í vandræðum", sagði Massa í frétt á autosport.com. "Ég hef ekki getað notað dekkin þegar þau eru ný og þarf að finna út úr þessu og skilja. Ég er ekki á þeim hraða sem ég þarf að vera og verð að leysa vandamálið," sagði Massa. Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að liðið verði að gæta þess að Massa líði vel undir stýri. "Ég held að það hafi ekki verið upp á teningnum um helgina, því Massa fór að kvarta undan gripleysi frá fyrsta degi. Það hefur ekki gerst áður og Fernando var líka á sömu nótunum." "Við verðum að skoða hvað hægt er að gera varðandi bíl Massa. Kannski þarf að skoða uppsetningu bílsins og niðurtog, því hann er öflugur þegar bíllinn er í lagi", sagði Domenicali um málið í viðtali við BBC. Ferrari, Massa og Alonso keppa í Mónakó um næstu helgi, þannig að stutt er á milli móta að þessu sinni.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira