Máttur Indlands eflist í Formúlu 1 13. apríl 2010 13:55 Adrian Sutil og Lewis Hamilton börðust af kappi í síðustu keppni og það sýnir styrk Force India. Force India liðið, eða Máttur Indlands í beinni þýðingu er keppnislið í Formúlu 1 sem er eigu miljarðamæringsins Vijay Mallay, sem ætlar sér stóra hluti í íþróttinni og vinnur náið með Mercedes, sem sér liðinu fyrir vélum. Ökumenn Force India eru Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi, en Sutil barðist af kappi við Lewis Hamilton í síðustu keppni og hafði betur. Reyndar ræsti Hamilton mun afttar af stað í keppninni, en barátta þeirra var engu að síður snörp og Sutil tryggði sér fimmta sætið á Sepang brautinni í Malasíu. "í upphafi tímabilsins sagði ég að ég vildi stig reglulega og eftir þrjú mót, þá höfum við fengið stig í þeim öllum. Það er mjög ánægjulegt að upplifa hve langt við höfum náð á einu ári. Á sama tíma í fyrra voru við stigalausir. Við höfum náð að halda fókust á markmiðum okkar, það hefur gert gæfumuninn", sagði Mallay um gang mála hjá Force India í fréttaskeyti. "Við höfum sett undir okkur hausinn og sinnt okkar málum, ekki hvað aðrir eru að gera. Það er Mark Smith og hans samstarfsmönnum að þakka hvað við höfum nælt í mörg stig í mótum. Það er þéttur hópur í Brackley og við Silverstone og það skilar sér á brautinni." Force India hefur verið á eftir toppliðunum, en vilja berjast við Renault um fimmta sætið í stigamótinu, sé þess kostur. "Það er lítill munur á milli liða, eins og við sáum í Malasíu og Ástralíu. En það sem er mest um vert er að við erum að berjast. Renault menn virðast sterkir, en það er mikið eftir af mótinu. Vonandi getum við skákað þeim í rólegheitum", sagði Mallay. Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Force India liðið, eða Máttur Indlands í beinni þýðingu er keppnislið í Formúlu 1 sem er eigu miljarðamæringsins Vijay Mallay, sem ætlar sér stóra hluti í íþróttinni og vinnur náið með Mercedes, sem sér liðinu fyrir vélum. Ökumenn Force India eru Adrian Sutil og Viantonio Liuzzi, en Sutil barðist af kappi við Lewis Hamilton í síðustu keppni og hafði betur. Reyndar ræsti Hamilton mun afttar af stað í keppninni, en barátta þeirra var engu að síður snörp og Sutil tryggði sér fimmta sætið á Sepang brautinni í Malasíu. "í upphafi tímabilsins sagði ég að ég vildi stig reglulega og eftir þrjú mót, þá höfum við fengið stig í þeim öllum. Það er mjög ánægjulegt að upplifa hve langt við höfum náð á einu ári. Á sama tíma í fyrra voru við stigalausir. Við höfum náð að halda fókust á markmiðum okkar, það hefur gert gæfumuninn", sagði Mallay um gang mála hjá Force India í fréttaskeyti. "Við höfum sett undir okkur hausinn og sinnt okkar málum, ekki hvað aðrir eru að gera. Það er Mark Smith og hans samstarfsmönnum að þakka hvað við höfum nælt í mörg stig í mótum. Það er þéttur hópur í Brackley og við Silverstone og það skilar sér á brautinni." Force India hefur verið á eftir toppliðunum, en vilja berjast við Renault um fimmta sætið í stigamótinu, sé þess kostur. "Það er lítill munur á milli liða, eins og við sáum í Malasíu og Ástralíu. En það sem er mest um vert er að við erum að berjast. Renault menn virðast sterkir, en það er mikið eftir af mótinu. Vonandi getum við skákað þeim í rólegheitum", sagði Mallay.
Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira