Fylgir hugur máli hjá Samfylkingunni? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. desember 2010 05:00 Flokksráð Samfylkingarinnar, sem kom saman um síðustu helgi, fjallaði um skýrslu svokallaðrar umbótanefndar, sem sett var á laggirnar eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Nefndin beindi talsvert harðri gagnrýni að flokknum, stofnunum hans og starfsháttum. Flokksráðið samþykkti býsna afdráttarlausa afsökunarbeiðni: „Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í þessum efnum [á öllu klúðrinu í aðdraganda hrunsins]. Biður hún íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins." Það er ekki rétt, sem einhverjir hafa haldið fram, að Samfylkingin sé með þessu fyrst flokkanna til að biðjast afsökunar á sínum þætti í hruninu. Það sama gerði Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum í marz 2009, á grundvelli ekki ósvipaðrar skýrslu sem kennd var við endurreisn. Þar var nánast sama orðalag notað: „Sjálfstæðisflokkurinn axlar þessa ábyrgð og biðst afsökunar á því sem miður fór en hann átti að gera betur." Á þessari afsökunarbeiðni tók almenningur hæfilega mikið mark, líklega vegna þess að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins, var sár yfir gagnrýni á eigin störf í endurreisnarskýrslunni og formælti henni duglega á fundinum, undir dynjandi lófataki flestra landsfundarfulltrúa. Undanfarna mánuði hafa sjálfstæðismenn þó unnið hægt og hljótt að því að útfæra nánar ýmislegt af því sem kom fram í endurreisnarskýrslunni og skipuðu nýlega þrjár nefndir sem eiga að halda því starfi áfram. Sama ætlar Samfylkingin að gera; reyna að festa nýja starfshætti og siði í sessi innan flokksins. Það er virðingarvert. Þó hlýtur að læðast að fólki vafi um að hugur fylgi að öllu leyti máli hjá Samfylkingarfólki. Þannig var niðurstaða flokksráðsins að nú ætti ekki að taka einstaklinga fyrir vegna þess sem aflaga fór í bankahruninu: „Mikið hefur verið gert til að greina og rekja atburðarás áranna 2007 og 2008 og hlut einstaklinga sem að málum komu í aðdraganda hrunsins. Þegar til framtíðar er litið skiptir meira máli að skilja hvað brást í skipulagi stofnana, regluverki og lögum samfélagsins, en ekki síður starfsemi stjórnmálaflokka." Þetta er hárrétt, en þó ekki mjög sannfærandi frá flokknum sem réði úrslitum um að einstaklingurinn Geir H. Haarde er einn ákærður fyrir Landsdómi en forystumenn Samfylkingarinnar sleppa við slíka ákæru. Það er yfirborðsmennska og tvískinnungur af þessu tagi, sem stendur Samfylkingunni fyrir þrifum. Hvað sem því líður, hafa tveir stærstu stjórnmálaflokkar þjóðarinnar, sem sátu saman í ríkisstjórn þegar bankakerfið og gjaldmiðillinn hrundu, beðizt afsökunar á sínum þætti í aðdraganda hrunsins og vinna að því að breyta starfsháttum sínum í framhaldinu. Framsóknarflokkurinn, sem sat í ríkisstjórn í tólf ár og hvarf úr henni hálfu öðru ári fyrir hrun, hefur hins vegar kerfisbundið komið sér hjá því að horfast í augu við fortíðina og ábyrgð sína á þeim ákvörðunum, sem teknar voru í aðdraganda hrunsins - hvað þá þeirri ónýtu stjórnmálamenningu, sem rannsóknarnefnd Alþingis felldi yfir áfellisdóm. Núverandi flokksformaður baðst vissulega afsökunar á flokksráðsfundi fyrr á þessu ári, en hvenær ætla Framsóknarmenn að ráðast í sambærilega greiningu á eigin mistökum og þá, sem hinir flokkarnir hafa gert? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Flokksráð Samfylkingarinnar, sem kom saman um síðustu helgi, fjallaði um skýrslu svokallaðrar umbótanefndar, sem sett var á laggirnar eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Nefndin beindi talsvert harðri gagnrýni að flokknum, stofnunum hans og starfsháttum. Flokksráðið samþykkti býsna afdráttarlausa afsökunarbeiðni: „Samfylkingin viðurkennir ábyrgð sína í þessum efnum [á öllu klúðrinu í aðdraganda hrunsins]. Biður hún íslensku þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem hún ber ábyrgð á í aðdraganda hrunsins." Það er ekki rétt, sem einhverjir hafa haldið fram, að Samfylkingin sé með þessu fyrst flokkanna til að biðjast afsökunar á sínum þætti í hruninu. Það sama gerði Sjálfstæðisflokkurinn á landsfundi sínum í marz 2009, á grundvelli ekki ósvipaðrar skýrslu sem kennd var við endurreisn. Þar var nánast sama orðalag notað: „Sjálfstæðisflokkurinn axlar þessa ábyrgð og biðst afsökunar á því sem miður fór en hann átti að gera betur." Á þessari afsökunarbeiðni tók almenningur hæfilega mikið mark, líklega vegna þess að Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður flokksins, var sár yfir gagnrýni á eigin störf í endurreisnarskýrslunni og formælti henni duglega á fundinum, undir dynjandi lófataki flestra landsfundarfulltrúa. Undanfarna mánuði hafa sjálfstæðismenn þó unnið hægt og hljótt að því að útfæra nánar ýmislegt af því sem kom fram í endurreisnarskýrslunni og skipuðu nýlega þrjár nefndir sem eiga að halda því starfi áfram. Sama ætlar Samfylkingin að gera; reyna að festa nýja starfshætti og siði í sessi innan flokksins. Það er virðingarvert. Þó hlýtur að læðast að fólki vafi um að hugur fylgi að öllu leyti máli hjá Samfylkingarfólki. Þannig var niðurstaða flokksráðsins að nú ætti ekki að taka einstaklinga fyrir vegna þess sem aflaga fór í bankahruninu: „Mikið hefur verið gert til að greina og rekja atburðarás áranna 2007 og 2008 og hlut einstaklinga sem að málum komu í aðdraganda hrunsins. Þegar til framtíðar er litið skiptir meira máli að skilja hvað brást í skipulagi stofnana, regluverki og lögum samfélagsins, en ekki síður starfsemi stjórnmálaflokka." Þetta er hárrétt, en þó ekki mjög sannfærandi frá flokknum sem réði úrslitum um að einstaklingurinn Geir H. Haarde er einn ákærður fyrir Landsdómi en forystumenn Samfylkingarinnar sleppa við slíka ákæru. Það er yfirborðsmennska og tvískinnungur af þessu tagi, sem stendur Samfylkingunni fyrir þrifum. Hvað sem því líður, hafa tveir stærstu stjórnmálaflokkar þjóðarinnar, sem sátu saman í ríkisstjórn þegar bankakerfið og gjaldmiðillinn hrundu, beðizt afsökunar á sínum þætti í aðdraganda hrunsins og vinna að því að breyta starfsháttum sínum í framhaldinu. Framsóknarflokkurinn, sem sat í ríkisstjórn í tólf ár og hvarf úr henni hálfu öðru ári fyrir hrun, hefur hins vegar kerfisbundið komið sér hjá því að horfast í augu við fortíðina og ábyrgð sína á þeim ákvörðunum, sem teknar voru í aðdraganda hrunsins - hvað þá þeirri ónýtu stjórnmálamenningu, sem rannsóknarnefnd Alþingis felldi yfir áfellisdóm. Núverandi flokksformaður baðst vissulega afsökunar á flokksráðsfundi fyrr á þessu ári, en hvenær ætla Framsóknarmenn að ráðast í sambærilega greiningu á eigin mistökum og þá, sem hinir flokkarnir hafa gert?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun