Ferrari komið í alvöru titilslag á ný 12. september 2010 19:28 Ferrari liðið kampakátt á verðlaunapallinum á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari telur að lið sitt sé nú komið fyrir alvöru í baráttu um meistaratitlanna í Formúlu 1 eftir að liðið náði fyrsta og þriðja sæti á heimavelli liðsins á Monza brautinni á Ítalíu. Alonso hefur minnkað bilið á milli sín og forystumanns stigamótsins, sem var Lewis Hamilton en er nú Mark Webber úr 41 stigi í 21. "Auðvitað erum við hamingjusamir að hafa náð þessum árangri fyrir framan landa okkar", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. "Það var magnað að vera á verðlaunapallinum og finna stemmninguna, með mannhafið fyrir neðan og hafsjó af rauðum stuðningsmönnum, sem syngja þjóðsönginn." Domenicali segir að Ferrari hafi náð markmiði liðsins að minnka bilið í forystumennina. "Núna verður allt galopið til loka. Mótin hafa verið sérkennileg á þessu ári. Ef einhver gerir mistök eða lendir í ógöngum, þá stökkva keppinautarnir til og jafna leikinn. Það er mjög mikilvæg að sýna stöðugleika til loka og við sjáum hvað gerist í Abu Dhabi." Ferrari skákaði Jenson Button og McLaren eftir þjónustuhlé, en Domenicali telur að Ferrari hefði unnið, sama hvaða þjónustuáætlun hefði verið beitt, en Button tók hlé á undan Alonso. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren samsinnti því. "Við töpuðum af fyrsta sætinu í ræsingunni og reyndum því að skilja hvað væri best fyrir okkur að gera í kappakstrinum til að komast framúr á ný. Við vorum nærri því að kalla Alonso inn í sama hring og Jenson. Reynsla okkar frá mótinu í Kanada kenndi okkur lexíu og Alonso ók góðan hring fyrir hlé. Hléið var fullkomið og það gerði gæfumuninn. Við náðum fyrsta sæti í stað öðru." Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari telur að lið sitt sé nú komið fyrir alvöru í baráttu um meistaratitlanna í Formúlu 1 eftir að liðið náði fyrsta og þriðja sæti á heimavelli liðsins á Monza brautinni á Ítalíu. Alonso hefur minnkað bilið á milli sín og forystumanns stigamótsins, sem var Lewis Hamilton en er nú Mark Webber úr 41 stigi í 21. "Auðvitað erum við hamingjusamir að hafa náð þessum árangri fyrir framan landa okkar", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. "Það var magnað að vera á verðlaunapallinum og finna stemmninguna, með mannhafið fyrir neðan og hafsjó af rauðum stuðningsmönnum, sem syngja þjóðsönginn." Domenicali segir að Ferrari hafi náð markmiði liðsins að minnka bilið í forystumennina. "Núna verður allt galopið til loka. Mótin hafa verið sérkennileg á þessu ári. Ef einhver gerir mistök eða lendir í ógöngum, þá stökkva keppinautarnir til og jafna leikinn. Það er mjög mikilvæg að sýna stöðugleika til loka og við sjáum hvað gerist í Abu Dhabi." Ferrari skákaði Jenson Button og McLaren eftir þjónustuhlé, en Domenicali telur að Ferrari hefði unnið, sama hvaða þjónustuáætlun hefði verið beitt, en Button tók hlé á undan Alonso. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren samsinnti því. "Við töpuðum af fyrsta sætinu í ræsingunni og reyndum því að skilja hvað væri best fyrir okkur að gera í kappakstrinum til að komast framúr á ný. Við vorum nærri því að kalla Alonso inn í sama hring og Jenson. Reynsla okkar frá mótinu í Kanada kenndi okkur lexíu og Alonso ók góðan hring fyrir hlé. Hléið var fullkomið og það gerði gæfumuninn. Við náðum fyrsta sæti í stað öðru."
Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira