Ferrari komið í alvöru titilslag á ný 12. september 2010 19:28 Ferrari liðið kampakátt á verðlaunapallinum á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari telur að lið sitt sé nú komið fyrir alvöru í baráttu um meistaratitlanna í Formúlu 1 eftir að liðið náði fyrsta og þriðja sæti á heimavelli liðsins á Monza brautinni á Ítalíu. Alonso hefur minnkað bilið á milli sín og forystumanns stigamótsins, sem var Lewis Hamilton en er nú Mark Webber úr 41 stigi í 21. "Auðvitað erum við hamingjusamir að hafa náð þessum árangri fyrir framan landa okkar", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. "Það var magnað að vera á verðlaunapallinum og finna stemmninguna, með mannhafið fyrir neðan og hafsjó af rauðum stuðningsmönnum, sem syngja þjóðsönginn." Domenicali segir að Ferrari hafi náð markmiði liðsins að minnka bilið í forystumennina. "Núna verður allt galopið til loka. Mótin hafa verið sérkennileg á þessu ári. Ef einhver gerir mistök eða lendir í ógöngum, þá stökkva keppinautarnir til og jafna leikinn. Það er mjög mikilvæg að sýna stöðugleika til loka og við sjáum hvað gerist í Abu Dhabi." Ferrari skákaði Jenson Button og McLaren eftir þjónustuhlé, en Domenicali telur að Ferrari hefði unnið, sama hvaða þjónustuáætlun hefði verið beitt, en Button tók hlé á undan Alonso. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren samsinnti því. "Við töpuðum af fyrsta sætinu í ræsingunni og reyndum því að skilja hvað væri best fyrir okkur að gera í kappakstrinum til að komast framúr á ný. Við vorum nærri því að kalla Alonso inn í sama hring og Jenson. Reynsla okkar frá mótinu í Kanada kenndi okkur lexíu og Alonso ók góðan hring fyrir hlé. Hléið var fullkomið og það gerði gæfumuninn. Við náðum fyrsta sæti í stað öðru." Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari telur að lið sitt sé nú komið fyrir alvöru í baráttu um meistaratitlanna í Formúlu 1 eftir að liðið náði fyrsta og þriðja sæti á heimavelli liðsins á Monza brautinni á Ítalíu. Alonso hefur minnkað bilið á milli sín og forystumanns stigamótsins, sem var Lewis Hamilton en er nú Mark Webber úr 41 stigi í 21. "Auðvitað erum við hamingjusamir að hafa náð þessum árangri fyrir framan landa okkar", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. "Það var magnað að vera á verðlaunapallinum og finna stemmninguna, með mannhafið fyrir neðan og hafsjó af rauðum stuðningsmönnum, sem syngja þjóðsönginn." Domenicali segir að Ferrari hafi náð markmiði liðsins að minnka bilið í forystumennina. "Núna verður allt galopið til loka. Mótin hafa verið sérkennileg á þessu ári. Ef einhver gerir mistök eða lendir í ógöngum, þá stökkva keppinautarnir til og jafna leikinn. Það er mjög mikilvæg að sýna stöðugleika til loka og við sjáum hvað gerist í Abu Dhabi." Ferrari skákaði Jenson Button og McLaren eftir þjónustuhlé, en Domenicali telur að Ferrari hefði unnið, sama hvaða þjónustuáætlun hefði verið beitt, en Button tók hlé á undan Alonso. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren samsinnti því. "Við töpuðum af fyrsta sætinu í ræsingunni og reyndum því að skilja hvað væri best fyrir okkur að gera í kappakstrinum til að komast framúr á ný. Við vorum nærri því að kalla Alonso inn í sama hring og Jenson. Reynsla okkar frá mótinu í Kanada kenndi okkur lexíu og Alonso ók góðan hring fyrir hlé. Hléið var fullkomið og það gerði gæfumuninn. Við náðum fyrsta sæti í stað öðru."
Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira