Keflavík lagði KR Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2010 21:01 Jón Nordal Hafsteinsson var með sex stig í kvöld. Keflavík vann góðan sigur á KR í Iceland Express-deild karla en Grindavík er enn ósigrað á toppi deildarinnar. Þá vann Stjarnan góðan útisigur á KFÍ á Ísafirði, 85-78. Keflvíkingar náðu fimmtán stiga forystu í fyrri hálfleik og héldu undirtökunum í leiknum allt til loka. Nýi Serbinn í liði Keflavíkur, Lazar Trifunovic, fór mikinn í leiknum og skoraði 26 stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Valentino Maxwell spilaði með Keflavík á ný eftir meiðsli og skoraði 21 stig og tók sex fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson var með átján stig. Þetta var kærkominn sigur fyrir Keflavík sem hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi í kvöld. Grindavík er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Í kvöld vann liðið ÍR örugglega, 115-94. Grindvíkingar leiddu strax frá fyrstu mínútu en ÍR-ingar héldu í við þá þar til snemma í síðari hálfleik. Þá gáfu heimamenn í og kláruðu leikinn örugglega. Ryan Pettinella skoraði 28 stig fyrir Grindavík og Andre Smith 22. Hjá ÍR var Vilhjálmur Steinarsson stigahæstur með 23 stig og Kelly Biedler kom næstur með nítján. Stjörnumenn byggðu forystu sína í kvöld á góðum fyrsta leikhluta sem liðið vann með 24 stigum gegn sautján. Jafnræði var með liðunum eftir það en Stjörnumenn unnu að lokum sjö stiga sigur. Justin Shouse skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna og Marvin Valdimarsson nítján. Jovan Zdravevski var með átján stig. Hjá KFÍ var Christopher Schoen stigahæstur með sautján stig. Keflavík-KR 95-91 (29-18, 24-27, 23-24, 19-22) Stig Keflavíkur: Lazar Trifunovic 26 (10 fráköst, 5 stoðsendingar), Valention Maxwell 21 (6 fráköst), Hörður Axel Vilhjálmsson 18 (5 stoðsendingar), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10 (6 fráköst), Gunnar Einarsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 6 (4 fráköst), Jón Nordal Hafsteinsson 6. Stig KR: Marcus Walker 28 (5 fráköst), Brynjar Þór Björnsson 13 (9 fráköst), Fannar Ólafsson 13 (7 fráköst), Hreggviður Magnússon 13 (5 fráköst), Finnur Atli Magnússon 10 (6 fráköst), Pavel Ermolinskij 9 (4 fráköst), Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2.KFÍ-Stjarnan 78-85 (17-24, 18-16, 15-17, 28-28) Stig KFÍ: Craig Schoen 17 (4 fráköst), Nebojsa Knezevic 15 (6 fráköst), Darco Milosevic 14 (4 fráköst), Carl Josey 10, Ari Gylfason 8, Pance Ilievski 6, Hugh Barnett 6 (6 fráköst), Daði Berg Grétarsson 2. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 23 (7 fráköst), Marvin Valdimarsson 19 (6 fráköst), Jovan Zdravevski 18 (6 fráköst), Kjartan Atli Kjartansson 9, Fannar Freyr Helgason 8 (5 fráköst), Ólafur Aron Ingvason 4, Daníel G. Guðmundsson 2, Guðjón Lárusson 2 (4 fráköst).Grindavík-ÍR 115-94 (30-21, 28-31, 32-16, 25-26) Stig Grindavíkur: Ryan Pettinella 28 (8 fráköst, 3 varin skot), Andre Smith 22 (11 stoðsendingar), Guðlaugur Eyjólfsson 13 (4 fráköst), Páll Axel Vilbergsson 12 (6 fráköst), Björn Steinar Brynjólfsson 12, Þorleifur Ólafsson 10, Ómar Örn Sævarsson 8 (7 fráköst), Ólafur Ólafsson 6, Helgi Björn Einarsson 2, Ármann Vilbergsson 2. Stig ÍR: Vilhjálmur Steinarsson 23, Kelly Biedler 19 (12 fráköst), Nemanja Sovic 17, Ásgeir Örn Hlöðversson 10, Kristinn Jónasson 9 (4 fráköst), Hjalti Friðriksson 7, Níels Dungal 4 (6 stoðsendingar), Eiríkur Önundarson 3, Karolis Marcinkevicius 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Keflavík vann góðan sigur á KR í Iceland Express-deild karla en Grindavík er enn ósigrað á toppi deildarinnar. Þá vann Stjarnan góðan útisigur á KFÍ á Ísafirði, 85-78. Keflvíkingar náðu fimmtán stiga forystu í fyrri hálfleik og héldu undirtökunum í leiknum allt til loka. Nýi Serbinn í liði Keflavíkur, Lazar Trifunovic, fór mikinn í leiknum og skoraði 26 stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Valentino Maxwell spilaði með Keflavík á ný eftir meiðsli og skoraði 21 stig og tók sex fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson var með átján stig. Þetta var kærkominn sigur fyrir Keflavík sem hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi í kvöld. Grindavík er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Í kvöld vann liðið ÍR örugglega, 115-94. Grindvíkingar leiddu strax frá fyrstu mínútu en ÍR-ingar héldu í við þá þar til snemma í síðari hálfleik. Þá gáfu heimamenn í og kláruðu leikinn örugglega. Ryan Pettinella skoraði 28 stig fyrir Grindavík og Andre Smith 22. Hjá ÍR var Vilhjálmur Steinarsson stigahæstur með 23 stig og Kelly Biedler kom næstur með nítján. Stjörnumenn byggðu forystu sína í kvöld á góðum fyrsta leikhluta sem liðið vann með 24 stigum gegn sautján. Jafnræði var með liðunum eftir það en Stjörnumenn unnu að lokum sjö stiga sigur. Justin Shouse skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna og Marvin Valdimarsson nítján. Jovan Zdravevski var með átján stig. Hjá KFÍ var Christopher Schoen stigahæstur með sautján stig. Keflavík-KR 95-91 (29-18, 24-27, 23-24, 19-22) Stig Keflavíkur: Lazar Trifunovic 26 (10 fráköst, 5 stoðsendingar), Valention Maxwell 21 (6 fráköst), Hörður Axel Vilhjálmsson 18 (5 stoðsendingar), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10 (6 fráköst), Gunnar Einarsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 6 (4 fráköst), Jón Nordal Hafsteinsson 6. Stig KR: Marcus Walker 28 (5 fráköst), Brynjar Þór Björnsson 13 (9 fráköst), Fannar Ólafsson 13 (7 fráköst), Hreggviður Magnússon 13 (5 fráköst), Finnur Atli Magnússon 10 (6 fráköst), Pavel Ermolinskij 9 (4 fráköst), Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2.KFÍ-Stjarnan 78-85 (17-24, 18-16, 15-17, 28-28) Stig KFÍ: Craig Schoen 17 (4 fráköst), Nebojsa Knezevic 15 (6 fráköst), Darco Milosevic 14 (4 fráköst), Carl Josey 10, Ari Gylfason 8, Pance Ilievski 6, Hugh Barnett 6 (6 fráköst), Daði Berg Grétarsson 2. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 23 (7 fráköst), Marvin Valdimarsson 19 (6 fráköst), Jovan Zdravevski 18 (6 fráköst), Kjartan Atli Kjartansson 9, Fannar Freyr Helgason 8 (5 fráköst), Ólafur Aron Ingvason 4, Daníel G. Guðmundsson 2, Guðjón Lárusson 2 (4 fráköst).Grindavík-ÍR 115-94 (30-21, 28-31, 32-16, 25-26) Stig Grindavíkur: Ryan Pettinella 28 (8 fráköst, 3 varin skot), Andre Smith 22 (11 stoðsendingar), Guðlaugur Eyjólfsson 13 (4 fráköst), Páll Axel Vilbergsson 12 (6 fráköst), Björn Steinar Brynjólfsson 12, Þorleifur Ólafsson 10, Ómar Örn Sævarsson 8 (7 fráköst), Ólafur Ólafsson 6, Helgi Björn Einarsson 2, Ármann Vilbergsson 2. Stig ÍR: Vilhjálmur Steinarsson 23, Kelly Biedler 19 (12 fráköst), Nemanja Sovic 17, Ásgeir Örn Hlöðversson 10, Kristinn Jónasson 9 (4 fráköst), Hjalti Friðriksson 7, Níels Dungal 4 (6 stoðsendingar), Eiríkur Önundarson 3, Karolis Marcinkevicius 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira