Sebastian Vettel fremstur á ráslínu 23. október 2010 07:03 Sebastian Vettel náði besta tíma í Suður Kóreu í nótt. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í tímatökum á nýju Formúlu 1 brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann varð á undan Mark Webber á samskonar bíl, en Fernando Alonso á Ferrari náði þriðja sæti. Alonso var með besta tíma allt þar til að Vettel lauk sínum síðasta hring og Webber fylgdi í kjölfarið og báðir slógu við tíma Alonso. Keppinautur þeirra í titilslagnum, Lewis Hamilton varð fjórði og Jenson Button sem á líka möguleika á titli ræsir af stað í sjöunda sæti Webber er með 220 stig í stigamóti ökumanna , en Alonso og Vettel 206. Hamilton er með 192 stig, en Button 189. Þremur mótum er ólokið og fyrir sigur fást 25 stig í hverju móti, annað sætið 18 stig, þriðja 15, síðan 12 og 10 fyrir fjórða og fimmta sæti og færri stig fyrir næstu sæti á eftir. Staða Vettels er því vænleg á fremsta rásstað, en hann þarf að sækja á 14 stiga forskot Webbers, rétt eins og Alonso. Hamilton og Button þurfa helst að ná afburðar árangri í Suður Kóreu, til að keppinautar þeirra stingi ekki af í stigamótinu, en Hamilton er 28 stigum á eftir Webber og Button 31. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá kappakstrinum kl. 05.30 í nótt, en mótið verður endursýnt kl. 17.05 á sunnudag. 1. Vettel Red Bull-Renault 1:37.123 1:36.074 1:35.585 2. Webber Red Bull-Renault 1:37.373 1:36.039 1:35.659 3. Alonso Ferrari 1:37.144 1:36.287 1:35.766 4. Hamilton McLaren-Mercedes 1:37.113 1:36.197 1:36.062 5. Rosberg Mercedes 1:37.708 1:36.791 1:36.535 6. Massa Ferrari 1:37.515 1:36.169 1:36.571 7. Button McLaren-Mercedes 1:38.123 1:37.064 1:36.731 8. Kubica Renault 1:37.703 1:37.179 1:36.824 9. Schumacher Mercedes 1:37.980 1:37.077 1:36.95010. Barrichello Williams-Cosworth 1:38.257 1:37.511 1:36.99811. Hulkenberg Williams-Cosworth 1:38.115 1:37.62012. Kobayashi Sauber-Ferrari 1:38.429 1:37.64313. Heidfeld Sauber-Ferrari 1:38.171 1:37.71514. Sutil Force India-Mercedes 1:38.572 1:37.78315. Petrov Renault 1:38.174 1:37.799 *16. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1:38.583 1:37.85317. Buemi Toro Rosso-Ferrari 1:38.621 1:38.59418. Liuzzi Force India-Mercedes 1:38.95519. Trulli Lotus-Cosworth 1:40.52120. Glock Virgin-Cosworth 1:40.74821. Kovalainen Lotus-Cosworth 1:41.76822. di Grassi Virgin-Cosworth 1:42.32523. Yamamoto HRT-Cosworth 1:42.44424. Senna HRT-Cosworth 1:43.283 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í tímatökum á nýju Formúlu 1 brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann varð á undan Mark Webber á samskonar bíl, en Fernando Alonso á Ferrari náði þriðja sæti. Alonso var með besta tíma allt þar til að Vettel lauk sínum síðasta hring og Webber fylgdi í kjölfarið og báðir slógu við tíma Alonso. Keppinautur þeirra í titilslagnum, Lewis Hamilton varð fjórði og Jenson Button sem á líka möguleika á titli ræsir af stað í sjöunda sæti Webber er með 220 stig í stigamóti ökumanna , en Alonso og Vettel 206. Hamilton er með 192 stig, en Button 189. Þremur mótum er ólokið og fyrir sigur fást 25 stig í hverju móti, annað sætið 18 stig, þriðja 15, síðan 12 og 10 fyrir fjórða og fimmta sæti og færri stig fyrir næstu sæti á eftir. Staða Vettels er því vænleg á fremsta rásstað, en hann þarf að sækja á 14 stiga forskot Webbers, rétt eins og Alonso. Hamilton og Button þurfa helst að ná afburðar árangri í Suður Kóreu, til að keppinautar þeirra stingi ekki af í stigamótinu, en Hamilton er 28 stigum á eftir Webber og Button 31. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá kappakstrinum kl. 05.30 í nótt, en mótið verður endursýnt kl. 17.05 á sunnudag. 1. Vettel Red Bull-Renault 1:37.123 1:36.074 1:35.585 2. Webber Red Bull-Renault 1:37.373 1:36.039 1:35.659 3. Alonso Ferrari 1:37.144 1:36.287 1:35.766 4. Hamilton McLaren-Mercedes 1:37.113 1:36.197 1:36.062 5. Rosberg Mercedes 1:37.708 1:36.791 1:36.535 6. Massa Ferrari 1:37.515 1:36.169 1:36.571 7. Button McLaren-Mercedes 1:38.123 1:37.064 1:36.731 8. Kubica Renault 1:37.703 1:37.179 1:36.824 9. Schumacher Mercedes 1:37.980 1:37.077 1:36.95010. Barrichello Williams-Cosworth 1:38.257 1:37.511 1:36.99811. Hulkenberg Williams-Cosworth 1:38.115 1:37.62012. Kobayashi Sauber-Ferrari 1:38.429 1:37.64313. Heidfeld Sauber-Ferrari 1:38.171 1:37.71514. Sutil Force India-Mercedes 1:38.572 1:37.78315. Petrov Renault 1:38.174 1:37.799 *16. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1:38.583 1:37.85317. Buemi Toro Rosso-Ferrari 1:38.621 1:38.59418. Liuzzi Force India-Mercedes 1:38.95519. Trulli Lotus-Cosworth 1:40.52120. Glock Virgin-Cosworth 1:40.74821. Kovalainen Lotus-Cosworth 1:41.76822. di Grassi Virgin-Cosworth 1:42.32523. Yamamoto HRT-Cosworth 1:42.44424. Senna HRT-Cosworth 1:43.283
Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira