Og hvað svo? – fyrri hluti Einar Hugi Bjarnason skrifar 22. júní 2010 05:00 Hæstiréttur felldi nýlega tvo sambærilega dóma er varða lögmæti gengistryggingar í bílasamningum. Niðurstaða réttarins í báðum málunum var sú, að umræddir samningar væru lánssamningar en ekki leigusamningar, þeir væru um skuldbindingu í íslenskum krónum og þ.a.l. væri óheimilt að binda skuldbindinguna skv. samningnum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þótt framangreindir dómar séu skýrir varðandi það að gengistrygging bílasamninga sé óheimil er nú talsverð óvissa um það hvað tekur við. Vitað er að fjöldi aðila, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hefur tekið slík lán og er staða lántakenda misjöfn. Sumir hafa staðið í skilum með afborganir þrátt fyrir hækkun lána, sumir hafa gert upp lánin að fullu, aðrir hafa þurft að þola vörslusviptingu og enn aðrir hafa með skilmálabreytingum breytt lánum sínum í hefðbundin verðtryggð íslensk lán. Í þessari grein verður leitast við að túlka niðurstöðu framangreindra dóma og svara spurningum varðandi réttarstöðu skuldara. Hvernig á að standa að endurútreikningi lána?Hæstiréttur svarar því ekki í dómum sínum hvernig endurreikna skuli gengistryggða lánssamninga. Undirritaðir eru hins vegar eindregið þeirrar skoðunar að túlka verði dómana með þeim hætti að gengistryggingarákvæði bílasamninganna sem um var að tefla sé ógilt en að samningarnir haldi að öðru leyti gildi sínu. Um þetta atriði virðast flestir vera sammála en hins vegar hafa margir orðið til að benda á að eitthvað þurfi að koma í staðinn. Þeim rökum hefur verið teflt fram í því sambandi að ósanngjarnt sé, gagnvart þeim sem kusu að taka verðtryggð lán í íslenskum krónum, að hinir sem tóku hin svonefndu myntkörfulán njóti eftir dóma Hæstaréttar þeirra bestu lánakjara sem boðist hafa á Íslandi fram að þessu. Undirritaðir telja hins vegar að slík rök geti ekki réttlætt það að vikið sé frá skýrum samningsákvæðum. Staðan er einfaldlega sú eftir dóma Hæstaréttar að gengistryggingunni er kippt úr sambandi, ef svo má að orði komast, en eftir standa umsamdir vextir. Að mati undirritaðra er óhugsandi að túlka dóma Hæstaréttar með þeim hætti að í stað gengistryggingar eigi sjálfkrafa að reikna annars konar verðtryggingu. Hvorki sanngirnisrök né rök um brostnar forsendur geta réttlætt slíka niðurstöðu. Sérstaklega skal tekið fram að undirritaðir telja að ekki sé heimilt að miða við vaxtatöflu Seðlabanka Íslands um lægstu óverðtryggðu vexti, sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu í stað gengistryggingar, enda á sú lagagrein eingöngu við þegar engin vaxtaviðmiðun er í viðkomandi samningi. Slíkt á hins vegar almennt ekki við um hina svonefndu bílalánssamninga þar sem skýrt er kveðið á um hvaða vexti skuldbindingin ber. Í þessu sambandi benda undirritaðir á úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2010 sem kveðinn var upp í tilefni af kröfu NBI hf. þess efnis að bú einkahlutafélagsins Þráins yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Niðurstaða héraðsdóms var sú að hafna gjaldþrotaskiptakröfu NBI hf. þar sem gengistrygging lánssamninga þeirra sem um var deilt í málinu væri í andstöðu við VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og því ógild. Þá segir orðrétt í forsendum dómsins: „Telur hann m.ö.o. að ekki sé heimilt að reikna fjárhæð skuldar varnaraðila með þeirri hækkun sem sóknaraðili reiknar vegna breytinga á gengi jens og svissnesks franka gagnvart íslenskri krónu. Telur hann að miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en að ekki sé heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar." NBI hf. kærði framangreinda niðurstöðu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu nr. 317/2010 þann 16. júní sl., þ.e. hinn sama dag og hinir svonefndu gengisdómar féllu. Skemmst er frá því að segja að Hæstiréttur nálgaðist málið úr annarri átt en héraðsdómur gerði en komst að sömu niðurstöðu. Hæstiréttur tók því ekki afstöðu til þess álitaefnis hvort heimilt væri að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengistryggingar. Undirritaðir lýsa sig sammála niðurstöðu héraðsdómara í ofangreindu máli. Af öllu framangreindu leiðir að við endurútreikning lánssamninga ber að miða við upphaflegan höfuðstól lánanna. Þá er nauðsynlegt að skoða hvern og einn lánssamning sérstaklega og bæta við upphaflegan höfuðstól umsömdum vöxtum. Þegar lánin hafa verið reiknuð út miðað við framangreindar forsendur skal draga frá þær greiðslur sem viðkomandi skuldari hefur greitt að viðbættum vöxtum skv. lögum nr. 38/2001 frá réttum gjalddögum vegna þess sem ofgreitt var. Með þessari aðferðafræði er unnt að reikna út eftirstöðvar viðkomandi lánssamnings. Aðilar sem hafa staðið í skilum með bílalánMiðað við þær forsendur sem gefnar voru hér að framan varðandi endurútreikning lánssamninga má ljóst vera að hugsanlegt er að skuldarar hafi ofgreitt af lánum sínum mánuðum saman miðað við upphaflegar forsendur lánasamningsins. Ef slík aðstaða er uppi er ljóst að viðkomandi skuldari á endurkröfurétt á hendur fjármögnunarfyrirtækinu. Skuldarinn hefur þá það val að krefja fyrirtækið um endurgreiðslu vegna þess sem ofgreitt var eða að lýsa yfir skuldajöfnuði gagnvart eftirstöðvum samningsins. Miðað við þau lausafjárvandræði sem mörg íslensk heimili og fyrirtæki glíma við um þessar mundir er ekki ólíklegt að mörgum þætti fýsilegt að velja fyrrnefnda kostinn. Hins vegar er ljóst, miðað við fjölda gengistryggða lánssamninga og heildarfjárhæð slíkra samninga, að ef margir kysu að fara þessa leið gæti það riðið fjármögnunarfyrirtækjunum að fullu. Seinni hluti greinarinnar birtist á næstu dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hæstiréttur felldi nýlega tvo sambærilega dóma er varða lögmæti gengistryggingar í bílasamningum. Niðurstaða réttarins í báðum málunum var sú, að umræddir samningar væru lánssamningar en ekki leigusamningar, þeir væru um skuldbindingu í íslenskum krónum og þ.a.l. væri óheimilt að binda skuldbindinguna skv. samningnum við gengi erlendra gjaldmiðla. Þótt framangreindir dómar séu skýrir varðandi það að gengistrygging bílasamninga sé óheimil er nú talsverð óvissa um það hvað tekur við. Vitað er að fjöldi aðila, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hefur tekið slík lán og er staða lántakenda misjöfn. Sumir hafa staðið í skilum með afborganir þrátt fyrir hækkun lána, sumir hafa gert upp lánin að fullu, aðrir hafa þurft að þola vörslusviptingu og enn aðrir hafa með skilmálabreytingum breytt lánum sínum í hefðbundin verðtryggð íslensk lán. Í þessari grein verður leitast við að túlka niðurstöðu framangreindra dóma og svara spurningum varðandi réttarstöðu skuldara. Hvernig á að standa að endurútreikningi lána?Hæstiréttur svarar því ekki í dómum sínum hvernig endurreikna skuli gengistryggða lánssamninga. Undirritaðir eru hins vegar eindregið þeirrar skoðunar að túlka verði dómana með þeim hætti að gengistryggingarákvæði bílasamninganna sem um var að tefla sé ógilt en að samningarnir haldi að öðru leyti gildi sínu. Um þetta atriði virðast flestir vera sammála en hins vegar hafa margir orðið til að benda á að eitthvað þurfi að koma í staðinn. Þeim rökum hefur verið teflt fram í því sambandi að ósanngjarnt sé, gagnvart þeim sem kusu að taka verðtryggð lán í íslenskum krónum, að hinir sem tóku hin svonefndu myntkörfulán njóti eftir dóma Hæstaréttar þeirra bestu lánakjara sem boðist hafa á Íslandi fram að þessu. Undirritaðir telja hins vegar að slík rök geti ekki réttlætt það að vikið sé frá skýrum samningsákvæðum. Staðan er einfaldlega sú eftir dóma Hæstaréttar að gengistryggingunni er kippt úr sambandi, ef svo má að orði komast, en eftir standa umsamdir vextir. Að mati undirritaðra er óhugsandi að túlka dóma Hæstaréttar með þeim hætti að í stað gengistryggingar eigi sjálfkrafa að reikna annars konar verðtryggingu. Hvorki sanngirnisrök né rök um brostnar forsendur geta réttlætt slíka niðurstöðu. Sérstaklega skal tekið fram að undirritaðir telja að ekki sé heimilt að miða við vaxtatöflu Seðlabanka Íslands um lægstu óverðtryggðu vexti, sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu í stað gengistryggingar, enda á sú lagagrein eingöngu við þegar engin vaxtaviðmiðun er í viðkomandi samningi. Slíkt á hins vegar almennt ekki við um hina svonefndu bílalánssamninga þar sem skýrt er kveðið á um hvaða vexti skuldbindingin ber. Í þessu sambandi benda undirritaðir á úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2010 sem kveðinn var upp í tilefni af kröfu NBI hf. þess efnis að bú einkahlutafélagsins Þráins yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Niðurstaða héraðsdóms var sú að hafna gjaldþrotaskiptakröfu NBI hf. þar sem gengistrygging lánssamninga þeirra sem um var deilt í málinu væri í andstöðu við VI. kafla laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og því ógild. Þá segir orðrétt í forsendum dómsins: „Telur hann m.ö.o. að ekki sé heimilt að reikna fjárhæð skuldar varnaraðila með þeirri hækkun sem sóknaraðili reiknar vegna breytinga á gengi jens og svissnesks franka gagnvart íslenskri krónu. Telur hann að miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en að ekki sé heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar." NBI hf. kærði framangreinda niðurstöðu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu nr. 317/2010 þann 16. júní sl., þ.e. hinn sama dag og hinir svonefndu gengisdómar féllu. Skemmst er frá því að segja að Hæstiréttur nálgaðist málið úr annarri átt en héraðsdómur gerði en komst að sömu niðurstöðu. Hæstiréttur tók því ekki afstöðu til þess álitaefnis hvort heimilt væri að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengistryggingar. Undirritaðir lýsa sig sammála niðurstöðu héraðsdómara í ofangreindu máli. Af öllu framangreindu leiðir að við endurútreikning lánssamninga ber að miða við upphaflegan höfuðstól lánanna. Þá er nauðsynlegt að skoða hvern og einn lánssamning sérstaklega og bæta við upphaflegan höfuðstól umsömdum vöxtum. Þegar lánin hafa verið reiknuð út miðað við framangreindar forsendur skal draga frá þær greiðslur sem viðkomandi skuldari hefur greitt að viðbættum vöxtum skv. lögum nr. 38/2001 frá réttum gjalddögum vegna þess sem ofgreitt var. Með þessari aðferðafræði er unnt að reikna út eftirstöðvar viðkomandi lánssamnings. Aðilar sem hafa staðið í skilum með bílalánMiðað við þær forsendur sem gefnar voru hér að framan varðandi endurútreikning lánssamninga má ljóst vera að hugsanlegt er að skuldarar hafi ofgreitt af lánum sínum mánuðum saman miðað við upphaflegar forsendur lánasamningsins. Ef slík aðstaða er uppi er ljóst að viðkomandi skuldari á endurkröfurétt á hendur fjármögnunarfyrirtækinu. Skuldarinn hefur þá það val að krefja fyrirtækið um endurgreiðslu vegna þess sem ofgreitt var eða að lýsa yfir skuldajöfnuði gagnvart eftirstöðvum samningsins. Miðað við þau lausafjárvandræði sem mörg íslensk heimili og fyrirtæki glíma við um þessar mundir er ekki ólíklegt að mörgum þætti fýsilegt að velja fyrrnefnda kostinn. Hins vegar er ljóst, miðað við fjölda gengistryggða lánssamninga og heildarfjárhæð slíkra samninga, að ef margir kysu að fara þessa leið gæti það riðið fjármögnunarfyrirtækjunum að fullu. Seinni hluti greinarinnar birtist á næstu dögum.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun