Evrópusambandið: til sjávar og sveita, borgar og bæjar Sema Erla Serdar skrifar 31. maí 2010 10:47 Þegar ég settist niður og fór að íhuga hvaða hliðar Evrópusambandsins mig langaði að skrifa um fór ég strax að hugsa um það sem ég skrifa vanalega um en það eru hlutir eins og friður, lýðræði, frelsi, mannréttindi og menntamál innan Evrópusambandsins. Allt eru þetta mikilvægir málaflokkar innan Evrópusambandsins enda var sambandið stofnað með þessa þætti í huga. Ég fór þó að velta þessu aðeins fyrir mér og ákvað loks að skrifa um nokkuð sem þykir ekki endilega rosalega sexý eða skemmtilegt, en samt sem áður mjög mikilvægt fyrir okkur Íslendinga þegar kemur að Evrópusambandinu, en það eru byggðamál Evrópusambandsins.Frá því að hið nána samstarf sex Evrópuríkja hófst fyrir meira en hálfri öld síðan eru aðildarríki þess sem árið 1993 varð formlega að Evrópusambandinu orðin 27 og æ fleiri ríki sækjast eftir að taka þátt. Málefni Evrópusambandsins eru orðin fleiri en hægt er að telja á fingrum sér og hefur sambandið meðal annars tekið upp sameiginlegan gjaldmiðil, innri markað án landamæra og er leiðandi á sviðum eins og umhverfisvernd og þróunaraðstoð. Þátttaka Íslands í þessu nána samstarfi Evrópuríkja hefur ekki gengið jafn langt og hin 27 ríki hafa tileinkað sér, en með gildistöku EES-samningsins (samningurinn um evrópska efnahagssvæðið) árið 1994 tóku Íslendingar þó nokkuð stórt skref í átt að Evrópusambandinu. Ísland varð þá meðal annars hluti af innri markaði Evrópusambandsins og samþykkti að fylgja reglum sambandsins að svo miklu leyti sem þær náðu til samningsins. Þetta var þó allt gert með hinum ýmsu fyrirvörum, mörgum hinum sömu og við heyrum í umræðunni um fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu, eftir að Alþingi samþykkti í fyrra að sækja um aðild. EES-samningurinn hefur haft mikil áhrif á Ísland og hefur verið mótandi fyrir íslenskt samfélag að mörgu leyti. Það verður þó að viðurkennast að síðan EES-samningurinn gekk í gildi hefur Evrópusambandið tekið miklum breytingum og í raun má segja að það sé í stöðugri mótun og þróun. Í gegnum EES-samninginn hafa Íslendingar rétt til þess að taka þátt í hinum ýmsu samstarfsáætlunum Evrópusambandsins eins og menntaáætlun þess, rannsóknaráætlun þess, ungmennaáætlun Evrópusambandsins og rammaáætlun um jafnrétti kynjanna. Það er því varla hægt að segja að við njótum ekki góðs af EES-samningnum. Eins og áður sagði tekur Ísland með EES-samningnum ekki fullan þátt í samstarfi Evrópuþjóðanna 27 en það kæmi eflaust mörgum á óvart að hve miklu leyti við tökum í raun þátt. Ef farið er í gegnum þá 35 málaflokka Evrópusambandsins sem semja þarf um í aðildarviðræðum sést að Ísland tekur nú þegar þátt í meirihluta þeirra eða 23 af 35, en sem dæmi má nefna að við tökum þátt í umhverfismálum Evrópusambandsins, málefnum vísinda og rannsókna, málefnum menntunar og menningar og Schengen landamærasamstarfinu. Einn af þeim þáttum sem hins vegar tekur ekki til EES-samningsins og Ísland hefur ekki aðgang að er 22. kafli sem fjallar um uppbyggingarstyrki Evrópusambandsins. Nú þegar Ísland hefur sótt um fulla aðild að Evrópusambandinu þarf að semja um þá kafla sem ekki falla undir EES-samninginn og er kaflinn um uppbyggingarstyrki einn af þeim, en þessi málaflokkur er mjög mikilvægur fyrir Ísland og Íslendinga, hvort sem þú býrð í Reykjavík, á Akureyri, á Akranesi eða annars staðar á landinu. Lög og reglur Evrópusambandsins sem falla undir þennan málaflokk felast helst í rammalöggjöf og reglugerðum um framkvæmd hennar, sem hafa bein réttaráhrif og þarfnast ekki innleiðingar í landslög aðildarríkis. Þessi löggjöf kveður í raun á um þær reglur sem gilda um smíði, samþykkt og framkvæmd áætlana sem heyra undir uppbyggingar- og byggðaþróunarsjóði Evrópusambandsins í samræmi við stjórnsýslukerfi hvers aðildarríkis. Ég veit þetta hljómar flókið, en ekki hætta að lesa alveg strax. Eitt af meginmarkmiðum Evrópusambandsins er að stuðla að efnahagslegum og félagslegum jöfnuði milli ólíkra svæða og landshluta í Evrópu. Byggðaþróunarstefnu Evrópusambandsins er ætlað að verka sem nokkurs konar mótvægi gegn því að þeir kraftar sem hið aukna viðskiptafrelsi og hin aukna samkeppni innri markaðarins komi sumum svæðum og aðilum innan sambandsins vel og öðrum síður. Þannig er stefnunni ætlað að stuðla að jafnari dreifingu velmegunar innan sambandsins, en það er, að draga úr muninum á efnahagslegu þróunarstigi milli landsvæða og aðildarríkja sambandsins. Þannig höfum við Íslendingar nú þegar viðskiptafrelsið með EES-samningnum og innri markaðinn, en ekkert til þess að koma á stöðugleika og jafnvægi. Rúmlega þriðjungur allra útgjalda á fjárlögum Evrópusambandsins fer í að fjármagna verkefni á vegum byggðaþróunarstefnunnar. Sú grundvallarregla gildir að styrkir úr þróunarsjóðum Evrópusambandsins komi til uppbótar fjármögnun frá opinberum aðilum (ríki/sveitarfélög) innan hvers aðildarríkis. Á fjárlagatímabilinu hjá Evrópusambandinu árin 2007-2013 er gert ráð fyrir að verja 348 milljörðum evra í byggðarþróunarstefnu ESB. Þróunarsjóðirnir eru aðallega tveir: evrópski byggðarsjóðurinn og evrópski félagssjóðurinn, en evrópski byggðarsjóðurinn hefur frá árinu 1975 tekið þátt í að fjármagna sköpun sjálfbærra starfa, fjárfest í endurbótun á innviðum á borð við vegakerfi og öðrum samgöngumannvirkjum, styrkt samstarf milli sveitarfélaga og héraða og veitt tæknilega aðstoð. Evrópski félagssjóðurinn hefur að meginmarkmiði að bæta aðstæður atvinnusköpunar í Evrópusambandinu og hefur frá árinu 1958 átt þátt í að fjármagna ráðstafanir til að greiða leið atvinnulausra inn á vinnumarkaðinn og bæta almennt stöðu þeirra sem halloka standa á þeim markaði. Við hlið þessara þróunarsjóða er síðan rekinn svonefndur Jöfnunarsjóður, sem frá árinu 1994 hefur haft það hlutverk að hjálpa til við að stuðla að efnahagslegri, félagslegri og byggðalegri samleitni innan sambandsins. Hljómar eins og eitthvað sem Ísland gæti vel þegið aðstoð með? Það held ég. Þegar kemur að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið er það mikilvægasta að semja um hvernig Ísland í heild sinni og einstök landsvæði (höfuðborgarsvæðið/landsbyggðin) yrðu skilgreind inn í uppbyggingar- og byggðastyrkjakerfið hjá Evrópusambandinu. Eðlilegt samningsmarkmið Íslands, samkvæmt Auðunni Arnórssyni í bók sinni Inni eða úti? Aðildarviðræður við Evrópusambandið, væri að fá allt landið, vegna einangrunar í úthafinu, strjálbýlis og óblíðrar náttúru, skilgreint inn í „markmið 1" í uppbyggingar- og byggðastyrkjakerfiun. Það gæti haft mikið um það að segja hversu mikið íslenskir aðilar gætu fengið greitt úr sameiginlegum sjóðum ESB. Í greinagerð sem unnin var fyrir Samtök íslenskra sveitarfélaga um hugsanleg áhrif aðildar að Evrópusambandinu á íslensk sveitarfélög kemur fram að talið er til helstu kosta aðildar að íslenskum sveitarfélögum opnist aðgangur að styrkjum úr byggðarsjóðum ESB og ákvörðunum um með hvaða hætti þeim er úthlutað til einstakra svæða hér á landi. Aðrir kostir sem nefndir eru er aðgangur að styrkjum úr landbúnaðar-/dreifbýlissjóði ESB, aðgangur að styrkjum til sjávarbyggða, aðild að öllum áætlunum ESB, hvati að auknu samastarfi sveitarfélaga, landshlutasamtaka og öflugri stjórnsýslu sveitarfélaga, meira forræði sveitafélaga í byggðamálum og aðgangur að stofnunum ESB sem fjalla um byggða- og sveitastjórnarmál. Hér hefur verið stiklað á stóru enda ómögulegt að telja upp allar hliðar byggðastefnunnar í einni grein. Byggðastefna Evrópusambandsins er eflaust mörgum ókunnug og vera má að margir séu að heyra af henni í fyrsta skipti og ég er nokkuð viss um að nú hafi ég komið nokkrum á óvart, en það er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélögin að kynna sér þessa stefnu Evrópusambandsins vandlega enda felast í henni gríðarleg tækifæri fyrir land og þjóð því Íslendingar þurfa jú á öflugri byggðarstefnu að halda. Smáa letrið: Grein þessi hefði ekki getað verið skrifuð án þeirra upplýsinga sem koma fram í bók Auðunns Arnórssonar, Inni eða úti? Aðildarviðræður við Evrópusambandið og í bók Eiríks Bergmanns, Frá Evróvisjón til Evru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég settist niður og fór að íhuga hvaða hliðar Evrópusambandsins mig langaði að skrifa um fór ég strax að hugsa um það sem ég skrifa vanalega um en það eru hlutir eins og friður, lýðræði, frelsi, mannréttindi og menntamál innan Evrópusambandsins. Allt eru þetta mikilvægir málaflokkar innan Evrópusambandsins enda var sambandið stofnað með þessa þætti í huga. Ég fór þó að velta þessu aðeins fyrir mér og ákvað loks að skrifa um nokkuð sem þykir ekki endilega rosalega sexý eða skemmtilegt, en samt sem áður mjög mikilvægt fyrir okkur Íslendinga þegar kemur að Evrópusambandinu, en það eru byggðamál Evrópusambandsins.Frá því að hið nána samstarf sex Evrópuríkja hófst fyrir meira en hálfri öld síðan eru aðildarríki þess sem árið 1993 varð formlega að Evrópusambandinu orðin 27 og æ fleiri ríki sækjast eftir að taka þátt. Málefni Evrópusambandsins eru orðin fleiri en hægt er að telja á fingrum sér og hefur sambandið meðal annars tekið upp sameiginlegan gjaldmiðil, innri markað án landamæra og er leiðandi á sviðum eins og umhverfisvernd og þróunaraðstoð. Þátttaka Íslands í þessu nána samstarfi Evrópuríkja hefur ekki gengið jafn langt og hin 27 ríki hafa tileinkað sér, en með gildistöku EES-samningsins (samningurinn um evrópska efnahagssvæðið) árið 1994 tóku Íslendingar þó nokkuð stórt skref í átt að Evrópusambandinu. Ísland varð þá meðal annars hluti af innri markaði Evrópusambandsins og samþykkti að fylgja reglum sambandsins að svo miklu leyti sem þær náðu til samningsins. Þetta var þó allt gert með hinum ýmsu fyrirvörum, mörgum hinum sömu og við heyrum í umræðunni um fulla aðild Íslands að Evrópusambandinu, eftir að Alþingi samþykkti í fyrra að sækja um aðild. EES-samningurinn hefur haft mikil áhrif á Ísland og hefur verið mótandi fyrir íslenskt samfélag að mörgu leyti. Það verður þó að viðurkennast að síðan EES-samningurinn gekk í gildi hefur Evrópusambandið tekið miklum breytingum og í raun má segja að það sé í stöðugri mótun og þróun. Í gegnum EES-samninginn hafa Íslendingar rétt til þess að taka þátt í hinum ýmsu samstarfsáætlunum Evrópusambandsins eins og menntaáætlun þess, rannsóknaráætlun þess, ungmennaáætlun Evrópusambandsins og rammaáætlun um jafnrétti kynjanna. Það er því varla hægt að segja að við njótum ekki góðs af EES-samningnum. Eins og áður sagði tekur Ísland með EES-samningnum ekki fullan þátt í samstarfi Evrópuþjóðanna 27 en það kæmi eflaust mörgum á óvart að hve miklu leyti við tökum í raun þátt. Ef farið er í gegnum þá 35 málaflokka Evrópusambandsins sem semja þarf um í aðildarviðræðum sést að Ísland tekur nú þegar þátt í meirihluta þeirra eða 23 af 35, en sem dæmi má nefna að við tökum þátt í umhverfismálum Evrópusambandsins, málefnum vísinda og rannsókna, málefnum menntunar og menningar og Schengen landamærasamstarfinu. Einn af þeim þáttum sem hins vegar tekur ekki til EES-samningsins og Ísland hefur ekki aðgang að er 22. kafli sem fjallar um uppbyggingarstyrki Evrópusambandsins. Nú þegar Ísland hefur sótt um fulla aðild að Evrópusambandinu þarf að semja um þá kafla sem ekki falla undir EES-samninginn og er kaflinn um uppbyggingarstyrki einn af þeim, en þessi málaflokkur er mjög mikilvægur fyrir Ísland og Íslendinga, hvort sem þú býrð í Reykjavík, á Akureyri, á Akranesi eða annars staðar á landinu. Lög og reglur Evrópusambandsins sem falla undir þennan málaflokk felast helst í rammalöggjöf og reglugerðum um framkvæmd hennar, sem hafa bein réttaráhrif og þarfnast ekki innleiðingar í landslög aðildarríkis. Þessi löggjöf kveður í raun á um þær reglur sem gilda um smíði, samþykkt og framkvæmd áætlana sem heyra undir uppbyggingar- og byggðaþróunarsjóði Evrópusambandsins í samræmi við stjórnsýslukerfi hvers aðildarríkis. Ég veit þetta hljómar flókið, en ekki hætta að lesa alveg strax. Eitt af meginmarkmiðum Evrópusambandsins er að stuðla að efnahagslegum og félagslegum jöfnuði milli ólíkra svæða og landshluta í Evrópu. Byggðaþróunarstefnu Evrópusambandsins er ætlað að verka sem nokkurs konar mótvægi gegn því að þeir kraftar sem hið aukna viðskiptafrelsi og hin aukna samkeppni innri markaðarins komi sumum svæðum og aðilum innan sambandsins vel og öðrum síður. Þannig er stefnunni ætlað að stuðla að jafnari dreifingu velmegunar innan sambandsins, en það er, að draga úr muninum á efnahagslegu þróunarstigi milli landsvæða og aðildarríkja sambandsins. Þannig höfum við Íslendingar nú þegar viðskiptafrelsið með EES-samningnum og innri markaðinn, en ekkert til þess að koma á stöðugleika og jafnvægi. Rúmlega þriðjungur allra útgjalda á fjárlögum Evrópusambandsins fer í að fjármagna verkefni á vegum byggðaþróunarstefnunnar. Sú grundvallarregla gildir að styrkir úr þróunarsjóðum Evrópusambandsins komi til uppbótar fjármögnun frá opinberum aðilum (ríki/sveitarfélög) innan hvers aðildarríkis. Á fjárlagatímabilinu hjá Evrópusambandinu árin 2007-2013 er gert ráð fyrir að verja 348 milljörðum evra í byggðarþróunarstefnu ESB. Þróunarsjóðirnir eru aðallega tveir: evrópski byggðarsjóðurinn og evrópski félagssjóðurinn, en evrópski byggðarsjóðurinn hefur frá árinu 1975 tekið þátt í að fjármagna sköpun sjálfbærra starfa, fjárfest í endurbótun á innviðum á borð við vegakerfi og öðrum samgöngumannvirkjum, styrkt samstarf milli sveitarfélaga og héraða og veitt tæknilega aðstoð. Evrópski félagssjóðurinn hefur að meginmarkmiði að bæta aðstæður atvinnusköpunar í Evrópusambandinu og hefur frá árinu 1958 átt þátt í að fjármagna ráðstafanir til að greiða leið atvinnulausra inn á vinnumarkaðinn og bæta almennt stöðu þeirra sem halloka standa á þeim markaði. Við hlið þessara þróunarsjóða er síðan rekinn svonefndur Jöfnunarsjóður, sem frá árinu 1994 hefur haft það hlutverk að hjálpa til við að stuðla að efnahagslegri, félagslegri og byggðalegri samleitni innan sambandsins. Hljómar eins og eitthvað sem Ísland gæti vel þegið aðstoð með? Það held ég. Þegar kemur að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið er það mikilvægasta að semja um hvernig Ísland í heild sinni og einstök landsvæði (höfuðborgarsvæðið/landsbyggðin) yrðu skilgreind inn í uppbyggingar- og byggðastyrkjakerfið hjá Evrópusambandinu. Eðlilegt samningsmarkmið Íslands, samkvæmt Auðunni Arnórssyni í bók sinni Inni eða úti? Aðildarviðræður við Evrópusambandið, væri að fá allt landið, vegna einangrunar í úthafinu, strjálbýlis og óblíðrar náttúru, skilgreint inn í „markmið 1" í uppbyggingar- og byggðastyrkjakerfiun. Það gæti haft mikið um það að segja hversu mikið íslenskir aðilar gætu fengið greitt úr sameiginlegum sjóðum ESB. Í greinagerð sem unnin var fyrir Samtök íslenskra sveitarfélaga um hugsanleg áhrif aðildar að Evrópusambandinu á íslensk sveitarfélög kemur fram að talið er til helstu kosta aðildar að íslenskum sveitarfélögum opnist aðgangur að styrkjum úr byggðarsjóðum ESB og ákvörðunum um með hvaða hætti þeim er úthlutað til einstakra svæða hér á landi. Aðrir kostir sem nefndir eru er aðgangur að styrkjum úr landbúnaðar-/dreifbýlissjóði ESB, aðgangur að styrkjum til sjávarbyggða, aðild að öllum áætlunum ESB, hvati að auknu samastarfi sveitarfélaga, landshlutasamtaka og öflugri stjórnsýslu sveitarfélaga, meira forræði sveitafélaga í byggðamálum og aðgangur að stofnunum ESB sem fjalla um byggða- og sveitastjórnarmál. Hér hefur verið stiklað á stóru enda ómögulegt að telja upp allar hliðar byggðastefnunnar í einni grein. Byggðastefna Evrópusambandsins er eflaust mörgum ókunnug og vera má að margir séu að heyra af henni í fyrsta skipti og ég er nokkuð viss um að nú hafi ég komið nokkrum á óvart, en það er mjög mikilvægt fyrir sveitarfélögin að kynna sér þessa stefnu Evrópusambandsins vandlega enda felast í henni gríðarleg tækifæri fyrir land og þjóð því Íslendingar þurfa jú á öflugri byggðarstefnu að halda. Smáa letrið: Grein þessi hefði ekki getað verið skrifuð án þeirra upplýsinga sem koma fram í bók Auðunns Arnórssonar, Inni eða úti? Aðildarviðræður við Evrópusambandið og í bók Eiríks Bergmanns, Frá Evróvisjón til Evru.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun