Merkingarlaust kjaftæði? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 24. nóvember 2010 14:05 Umræðan um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum tekur á sig ýmsar myndir, nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings. Nýafstaðinn þjóðfundur sendi frá sér skýr skilaboð varðandi þetta efni: „Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir." Niðurstöður könnunar Miðlunar meðal landsmanna sem greint var frá í fréttum RÚV 17. nóvember sl. styðja þessi skilaboð þjóðfundarins, en svarendur í könnuninni töldu eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda vera mikilvægasta umfjöllunarefni stjórnlagaþings. Þó eru sannarlega einhverjir á öðru máli. Sem dæmi, þá varð á vegi mínum færsla ónafngreinds bloggara á dögunum sem telur það vera „merkingarlaust kjaftæði" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Það sé „innihaldslaus klisja sem á ekkert erindi í stjórnarskrána". Sjálf deili ég þeirri skoðun sem fram kemur í skilaboðum þjóðfundar og hjá meirihluta svarenda í könnun Miðlunar. En af hverju? Um hvað snýst þessi spurning um eignarhald náttúruauðlinda? Hvað viljum við tryggja og hvernig getum við gert það?Hvað viljum við tryggja? Við viljum að náttúruauðlindir séu skilgreindar sem okkar sameiginlegu gæði sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Við viljum tryggja sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Við viljum tryggja möguleika landsmanna til að njóta almennra náttúrugæða landsins. Við viljum tryggja að ekki verði spillt eða gengið um of á þann náttúruauð sem landsmenn líta á sem sameiginleg verðmæti sem þeir hafi sameiginlega hagsmuni af. Við viljum tryggja hagkvæma nýtingu auðlinda og sanngjarna hlutdeild landsmanna í afrakstri af nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem við lítum á sem okkar sameiginlegu gæði. Við viljum tryggja að landsmenn eigi þess kost að njóta auðlindanna og nýta þær til framtíðar, hvort sem það eru fiskimið, jarðhitasvæði, vatnsföll, neysluvatn eða jarðnæði til matvælaframleiðslu.Hvernig getum við tryggt það? Sameign þjóðarinnar Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á þeim náttúruauðlindum sem við skilgreinum sem sameiginleg gæði. Með því er hægt að staðfesta táknrænt forræði þjóðarinnar á þeim náttúruauði sem við landsmenn höfum sameiginlega hagsmuni af. Slík skilgreining ein og sér þarf ekki að hrófla við eignarréttarlegum heimildum. Styrkur slíkra ákvæða gæti legið í að með því séu settar takmarkanir á það hvernig þeir sem fara með eignarréttarlegt forræði auðlindanna geti hagnýtt þær og ráðstafað, þ.e. að hagnýting þeirra og framsal sé þá bundið þeim takmörkunum sem leiða af skilgreiningu auðlindanna sem sameiginlegra gæða. Sjálfbær nýting Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Slík ákvæði marka meginreglu um að náttúruauðlindir skuli nýttar á sjálfbæran hátt, þ.e. að ekki sé gengið svo á þær að þær nái ekki að viðhalda gæðum sínum og framleiðslugetu. Stjórnarskrárbundin krafa um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, ásamt skilgreiningu þeirra sem sameignar þjóðarinnar, ættu að setja handhöfum eignarréttarlegra heimilda afdráttarlaus takmörk. Opinbert eignarhald, innlent eignarhald Við getum sett reglur um að tilteknar náttúruauðlindir skuli vera í opinberri eigu eða að einkaeign á slíkum auðlindum skuli háð tilteknum takmörkunum. Það getur varðað almennar skorður við því hvernig þær má nýta og framselja; tiltekin skilyrði sem geta verið forsenda eignarnáms og skorður við erlendu eignarhaldi. Slík ákvæði má setja í stjórnarskrá. Einnig má sjá fyrir sér að mælt sé fyrir um það í stjórnarskrá að sett skuli lög um slík efni. Taka má dæmi úr stjórnarskrám og löggjöf annarra Evrópuríkja um slík ákvæði: Samkvæmt norskum lögum skulu vatnsaflsauðlindir landsins tilheyra og nýtast almenningi sem best. Þetta skal tryggt með því að eignarhald þeirra liggi hjá opinberum aðilum (ríki, fylkjum eða sveitarfélögum). Einkaaðilar mega að hámarki eiga þriðjungshlut í orkufyrirtækjum og nýtingarrétti. Samkvæmt þýsku stjórnarskránni fylgir sú skylda eignarréttinum, að nýting hans þarf einnig að þjóna almannahagsmunum.Innihaldslaus klisja? Er það þá „merkingarlaust kjaftæði" og „innihaldslaus klisja" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum í stjórnarskránni. Ónei, það er bara allsendis sjálfsagt og nauðsynlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum tekur á sig ýmsar myndir, nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings. Nýafstaðinn þjóðfundur sendi frá sér skýr skilaboð varðandi þetta efni: „Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir." Niðurstöður könnunar Miðlunar meðal landsmanna sem greint var frá í fréttum RÚV 17. nóvember sl. styðja þessi skilaboð þjóðfundarins, en svarendur í könnuninni töldu eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda vera mikilvægasta umfjöllunarefni stjórnlagaþings. Þó eru sannarlega einhverjir á öðru máli. Sem dæmi, þá varð á vegi mínum færsla ónafngreinds bloggara á dögunum sem telur það vera „merkingarlaust kjaftæði" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Það sé „innihaldslaus klisja sem á ekkert erindi í stjórnarskrána". Sjálf deili ég þeirri skoðun sem fram kemur í skilaboðum þjóðfundar og hjá meirihluta svarenda í könnun Miðlunar. En af hverju? Um hvað snýst þessi spurning um eignarhald náttúruauðlinda? Hvað viljum við tryggja og hvernig getum við gert það?Hvað viljum við tryggja? Við viljum að náttúruauðlindir séu skilgreindar sem okkar sameiginlegu gæði sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Við viljum tryggja sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Við viljum tryggja möguleika landsmanna til að njóta almennra náttúrugæða landsins. Við viljum tryggja að ekki verði spillt eða gengið um of á þann náttúruauð sem landsmenn líta á sem sameiginleg verðmæti sem þeir hafi sameiginlega hagsmuni af. Við viljum tryggja hagkvæma nýtingu auðlinda og sanngjarna hlutdeild landsmanna í afrakstri af nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem við lítum á sem okkar sameiginlegu gæði. Við viljum tryggja að landsmenn eigi þess kost að njóta auðlindanna og nýta þær til framtíðar, hvort sem það eru fiskimið, jarðhitasvæði, vatnsföll, neysluvatn eða jarðnæði til matvælaframleiðslu.Hvernig getum við tryggt það? Sameign þjóðarinnar Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á þeim náttúruauðlindum sem við skilgreinum sem sameiginleg gæði. Með því er hægt að staðfesta táknrænt forræði þjóðarinnar á þeim náttúruauði sem við landsmenn höfum sameiginlega hagsmuni af. Slík skilgreining ein og sér þarf ekki að hrófla við eignarréttarlegum heimildum. Styrkur slíkra ákvæða gæti legið í að með því séu settar takmarkanir á það hvernig þeir sem fara með eignarréttarlegt forræði auðlindanna geti hagnýtt þær og ráðstafað, þ.e. að hagnýting þeirra og framsal sé þá bundið þeim takmörkunum sem leiða af skilgreiningu auðlindanna sem sameiginlegra gæða. Sjálfbær nýting Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Slík ákvæði marka meginreglu um að náttúruauðlindir skuli nýttar á sjálfbæran hátt, þ.e. að ekki sé gengið svo á þær að þær nái ekki að viðhalda gæðum sínum og framleiðslugetu. Stjórnarskrárbundin krafa um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, ásamt skilgreiningu þeirra sem sameignar þjóðarinnar, ættu að setja handhöfum eignarréttarlegra heimilda afdráttarlaus takmörk. Opinbert eignarhald, innlent eignarhald Við getum sett reglur um að tilteknar náttúruauðlindir skuli vera í opinberri eigu eða að einkaeign á slíkum auðlindum skuli háð tilteknum takmörkunum. Það getur varðað almennar skorður við því hvernig þær má nýta og framselja; tiltekin skilyrði sem geta verið forsenda eignarnáms og skorður við erlendu eignarhaldi. Slík ákvæði má setja í stjórnarskrá. Einnig má sjá fyrir sér að mælt sé fyrir um það í stjórnarskrá að sett skuli lög um slík efni. Taka má dæmi úr stjórnarskrám og löggjöf annarra Evrópuríkja um slík ákvæði: Samkvæmt norskum lögum skulu vatnsaflsauðlindir landsins tilheyra og nýtast almenningi sem best. Þetta skal tryggt með því að eignarhald þeirra liggi hjá opinberum aðilum (ríki, fylkjum eða sveitarfélögum). Einkaaðilar mega að hámarki eiga þriðjungshlut í orkufyrirtækjum og nýtingarrétti. Samkvæmt þýsku stjórnarskránni fylgir sú skylda eignarréttinum, að nýting hans þarf einnig að þjóna almannahagsmunum.Innihaldslaus klisja? Er það þá „merkingarlaust kjaftæði" og „innihaldslaus klisja" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum í stjórnarskránni. Ónei, það er bara allsendis sjálfsagt og nauðsynlegt.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun