Íslenski boltinn

Íslenska landsliðið: Bjarni valinn aftur í hópinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarni Guðjónsson.
Bjarni Guðjónsson.

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, tilkynnti í dag 20 manna hóp fyrir vináttulandsleikinn gegn Kýpur sem fram fer þann 3. mars næstkomandi.

Mesta athygli vekur að Ólafur velur KR-inginn Bjarna Guðjónsson í hópinn en langt er um liðið síðan Bjarni komst síðast í hópinn.

Ólafur hefur einnig ekki verið hrifinn af því að velja bróðir Bjarna, Jóhannes Karl, í hópinn og það er ekkert pláss fyrir Jóhannes nú frekar en áður.

Íslenska landsliðið mun mæta Færeyingum síðan í Kórnum 21. mars og í kjölfarið fer liðið til Bandaríkjanna þar sem það mætir landsliði Mexíkó.

Landsliðshópurinn:

Markverðir:

Árni Gautur Arason

Gunnleifur Gunnleifsson

Aðrir leikmenn:

Hermann Hreiðarsson

Indriði Sigurðsson

Grétar Rafn Steinsson

Ragnar Sigurðsson

Sölvi Geir Ottesen

Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Brynjar Björn Gunnarsson

Emil Hallfreðsson

Bjarni Guðjónsson

Pálmi Rafn Pálmason

Aron Einar Gunnarsson

Helgi Valur Daníelsson

Ólafur Ingi Skúlason

Rúrik Gíslason

Eiður Smári Guðjohnsen

Heiðar Helguson

Veigar Páll Gunnarsson

Garðar Jóhannsson

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×