Íslenski boltinn

Keflvíkingar í neðsta styrkleikaflokki í Futsal

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Guðmundur Steinarsson skoraði í úrslitaleiknum gegn Víði sem Keflavík vann 6-5.
Guðmundur Steinarsson skoraði í úrslitaleiknum gegn Víði sem Keflavík vann 6-5.
Keflvíkingar verða í neðsta styrkleikaflokki á EM í Futsal, innanhússknattspyrnu, sem leikinn verður hér á landi í ágúst. UEFA sér um framkvæmd mótsins en Keflavík er Íslandsmeistari í íþróttinni.

Um er að ræða Evrópukeppni félagsliðaog verður hann leikinn 14. til 22. ágúst.

Liðin í riðlinum koma úr fjórum styrkleikaflokkum. Úr fyrsta styrkleikaflokki kemur hollenska liðið Club Futsal Eindhoven, úr öðrum flokki kemur Vimmerby IF frá Svíþjóð og úr þeim þriðja er Kremlin Bicetre United frá Frakklandi. Keflavík er í fjórða og lægsta styrkleikaflokki, að því er segir á veg KSÍ.

Hvöt frá Blönduósi keppti fyrir Íslands hönd í Futsal í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×