Schumacher fylgjandi nýjum mótssvæðum 18. október 2010 15:29 Nico Rosberg og Michael Schumacher börðust af kappi innbyrðis í síðustu keppni. Mynd: Getty Images Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta á nýtt Formúlu 1 mótssvæði í Suður Kóreu í vikunni fyrir hönd Mercedes og keppa á nýrri braut sem þeir hafa ekki séð áður, fremur en aðrir ökumenn. Allir munu því standa jafnfætis á fyrstu æfingum á föstudaginn. "Loksins förum við á braut sem er ný fyrir mér og ný fyrir alla ökumenn. Það verður áhugavert að heimsækja Kóreu og jafnvel þó brautin sé rétt tilbúinn í tæka tíð, þá er ég viss um að allt verður í lagi", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég er mjög fylgjandi nýjum brautum og þetta er kostur fyrir alla sem stunda íþróttina. Það ætti ekki að reynast erfitt að læra á brautina og við erum vanir að aðlagast nýjum aðstæðum. Það gekk nokkuð vel í Japan og vonandi getum við tekið framfaraskref og gert góða hluti í Kóreu", ,sagði Schumacher sem náði sjötta sæti í mótinu á Suzuka brautinni í Japan á dögunum, eftir harðan slag við Rosberg. Rosberg missti bíl sinn útaf þegar eitthvað bilaði í bíl hans. "Það verður spennandi verkefni að keppa á nýju brautinni í Kóreu. Hún lítur vel út á myndum og ég vona að malbikið gefi sig ekki, þar sem það er nýbúið að malbika. Það er alltaf áhugavert að læra á nýjar brautir og ég er fljótur að ná upp hraða. Hlakka því til helgarinnar", sagði Rosberg. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta á nýtt Formúlu 1 mótssvæði í Suður Kóreu í vikunni fyrir hönd Mercedes og keppa á nýrri braut sem þeir hafa ekki séð áður, fremur en aðrir ökumenn. Allir munu því standa jafnfætis á fyrstu æfingum á föstudaginn. "Loksins förum við á braut sem er ný fyrir mér og ný fyrir alla ökumenn. Það verður áhugavert að heimsækja Kóreu og jafnvel þó brautin sé rétt tilbúinn í tæka tíð, þá er ég viss um að allt verður í lagi", sagði Schumacher í tilkynningu frá Mercedes. "Ég er mjög fylgjandi nýjum brautum og þetta er kostur fyrir alla sem stunda íþróttina. Það ætti ekki að reynast erfitt að læra á brautina og við erum vanir að aðlagast nýjum aðstæðum. Það gekk nokkuð vel í Japan og vonandi getum við tekið framfaraskref og gert góða hluti í Kóreu", ,sagði Schumacher sem náði sjötta sæti í mótinu á Suzuka brautinni í Japan á dögunum, eftir harðan slag við Rosberg. Rosberg missti bíl sinn útaf þegar eitthvað bilaði í bíl hans. "Það verður spennandi verkefni að keppa á nýju brautinni í Kóreu. Hún lítur vel út á myndum og ég vona að malbikið gefi sig ekki, þar sem það er nýbúið að malbika. Það er alltaf áhugavert að læra á nýjar brautir og ég er fljótur að ná upp hraða. Hlakka því til helgarinnar", sagði Rosberg.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira