Kosið um álver og stjórnlagaþing? 5. október 2010 06:00 Aukin framleiðsluaukning og nýjar fjárfestingar álversins í Straumsvík hafa nýlega verið kynntar og er sannarlega um að ræða góðar fréttir fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Rúmlega 600 ný störf verða til á framkvæmdatímanum; einkum fyrir iðnaðarmenn, verkfræðinga, tæknifræðinga og verkafólk. Heildarfjárfesting álversins nemur um 55 milljörðum króna. Þessar staðreyndir munu hafa mikil áhrif og verða dýrmæt innspýting í íslenskt samfélag, ekki síst nú þegar uppbygging í atvinnulífinu er grundvallarforsenda þess að efnhagslífið rétti úr kútnum. Forsvarsmenn álversins segja þessi nýju verkefni og raforkusamninga styrkja álverið og treysta starfsemi þess til framtíðar. Þeir sem fara með stjórnartaumana í landinu um þessar mundir hafa nú ekki beinlínis skapað bestu aðstæður til atvinnuuppbyggingar eða gert fyrirtækjum í samkeppni auðveldara fyrir að halda velli eða dafna í því árferði sem nú er. Rétt eins og fyrir þremur árum þegar meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði setti fótinn fyrir stækkunaráform og atvinnuuppbyggingu álversins í Straumsvík með því að skipta um kúrs í miðjum undirbúningi stækkunarinnar og boða til íbúakosningar þar um. Ekki fyrsta dæmið um hin svokölluðu „klækjastjórnmál" Samfylkingarinnar. Það skyldi gert í ljósi mikillar lýðræðisástar bæjaryfirvalda og samþykkta Hafnarfjarðarkaupstaðar sem gerðu ráð fyrir því að íbúar gætu kosið um mikilvæg málefni bæjarfélagsins. Við þekkjum niðurstöðuna úr þeim kosningum, þar sem mjótt var á mununum, en í samþykktum Hafnarfjarðar var einnig gert ráð fyrir að bæjarbúar gætu sjálfir farið fram á íbúakosningu ef tilskilinn fjöldi íbúa væri þar að baki. Fyrir nokkrum mánuðum bárust bæjaryfirvöldum undirskriftarlistar þúsunda bæjarbúa þar sem farið var fram á að íbúakosningin yrði endurtekin. Skemmst er frá því að segja að undirskriftirnar eru enn á borði bæjarstjóra. Lýðræðinu sem íbúum Hafnarfjarðar er boðið uppá í samþykktum og hátíðarræðum, hefur ekki verið fullnægt. Nú standa kosningar til stjórnlagaþings fyrir dyrum í sveitarfélögum landsins. Við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar höfum lagt til að íbúakosning um deiliskipulag við Straumsvík fari fram um leið. Þar með yrði kröfum þúsunda bæjarbúa svarað og málið afgreitt af hálfu bæjarins. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort meirihlutinn hafi kjark til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og verða við lýðræðisóskum bæjarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Aukin framleiðsluaukning og nýjar fjárfestingar álversins í Straumsvík hafa nýlega verið kynntar og er sannarlega um að ræða góðar fréttir fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Rúmlega 600 ný störf verða til á framkvæmdatímanum; einkum fyrir iðnaðarmenn, verkfræðinga, tæknifræðinga og verkafólk. Heildarfjárfesting álversins nemur um 55 milljörðum króna. Þessar staðreyndir munu hafa mikil áhrif og verða dýrmæt innspýting í íslenskt samfélag, ekki síst nú þegar uppbygging í atvinnulífinu er grundvallarforsenda þess að efnhagslífið rétti úr kútnum. Forsvarsmenn álversins segja þessi nýju verkefni og raforkusamninga styrkja álverið og treysta starfsemi þess til framtíðar. Þeir sem fara með stjórnartaumana í landinu um þessar mundir hafa nú ekki beinlínis skapað bestu aðstæður til atvinnuuppbyggingar eða gert fyrirtækjum í samkeppni auðveldara fyrir að halda velli eða dafna í því árferði sem nú er. Rétt eins og fyrir þremur árum þegar meirihluti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði setti fótinn fyrir stækkunaráform og atvinnuuppbyggingu álversins í Straumsvík með því að skipta um kúrs í miðjum undirbúningi stækkunarinnar og boða til íbúakosningar þar um. Ekki fyrsta dæmið um hin svokölluðu „klækjastjórnmál" Samfylkingarinnar. Það skyldi gert í ljósi mikillar lýðræðisástar bæjaryfirvalda og samþykkta Hafnarfjarðarkaupstaðar sem gerðu ráð fyrir því að íbúar gætu kosið um mikilvæg málefni bæjarfélagsins. Við þekkjum niðurstöðuna úr þeim kosningum, þar sem mjótt var á mununum, en í samþykktum Hafnarfjarðar var einnig gert ráð fyrir að bæjarbúar gætu sjálfir farið fram á íbúakosningu ef tilskilinn fjöldi íbúa væri þar að baki. Fyrir nokkrum mánuðum bárust bæjaryfirvöldum undirskriftarlistar þúsunda bæjarbúa þar sem farið var fram á að íbúakosningin yrði endurtekin. Skemmst er frá því að segja að undirskriftirnar eru enn á borði bæjarstjóra. Lýðræðinu sem íbúum Hafnarfjarðar er boðið uppá í samþykktum og hátíðarræðum, hefur ekki verið fullnægt. Nú standa kosningar til stjórnlagaþings fyrir dyrum í sveitarfélögum landsins. Við sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar höfum lagt til að íbúakosning um deiliskipulag við Straumsvík fari fram um leið. Þar með yrði kröfum þúsunda bæjarbúa svarað og málið afgreitt af hálfu bæjarins. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort meirihlutinn hafi kjark til að samþykkja tillögu okkar sjálfstæðismanna og verða við lýðræðisóskum bæjarbúa.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar