Ekki meiri pressa á Vettel á heimavelli 21. júlí 2010 10:44 Vettel keyrði á sýningu á heimaslóðum sínum í Heppenheim í Þýskalandi á dögunum. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel gladdi á dögunum landa sína í Heppenheim, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en um helgina keppir hann á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Vettel er efstur þýskra ökumana í stigamótinu og einn af sex þýskum sem keppa á heimavelli. Vettel er 23 ára gamall og getur orðið yngsti meistari sögunnar ef vel gengur á árinu, en hann er í fjórða sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Það er ekkert meiri pressa á mér á heimavelli. Ef eitthvað, þá færir heimavöllurinn mér meiri áræðni, þannig að ég geti kreist 0.1-0.2 sekúndur á hring út úr sjálfrum mér og bílnum vegna stuðningsins", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. "Við erum með öflugan bíl og ættum að geta gert góða hluti. Á heimavelli er maður með stuðning fólksins og slíkt gleymist ekki. Ég vona að við getum haft samskonar stemmningu og á Silverstone og ég hlakka til heimavallarins. Það er gaman að sjá ástríðuna hjá áhorfendum og þetta er eitt af mótunum sem mér finnst sérstakt", sagði Vettel. Í síðustu keppni varð uppákoma innan Red Bull liðsins milli Mark Webber og stjórnenda liðsins, en allt er fallið í ljúfa löð og bæði ökumenn liðsins og stjórnendur ganga til leiks sáttir við stöðuna, en Red Bull er í öðru sæti í stigamótinu og í þriðja og fjórða sæti í stigamóti ökumanna. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel gladdi á dögunum landa sína í Heppenheim, þar sem hann er borinn og barnfæddur, en um helgina keppir hann á Hockenheim brautinni í Þýskalandi. Vettel er efstur þýskra ökumana í stigamótinu og einn af sex þýskum sem keppa á heimavelli. Vettel er 23 ára gamall og getur orðið yngsti meistari sögunnar ef vel gengur á árinu, en hann er í fjórða sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Það er ekkert meiri pressa á mér á heimavelli. Ef eitthvað, þá færir heimavöllurinn mér meiri áræðni, þannig að ég geti kreist 0.1-0.2 sekúndur á hring út úr sjálfrum mér og bílnum vegna stuðningsins", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. "Við erum með öflugan bíl og ættum að geta gert góða hluti. Á heimavelli er maður með stuðning fólksins og slíkt gleymist ekki. Ég vona að við getum haft samskonar stemmningu og á Silverstone og ég hlakka til heimavallarins. Það er gaman að sjá ástríðuna hjá áhorfendum og þetta er eitt af mótunum sem mér finnst sérstakt", sagði Vettel. Í síðustu keppni varð uppákoma innan Red Bull liðsins milli Mark Webber og stjórnenda liðsins, en allt er fallið í ljúfa löð og bæði ökumenn liðsins og stjórnendur ganga til leiks sáttir við stöðuna, en Red Bull er í öðru sæti í stigamótinu og í þriðja og fjórða sæti í stigamóti ökumanna.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira