Ástráður Haraldsson: Ábyrgð ráðherra Ástráður Haraldsson skrifar 28. apríl 2010 09:12 Á dögunum féll í héraðsdómi dómur í máli eins umsækjenda um dómarastöðu í norðaustur-amtinu. Sá taldi settan dómsmálaráðherra hafa brotið á sér með því að skipa síður hæfan umsækjanda í stöðuna. Niðurstaðan varð áfall fyrir dómsmálaráðherra og ríkið. Það er að vonum. Þetta tilvik er í hópi ömurlegustu dæma um misbeitingu opinbers valds hér á landi. Hitt vakti athygli að héraðsdómur taldi settan dómsmálaráðherra persónulega ábyrgan í málinu. Þetta er mikið áhorfsmál. Fram að þessu hafa þeir sem orðið hafa fyrir valdníðslu ráðherra getað stefnt ríkinu. Sumir jafnvel náð rétti sínum. Ríkið þá verið dæmt til að greiða þeim bætur. Staðan er svona: Við höfum hálfrar aldar gömul lög um ráðherraábyrgð, byggð á 14. gr. stjórnarskrár. Þar segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnsýslu sinni. Að lög skuli sett um ráðherraábyrgð. Að ákæruvald sé í höndum Alþingis og að Landsdómur dæmi þau mál. Þetta kerfi hefur að vísu aldrei virkað. Vafalaust er að í núgildandi fyrirkomulagi fellst að refsiábyrgð vegna embættisbrota verður ekki felld á þann sem gegnir eða gegnt hefur embætti ráðherra af öðrum en Landsdómi. Hið sama hafa ýmsir talið að ætti að gilda um skaðabótaábyrgð. Þessu hafnar héraðsdómur. Telur þá ábyrgð fara að almennum reglum. Einnig um aðild að málum. Þetta kann að vera fræðilega umdeilanlegt. Hitt sýnist augljóst; sé það misskilningur að persónuleg bótaábyrgð vegna embættisbrota fari ekki að kerfi ráðherraábyrgðarlaga verður að breyta því. Það er ómögulegt að þeir sem trúað er fyrir því að fara með ráðherravald þurfi að verja ákvarðanir sínar persónulegri bótaábyrgð andspænis þeim sem eru ósáttir við þær ákvarðanir. Ímyndum okkur að ráðherrar hrunstjórnarinnar hefðu staðið í lappirnar gagnvart bönkunum. Tekið á þeim til að verja hagsmuni þjóðarinnar. Áttu þeir þá að þurfa að sitja undir hótunum um persónulega skaðabótaábyrgð? Að formúu yrði varið til að siga á þá hjörð lögmanna? Má gera ráð fyrir að það hefði bætt frammistöðu þeirra? Endurskoðun ráðherraábyrgðarlaga er brýn. Það kerfi verður að virka. Lausnin er ekki sú að fá sérhagsmunaklíkunum í hendur ný tæki til að stýra ráðherrum. Hitt er líka brýnt; Á næstu árum munu ganga til dóms mörg mál sem á einn eða annan hátt munu fjalla um uppgjör vegna hrunsins. Þá reynir á að dómstólarnir standi í lappirnar. Einnig þeir fara með opinbert vald. Það er ekki þeirra hlutverk að berast með straumi almenningsálitsins. Reynslan sýnir hvað það er hættulegt þegar valdhafarnir falla í þá gryfju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Skoðun Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á dögunum féll í héraðsdómi dómur í máli eins umsækjenda um dómarastöðu í norðaustur-amtinu. Sá taldi settan dómsmálaráðherra hafa brotið á sér með því að skipa síður hæfan umsækjanda í stöðuna. Niðurstaðan varð áfall fyrir dómsmálaráðherra og ríkið. Það er að vonum. Þetta tilvik er í hópi ömurlegustu dæma um misbeitingu opinbers valds hér á landi. Hitt vakti athygli að héraðsdómur taldi settan dómsmálaráðherra persónulega ábyrgan í málinu. Þetta er mikið áhorfsmál. Fram að þessu hafa þeir sem orðið hafa fyrir valdníðslu ráðherra getað stefnt ríkinu. Sumir jafnvel náð rétti sínum. Ríkið þá verið dæmt til að greiða þeim bætur. Staðan er svona: Við höfum hálfrar aldar gömul lög um ráðherraábyrgð, byggð á 14. gr. stjórnarskrár. Þar segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnsýslu sinni. Að lög skuli sett um ráðherraábyrgð. Að ákæruvald sé í höndum Alþingis og að Landsdómur dæmi þau mál. Þetta kerfi hefur að vísu aldrei virkað. Vafalaust er að í núgildandi fyrirkomulagi fellst að refsiábyrgð vegna embættisbrota verður ekki felld á þann sem gegnir eða gegnt hefur embætti ráðherra af öðrum en Landsdómi. Hið sama hafa ýmsir talið að ætti að gilda um skaðabótaábyrgð. Þessu hafnar héraðsdómur. Telur þá ábyrgð fara að almennum reglum. Einnig um aðild að málum. Þetta kann að vera fræðilega umdeilanlegt. Hitt sýnist augljóst; sé það misskilningur að persónuleg bótaábyrgð vegna embættisbrota fari ekki að kerfi ráðherraábyrgðarlaga verður að breyta því. Það er ómögulegt að þeir sem trúað er fyrir því að fara með ráðherravald þurfi að verja ákvarðanir sínar persónulegri bótaábyrgð andspænis þeim sem eru ósáttir við þær ákvarðanir. Ímyndum okkur að ráðherrar hrunstjórnarinnar hefðu staðið í lappirnar gagnvart bönkunum. Tekið á þeim til að verja hagsmuni þjóðarinnar. Áttu þeir þá að þurfa að sitja undir hótunum um persónulega skaðabótaábyrgð? Að formúu yrði varið til að siga á þá hjörð lögmanna? Má gera ráð fyrir að það hefði bætt frammistöðu þeirra? Endurskoðun ráðherraábyrgðarlaga er brýn. Það kerfi verður að virka. Lausnin er ekki sú að fá sérhagsmunaklíkunum í hendur ný tæki til að stýra ráðherrum. Hitt er líka brýnt; Á næstu árum munu ganga til dóms mörg mál sem á einn eða annan hátt munu fjalla um uppgjör vegna hrunsins. Þá reynir á að dómstólarnir standi í lappirnar. Einnig þeir fara með opinbert vald. Það er ekki þeirra hlutverk að berast með straumi almenningsálitsins. Reynslan sýnir hvað það er hættulegt þegar valdhafarnir falla í þá gryfju.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun