Íslenski boltinn

Aftur frestað hjá Fjarðabyggð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur víða áhrif.
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur víða áhrif. Mynd/Vilhelm

Aftur þurfti að fresta leik með Fjarðabyggð í 1. deild karla vegna röskunar á flugsamgöngum vegna öskudreifingar úr eldgosinu í Eyjafjallajökli.

Leik Víkings og Fjarðabyggðar um síðustu helgi var frestað fram á mánudaginn og nú þarf að fresta viðureign Fjarðabyggðar og ÍA sem átti að fara fram í kvöld fram til morguns.

Skagamenn munu því í dag halda áleiðis austur á land með rútu en leikurinn á að fara fram klukkan 13 á morgun.

Fimm leikir eru á dagskrá 1. deildar karla í dag:

18.00 KA - Grótta

20.00 Njarðvík - ÍR

20.00 HK - Þróttur

20.00 Fjölnir - Víkingur

20.00 Leiknir - Þór






Fleiri fréttir

Sjá meira


×