Kristján: Meistaraheppnin er með okkur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 14. ágúst 2010 06:30 Gunnar Einarsson skallar boltann í leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton Leiknismenn lentu undir gegn Þrótti á heimavelli sínum í gær en börðust til baka og hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru. Liðið er þar með komið með tveggja stiga forystu á Víkinga þegar sex umferðir eru eftir. Leiknismenn eru mjög sterkir á heimavelli og hafa enn ekki tapað þar í sumar. Þeir byrjuðu betur í gær og Kristján Páll Jónsson fékk tvö færi strax í byrjun. Það var nokkuð gegn gangi leiksins að Erlingur Jack Guðmundsson kom Þrótti yfir. Markið var glæsilegt, hann sneri sér í teignum og setti boltann í fallegum boga í fjærhornið. Þróttarar voru betri í byrjun seinni hálfleiks og fengu dauðafæri þegar Hörður Bjarnason slapp einn í gegn. Eyjólfur Tómasson markmaður sá þó við honum og varði mjög vel. Eftir um 70 mínútur var eins og Þróttarar væru hreinlega orðnir þreyttir og heimamenn gengu á lagið. Þeir sóttu mikið og uppskáru jöfnunarmark þegar Gunnar Einarsson stýrði boltanum í markið úr vítateignum. Undir lokin skoraði svo Kristján Páll gott mark eftir frábært upphlaup og tryggði Leikni sigurinn. „Ég vil meina að gott form hafi skilað þessu. Við erum búnir að æfa eins og skepnur og vorum á fullu allan leikinn. Við tókum þá á forminu," sagði Kristján. „Það er meistaraheppni á okkur en við sköpum okkar eigin heppni. Þróttarar eru hættulegir ef þeir komast yfir en við höfðum allan tímann trú á þessu. Steini (Sigursteinn Gíslason, þjálfari, innsk.) sagði okkur í hálfleiknum að örvænta ekki. Við vorum ekki sáttir með leikinn en meistaraheppnin féll með okkur," sagði Kristján sem hrósaði svo stuðningsmönnum Leiknis. „Það er alltaf gaman að spila hér á Ghetto Ground og við erum með fullt hús á heimavelli." Íslenski boltinn Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Leiknismenn lentu undir gegn Þrótti á heimavelli sínum í gær en börðust til baka og hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru. Liðið er þar með komið með tveggja stiga forystu á Víkinga þegar sex umferðir eru eftir. Leiknismenn eru mjög sterkir á heimavelli og hafa enn ekki tapað þar í sumar. Þeir byrjuðu betur í gær og Kristján Páll Jónsson fékk tvö færi strax í byrjun. Það var nokkuð gegn gangi leiksins að Erlingur Jack Guðmundsson kom Þrótti yfir. Markið var glæsilegt, hann sneri sér í teignum og setti boltann í fallegum boga í fjærhornið. Þróttarar voru betri í byrjun seinni hálfleiks og fengu dauðafæri þegar Hörður Bjarnason slapp einn í gegn. Eyjólfur Tómasson markmaður sá þó við honum og varði mjög vel. Eftir um 70 mínútur var eins og Þróttarar væru hreinlega orðnir þreyttir og heimamenn gengu á lagið. Þeir sóttu mikið og uppskáru jöfnunarmark þegar Gunnar Einarsson stýrði boltanum í markið úr vítateignum. Undir lokin skoraði svo Kristján Páll gott mark eftir frábært upphlaup og tryggði Leikni sigurinn. „Ég vil meina að gott form hafi skilað þessu. Við erum búnir að æfa eins og skepnur og vorum á fullu allan leikinn. Við tókum þá á forminu," sagði Kristján. „Það er meistaraheppni á okkur en við sköpum okkar eigin heppni. Þróttarar eru hættulegir ef þeir komast yfir en við höfðum allan tímann trú á þessu. Steini (Sigursteinn Gíslason, þjálfari, innsk.) sagði okkur í hálfleiknum að örvænta ekki. Við vorum ekki sáttir með leikinn en meistaraheppnin féll með okkur," sagði Kristján sem hrósaði svo stuðningsmönnum Leiknis. „Það er alltaf gaman að spila hér á Ghetto Ground og við erum með fullt hús á heimavelli."
Íslenski boltinn Innlendar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira