Árangur í tímatökum lykill að titlinum 11. október 2010 15:30 Japanskir Ferrari aðdáendur settu skemmtilegan svip á mótshaldið í gær. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, yfirmaður Formúlu 1 liðs Ferrari telur það að ná góðum árangri í tímatökum í Formúlu 1 í þeim þremur mótum sem eftir eru verði lykillinn að því að landa meistaratitlinum. Fimm ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna. Fernando Alonso hjá Ferrari er jafn Sebastian Vettel á Red Bull í stigamóti ökumanna með 206 stig, en Mark Webber á Red Bull er efstur með 220 stig. Red Bull réð lögum og lofum í mótinu á Suzuka í gær. Vettel naí besta tíma í tímatökum og fylgdi því eftir með sigri. "Ég tel að þeir séu að gera frábæra hluti í undirbúningu og tímatökum, en við höfum séð að við stöndum okkur betur í tímatökum, þá getum við sigrað þá. Annars er þetta erfitt, en við sjáum hvað gerist í næstu mótum. Miði er möguleiki", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso taldi fyrir mótið á Suzuka að markmiðið væri að komast á verðlaunapall, en Red Bull bíllinn hentar sérlega vel á brautina. Alonso náði þriðja sæti í gær. "Við vissum að þetta yrði erfið braut fyrir okkur, en við vorum altént samkeppnisfærir í kappakstrinum. Red Bull menn voru sterkari og McLaren ekki sem verstir, en þeir lentu í vandræðum með bíl Lewis. En við náðum á verðlaunapall sem var markmiðið." "Staðan í stigamótinu er galopinn. Það er þrjú mót eftir og allt er mögulegt. Við verðum að vera í slagnum allt til loka", sagði Domenicali. Næst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi á nýrri braut. Síðan í Brasilíu og Abu Dhabi. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Formúlu 1 liðs Ferrari telur það að ná góðum árangri í tímatökum í Formúlu 1 í þeim þremur mótum sem eftir eru verði lykillinn að því að landa meistaratitlinum. Fimm ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna. Fernando Alonso hjá Ferrari er jafn Sebastian Vettel á Red Bull í stigamóti ökumanna með 206 stig, en Mark Webber á Red Bull er efstur með 220 stig. Red Bull réð lögum og lofum í mótinu á Suzuka í gær. Vettel naí besta tíma í tímatökum og fylgdi því eftir með sigri. "Ég tel að þeir séu að gera frábæra hluti í undirbúningu og tímatökum, en við höfum séð að við stöndum okkur betur í tímatökum, þá getum við sigrað þá. Annars er þetta erfitt, en við sjáum hvað gerist í næstu mótum. Miði er möguleiki", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso taldi fyrir mótið á Suzuka að markmiðið væri að komast á verðlaunapall, en Red Bull bíllinn hentar sérlega vel á brautina. Alonso náði þriðja sæti í gær. "Við vissum að þetta yrði erfið braut fyrir okkur, en við vorum altént samkeppnisfærir í kappakstrinum. Red Bull menn voru sterkari og McLaren ekki sem verstir, en þeir lentu í vandræðum með bíl Lewis. En við náðum á verðlaunapall sem var markmiðið." "Staðan í stigamótinu er galopinn. Það er þrjú mót eftir og allt er mögulegt. Við verðum að vera í slagnum allt til loka", sagði Domenicali. Næst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi á nýrri braut. Síðan í Brasilíu og Abu Dhabi.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira