Ákvörðun dómara skuggi á Formúlu 1 28. júní 2010 13:42 Luca Montezemolo, forseti Ferrari. Mynd: Getty Images Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að dómarar hafi dæmt of seint í máli Lewis Hamilton í Valencia kappakstrinum í gær. Honum var refsað fyrir að fara framúr öryggisbílnum, en vegna tímasetningarinnar tapaði hann ekki sæti á atvikinu, en átti ekki lengur möguleika á sigri. Í frétt á autosport.com segir Luca Montezemolo að ákvörðun dómara varpi skugga á Formúlu 1. Liðsmaður Ferrari, Fernando Alonso fylgdi reglum og fór ekki framúr öryggisbíl í kjölfar Hamiltons og lauk keppni í níunda sæti. Hann færðist upp um sæti þegar níu aðrir ökumenn voru dæmdir brotlegir eftir keppni. Ferrari mönnum finnst þó sárast að langan tíma tók að refsa Hamilton, sem þurfti að aka inn á þjónustusvæðið og þar í gegn. Hann tapaði ekki sæti á atvikunu og varð á eftir Sebastian Vettel. Alonso var í þriðja sæti á eftir Hamilton þegar atvikið kom upp. "Úrslitin í gær gefa ekki rétta mynd. Ferrari sýndi að það gat verið samkeppnishæft og var í raun refsað fyrir að fylgja reglum mótsins", sagði Montezemolo í fréttinni, en vitnað er í ummæli á vefsíðu Ferrari. "Á meðan var þeim sem brutu af sér refsað mildan hátt, á meðan þeir sem fylgdu reglum fengu bágt fyrir hvað lokastöðu varðar. Það er mjög alvarlegt og óásættanlegt, varpar skugga á trúverðugleika Formúla 1." "Við erum vissir um að FIA mun skoða gaumgæfilega hvað gekk á og taka nauðsynleg skref. Ferrari mun fylgjast með þessu af áhuga." Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að dómarar hafi dæmt of seint í máli Lewis Hamilton í Valencia kappakstrinum í gær. Honum var refsað fyrir að fara framúr öryggisbílnum, en vegna tímasetningarinnar tapaði hann ekki sæti á atvikinu, en átti ekki lengur möguleika á sigri. Í frétt á autosport.com segir Luca Montezemolo að ákvörðun dómara varpi skugga á Formúlu 1. Liðsmaður Ferrari, Fernando Alonso fylgdi reglum og fór ekki framúr öryggisbíl í kjölfar Hamiltons og lauk keppni í níunda sæti. Hann færðist upp um sæti þegar níu aðrir ökumenn voru dæmdir brotlegir eftir keppni. Ferrari mönnum finnst þó sárast að langan tíma tók að refsa Hamilton, sem þurfti að aka inn á þjónustusvæðið og þar í gegn. Hann tapaði ekki sæti á atvikunu og varð á eftir Sebastian Vettel. Alonso var í þriðja sæti á eftir Hamilton þegar atvikið kom upp. "Úrslitin í gær gefa ekki rétta mynd. Ferrari sýndi að það gat verið samkeppnishæft og var í raun refsað fyrir að fylgja reglum mótsins", sagði Montezemolo í fréttinni, en vitnað er í ummæli á vefsíðu Ferrari. "Á meðan var þeim sem brutu af sér refsað mildan hátt, á meðan þeir sem fylgdu reglum fengu bágt fyrir hvað lokastöðu varðar. Það er mjög alvarlegt og óásættanlegt, varpar skugga á trúverðugleika Formúla 1." "Við erum vissir um að FIA mun skoða gaumgæfilega hvað gekk á og taka nauðsynleg skref. Ferrari mun fylgjast með þessu af áhuga."
Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira