Umfjöllun: HK-sigur á Akureyri fleytti liðinu í úrslitakeppnina Hjalti Þór Hreinsson skrifar 5. apríl 2010 22:04 Gunnar Magnússon hefur náð frábærum árangri með HK. Fréttablaðið Þar sem Valur vann FH í N1-deild karla í handbolta í kvöld var ljóst að liðið sem vann á Akureyri kæmist í úrslitakeppnina og það var hlutskipti HK. Kópavogsbúar voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og unnu sanngjarnan 22-24 sigur. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, setti sjálfan sig í leikmannahópinn á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu á tímabilinu. Hörður Fannar Sigþórsson var meiddur og því fyllti Rúnar í skarðið. Hann kom inn á undir lokin og stóð fyrir sínu. Akureyri hafði tapað þremur leikjum í röð og breytti útaf sinni hefðbundu 6-0 vörn í byrjun í 5+1 vörn þar sem Valdimar Fannar Þórsson var tekinn úr umferð. Það gekk ágætlega en vörn Akureyrar var ekki slæm, en þó ekki mikið betri en það. Hörður Flóki varði ágætlega fyrir aftan hana, níu skot í fyrri hálfleik. Tveir Akureyringar í lið HK voru atkvæðamiklir í byrjun, Sveinbjörn varði frábærlega og Atli Ævar Ingólfsson skoraði fyrstu fjögur mörk HK. Í stöðunni 1-5 tók Akureyri leikhlé. Sveinbjörn varði alls 19 skot í fyrri hálfleik, þar af fimmtán á fyrstu fimmtán mínútunum. Samt náði HK ekki afgerandi forystu. Ótrúlegar tölur hjá Sveinbirni og án þess að gera lítið úr þessari 68% markvörslu í fyrri hálfleik voru mörg skot Akureyringa ævintýralega slök. Bæði lið gerðu mörg fáránleg mistök, hentu boltanum frá sér ítrekað til að mynda. Niðurstaðan var leiðinlegur hálfleikur þar sem Sveinbjörn og markvarsla hans stóðu upp úr. Engin brottvísun var í fyrri hálfleiknum. Staðan 9-13 í hálfleik. Akureyri byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Seinni hálfleikur var æsispennandi eftir það og tveimur mörkum munaði mest á liðunum. HK var alltaf í forystunni og Akureyringum gekk erfiðlega að jafna. Það tókst loks þegar átta mínútur voru eftir og staðan 20-20. Gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Agaður sóknarleikur þeirra var lykillinn að sigrinum undir lokin þegar vörn liðsins slakaði á. HK-ingar spiluðu mjög skynsamlega í sókninni og töfðu leikinn mjög vel. Niðurstaðan góður sigur HK, 22-24. Sveinbjörn var eðlilega besti maður þeirra en Atli Ævar Ingólfsson og Bjarki Már Gunnarsson leiddu sóknina frábærlega. Hjá Akureyri stóð enginn upp úr, Oddur átti ágætan leik og Hörður Flóki líka. Liðið saknaði lykilmanna sinna í leiknum, Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason voru báðir slakir í kvöld. Akureyri þarf nú að vinna Hauka á Ásvöllum í lokaumferðinni. Þeir eru þó enn með hlutina í sínum höndum, þrátt fyrir allt. Ef HK vinnur FH kemst liðið einnig áfram.Akureyri-HK 22-24 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/4 (14), Árni Þór Sigtryggsson 5 (16), Guðmundur H. Helgason 3 (8), Halldór Logi Árnason 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Jónatan Magnússon 1 (4), Heimir Örn Árnason 0 (6), Andri Snær Stefánsson 0 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (44) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Guðmundur 2, Guðlaugur 2, Oddur).Fiskuð víti: 4 (Árni, Oddur, Hreinn, Andri).Utan vallar: 4 mín.Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 7 (9), Bjarki Már Gunnarsson 6 (10), Bjarki Már Elísson 3/2 (4), Valdimar Þórsson 3 (10), Ragnar Hjaltested 2 (4), Sverrir Hermannsson 2 (12), Hákon Hermannsson Bridde 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 0 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 26 (48) 54%Hraðaupphlaup: 1 (Ragnar).Fiskuð víti: 2 (Valdimar, Atli).Utan vallar: 4 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson. Frábærir lengst af, misstu aðeins tökin í lokin. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Þar sem Valur vann FH í N1-deild karla í handbolta í kvöld var ljóst að liðið sem vann á Akureyri kæmist í úrslitakeppnina og það var hlutskipti HK. Kópavogsbúar voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og unnu sanngjarnan 22-24 sigur. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, setti sjálfan sig í leikmannahópinn á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu á tímabilinu. Hörður Fannar Sigþórsson var meiddur og því fyllti Rúnar í skarðið. Hann kom inn á undir lokin og stóð fyrir sínu. Akureyri hafði tapað þremur leikjum í röð og breytti útaf sinni hefðbundu 6-0 vörn í byrjun í 5+1 vörn þar sem Valdimar Fannar Þórsson var tekinn úr umferð. Það gekk ágætlega en vörn Akureyrar var ekki slæm, en þó ekki mikið betri en það. Hörður Flóki varði ágætlega fyrir aftan hana, níu skot í fyrri hálfleik. Tveir Akureyringar í lið HK voru atkvæðamiklir í byrjun, Sveinbjörn varði frábærlega og Atli Ævar Ingólfsson skoraði fyrstu fjögur mörk HK. Í stöðunni 1-5 tók Akureyri leikhlé. Sveinbjörn varði alls 19 skot í fyrri hálfleik, þar af fimmtán á fyrstu fimmtán mínútunum. Samt náði HK ekki afgerandi forystu. Ótrúlegar tölur hjá Sveinbirni og án þess að gera lítið úr þessari 68% markvörslu í fyrri hálfleik voru mörg skot Akureyringa ævintýralega slök. Bæði lið gerðu mörg fáránleg mistök, hentu boltanum frá sér ítrekað til að mynda. Niðurstaðan var leiðinlegur hálfleikur þar sem Sveinbjörn og markvarsla hans stóðu upp úr. Engin brottvísun var í fyrri hálfleiknum. Staðan 9-13 í hálfleik. Akureyri byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Seinni hálfleikur var æsispennandi eftir það og tveimur mörkum munaði mest á liðunum. HK var alltaf í forystunni og Akureyringum gekk erfiðlega að jafna. Það tókst loks þegar átta mínútur voru eftir og staðan 20-20. Gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Agaður sóknarleikur þeirra var lykillinn að sigrinum undir lokin þegar vörn liðsins slakaði á. HK-ingar spiluðu mjög skynsamlega í sókninni og töfðu leikinn mjög vel. Niðurstaðan góður sigur HK, 22-24. Sveinbjörn var eðlilega besti maður þeirra en Atli Ævar Ingólfsson og Bjarki Már Gunnarsson leiddu sóknina frábærlega. Hjá Akureyri stóð enginn upp úr, Oddur átti ágætan leik og Hörður Flóki líka. Liðið saknaði lykilmanna sinna í leiknum, Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason voru báðir slakir í kvöld. Akureyri þarf nú að vinna Hauka á Ásvöllum í lokaumferðinni. Þeir eru þó enn með hlutina í sínum höndum, þrátt fyrir allt. Ef HK vinnur FH kemst liðið einnig áfram.Akureyri-HK 22-24 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/4 (14), Árni Þór Sigtryggsson 5 (16), Guðmundur H. Helgason 3 (8), Halldór Logi Árnason 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Jónatan Magnússon 1 (4), Heimir Örn Árnason 0 (6), Andri Snær Stefánsson 0 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (44) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Guðmundur 2, Guðlaugur 2, Oddur).Fiskuð víti: 4 (Árni, Oddur, Hreinn, Andri).Utan vallar: 4 mín.Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 7 (9), Bjarki Már Gunnarsson 6 (10), Bjarki Már Elísson 3/2 (4), Valdimar Þórsson 3 (10), Ragnar Hjaltested 2 (4), Sverrir Hermannsson 2 (12), Hákon Hermannsson Bridde 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 0 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 26 (48) 54%Hraðaupphlaup: 1 (Ragnar).Fiskuð víti: 2 (Valdimar, Atli).Utan vallar: 4 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson. Frábærir lengst af, misstu aðeins tökin í lokin.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira