Íslenski boltinn

Willum Þór búinn að vinna fyrsta titilinn með Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. Mynd/Vilhelm

Keflavík og ÍBV urðu í gær Íslandsmeistarar í innanhúsknattspyrnu en úrslitaleikirnir fóru fram í Laugardalshöllinni. Keflavík vann 6-5 sigur á Víði í úrslitaleiknum í karlaflokki en ÍBV vann 5-1 sigur á Þrótti í úrslitaleik kvenna.

Willum Þór Þórsson er þar með búinn að vinna fyrsta titilinn með Keflavíkurliðið en hann tók við liðinu af Kristjáni Guðmundssyni í haust. Keflavík var þarna að vinna sinn fyrsta titil í Futsal en Víðismenn töpuðu þarna þriðja úrslitaleiknum sínum í röð.

Sigurður Sævarsson gerði tvö af mörkum Keflavíkur í úrsslitaleiknum og þeir Bojan Stefán Ljubicic, Magnús Þórir Matthíasson, Guðmundur Steinarsson og Zoran Daníel Ljubicic skoruðu allir eitt mark hver.

Feðgarnir Zoran Daníel og Bojan Stefán Ljubicic urðu þarna meistarar saman og það var sá eldri, Zoran Daníel, sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum og tryggði Keflavík titilinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×