Óhapp sem átti ekki að gerast 1. júní 2010 17:51 Sebastian Vettel var umsetinn fréttamönnum eftir misheppnaðan framúrakstur á Mark Webber á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull hefur farið yfir öll gögn varðandi áreksturinn á milli Mark Webber og Sebastian Vettel í Tyrkklandi á sunnudag og hefur fríað Webber af sök og segir að óhappið vera atvik sem geti hent í kappakstri. "Við vinnum eða töpum sel lið og á sunnudaginn töpuðum við sem lið, þar sem ökumenn okkar lenti í árkestri. Eftir að hafa skoðað öll gögn er ljóst að þetta er óhapp sem átti aldrei að gerast á milli liðsfélaga", sagði Horner í frétt á autosport.com í dag. "Í 38 og 39 hring jók Sebastian hraðann og komst upp að Webber eftir mikla pressu frá Hamilton. Vettel komst svo nærri Webber eftir níundu beygjuna og fór vinstra megin við Webber. Webber hélt línunni og bjóst til varnar sem hann hefur rétt á að gera. Þegar Vettel var kominn þrjá-fjórðu framúr, þá beygði hann til hægri. Webber hélt stöðunni og skellurinn varð staðreynd. Báðir ökumenn hefðu átt að gera hvor öðrum meira pláss:" Horner sagði að hann myndi ræða við báða ökumenn og minntist á handabendingar Vettles eftir að hann steig upp úr bílnum, sem þýða mátti á þann veg að Webber væri brjálaður og hefði valdið óhappinu. "Það var adrenalín flæðandi eftir óhappið og ég er viss um að málið verður komið útaf borðinu fyrir mótið í Kanada", sagði Horner. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull hefur farið yfir öll gögn varðandi áreksturinn á milli Mark Webber og Sebastian Vettel í Tyrkklandi á sunnudag og hefur fríað Webber af sök og segir að óhappið vera atvik sem geti hent í kappakstri. "Við vinnum eða töpum sel lið og á sunnudaginn töpuðum við sem lið, þar sem ökumenn okkar lenti í árkestri. Eftir að hafa skoðað öll gögn er ljóst að þetta er óhapp sem átti aldrei að gerast á milli liðsfélaga", sagði Horner í frétt á autosport.com í dag. "Í 38 og 39 hring jók Sebastian hraðann og komst upp að Webber eftir mikla pressu frá Hamilton. Vettel komst svo nærri Webber eftir níundu beygjuna og fór vinstra megin við Webber. Webber hélt línunni og bjóst til varnar sem hann hefur rétt á að gera. Þegar Vettel var kominn þrjá-fjórðu framúr, þá beygði hann til hægri. Webber hélt stöðunni og skellurinn varð staðreynd. Báðir ökumenn hefðu átt að gera hvor öðrum meira pláss:" Horner sagði að hann myndi ræða við báða ökumenn og minntist á handabendingar Vettles eftir að hann steig upp úr bílnum, sem þýða mátti á þann veg að Webber væri brjálaður og hefði valdið óhappinu. "Það var adrenalín flæðandi eftir óhappið og ég er viss um að málið verður komið útaf borðinu fyrir mótið í Kanada", sagði Horner.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira