Alonso: Enn geta fimm orðið meistarar 26. september 2010 19:36 Fernando Alonso fagnar sigri í dag, en Mark Webber er enn efstur í stigamótinu. Mynd: Getty Images Fernando Alonso er búinn að vinna tvo Formúlu 1 mót í röð og er kominn í annað sæti í stigamóti ökumanna á eftir Mark Webber. Hann vann mótið í Singapúr í dag, en Sebastian Vettel varð aðeins 0.2 sekúndum á eftir honum eftir harða keppni. "Titilslagurinn er enn mjög jafn og enn eru fimm ökumenn sem geta orðið meistarar. Mark er með forskot sem þýðir að hann hefur efni á því að lenda í vandræðum, en við hinir verðum að sækja", sagði Alonso á fréttamannafundi í dag. "Við munum gera okkar besta, en það er ekki víst að það dugi til að landa titlinum í lokamótinu í Abu Dhabi. En við gefum 100% í það að svo geti orðið og við munum berjast til loka." Alonso sagði að hann hefði ekið af kappi í dag og stjórnað keppninni og kapphlaupinu við Vettel án þess að taka áhættu. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177 Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso er búinn að vinna tvo Formúlu 1 mót í röð og er kominn í annað sæti í stigamóti ökumanna á eftir Mark Webber. Hann vann mótið í Singapúr í dag, en Sebastian Vettel varð aðeins 0.2 sekúndum á eftir honum eftir harða keppni. "Titilslagurinn er enn mjög jafn og enn eru fimm ökumenn sem geta orðið meistarar. Mark er með forskot sem þýðir að hann hefur efni á því að lenda í vandræðum, en við hinir verðum að sækja", sagði Alonso á fréttamannafundi í dag. "Við munum gera okkar besta, en það er ekki víst að það dugi til að landa titlinum í lokamótinu í Abu Dhabi. En við gefum 100% í það að svo geti orðið og við munum berjast til loka." Alonso sagði að hann hefði ekið af kappi í dag og stjórnað keppninni og kapphlaupinu við Vettel án þess að taka áhættu. Stigastaðan 1 Mark Webber 202 2 Fernando Alonso 191 3 Lewis Hamilton 182 4 Sebastian Vettel 181 5 Jenson Button 177
Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira