Umfjöllun: Klúðri ársins afstýrt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2010 20:54 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Anton HK slapp heldur betur með skrekkinn í Vodafonehöllinni í kvöld þegar liðið var svo gott sem búið að kasta frá sér unnum leik. Lukkan var í liði með HK undir lokin og stigin tvö eru þeirra. Valsmenn voru algjörlega út á túni í fyrri hálfleik. Ævintýralega lélegir dugar ekki einu sinni til að lýsa því hvað Valsmenn voru slakir í hálfleiknum. Þeir lentu níu mörkum undir, 3-12, og svo aftur í stöðunni 7-16. Þrjú góð mörk hjá Arnóri Gunnarssyni undir lok fyrri hálfleiks gáfu Valsmönnum aftur á móti von. Þá von átti HK aldrei að gefa Valsmönnum en með réttu hefðu þeir átt að leiða með svona tólf mörkum í hálfleik. Þá hefði mátt slökkva ljósin og fara heim. Þess í stað mættu Valsmenn brjálaðir til seinni hálfleiks. HK hætti að sama skapi að spila sinn bolta og hleypti Valsmönnum inn í leikinn. Valur saxaði hratt á forskotið og jafnaði leikinn, 24-24, þegar um sjö mínútur voru eftir. Þá virtust HK-menn vera að brotna en Valsmenn gáfu að sama skapi eftir í stað þess að láta kné fylgja kviði. Spennan var rafmögnuð undir lokin. 25-25, mínúta eftir og HK með boltann. Valdimar var nálægt því að kasta frá sér boltanum HK hélt honum á ævintýralegan hátt. HK tókst svo næstum aftur að tapa boltanum en besti maður HK, Bjarki Már Elísson, náði einhvern veginn að koma tuðrunni í hendurnar á sér og fiska víti. Afar mikil lukka yfir þessari sókn. Valdimar skoraði úr vítinu og kom HK yfir. Valsmenn héldu í sókn en köstuðu boltanum út af. Ótrúlega klaufalegt. HK brunaði í hraðaupphlaup og skoraði lokamarkið rétt áður en leiktíminn var liðinn. HK slapp því með skrekkinn og var heppið að taka öll stigin. HK-ingar hefðu hæglega getað tapað leiknum sem hefði verið klúður ársins og ég efa að leikmenn hefðu sofið næstu daga hefðu þeir klúðrað þessum leik. Bjarki Már átti magnaðan leik hjá HK. Skoraði úr öllum sínum skotum. Sveinbjörn öflugur í markinu framan af en varði lítið í síðari hálfleik. Atli Ævar var sterkur á línunni. Arnór Þór skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir Val í kvöld. Innkoma þeirra Sigfúsar Sigurðssonar, Ólafs Sigurjónssonar, Gunnars Harðarssonar sem og markvarðarins Ingvars Guðmundssonar kom Val aftur á móti inn í leikinn. Það dugði þó ekki til að þessu sinni. Valur-HK 25-27 (10-16) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/2 (14/3), Elvar Friðriksson 4 (9), Ólafur Sigurjónsson 4 (6), Gunnar Harðarson 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 82), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Ingvar Árnason 1 (2), Ernir Hrafn Arnarson 1 (4). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (25/2) 48%, Hlynur Morthens 3 (17/3) 18%. Hraðaupphlaup: 4 (Sigfús 2, Gunnar, Ólafur). Fiskuð víti: 3 (Gunnar, Ólafur, Jón). Utan vallar: 6 mín. Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7 (7), Valdimar Þórsson 5/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 4 (4), Ragnar Hjaltested 4/3 (6/3), Bjarki Már Gunnarsson 2 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Sverrir Hermannsson 1 (7). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/1 (41/3) 39%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki Gun. 2, Bjarki Elís. 2, Vilhelm). Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Sverrir, Ólafur, Bjarki Elísson). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, áttu slakan dag. Ekkert samræmi og furðulegir dómar oft á tíðum. Olís-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
HK slapp heldur betur með skrekkinn í Vodafonehöllinni í kvöld þegar liðið var svo gott sem búið að kasta frá sér unnum leik. Lukkan var í liði með HK undir lokin og stigin tvö eru þeirra. Valsmenn voru algjörlega út á túni í fyrri hálfleik. Ævintýralega lélegir dugar ekki einu sinni til að lýsa því hvað Valsmenn voru slakir í hálfleiknum. Þeir lentu níu mörkum undir, 3-12, og svo aftur í stöðunni 7-16. Þrjú góð mörk hjá Arnóri Gunnarssyni undir lok fyrri hálfleiks gáfu Valsmönnum aftur á móti von. Þá von átti HK aldrei að gefa Valsmönnum en með réttu hefðu þeir átt að leiða með svona tólf mörkum í hálfleik. Þá hefði mátt slökkva ljósin og fara heim. Þess í stað mættu Valsmenn brjálaðir til seinni hálfleiks. HK hætti að sama skapi að spila sinn bolta og hleypti Valsmönnum inn í leikinn. Valur saxaði hratt á forskotið og jafnaði leikinn, 24-24, þegar um sjö mínútur voru eftir. Þá virtust HK-menn vera að brotna en Valsmenn gáfu að sama skapi eftir í stað þess að láta kné fylgja kviði. Spennan var rafmögnuð undir lokin. 25-25, mínúta eftir og HK með boltann. Valdimar var nálægt því að kasta frá sér boltanum HK hélt honum á ævintýralegan hátt. HK tókst svo næstum aftur að tapa boltanum en besti maður HK, Bjarki Már Elísson, náði einhvern veginn að koma tuðrunni í hendurnar á sér og fiska víti. Afar mikil lukka yfir þessari sókn. Valdimar skoraði úr vítinu og kom HK yfir. Valsmenn héldu í sókn en köstuðu boltanum út af. Ótrúlega klaufalegt. HK brunaði í hraðaupphlaup og skoraði lokamarkið rétt áður en leiktíminn var liðinn. HK slapp því með skrekkinn og var heppið að taka öll stigin. HK-ingar hefðu hæglega getað tapað leiknum sem hefði verið klúður ársins og ég efa að leikmenn hefðu sofið næstu daga hefðu þeir klúðrað þessum leik. Bjarki Már átti magnaðan leik hjá HK. Skoraði úr öllum sínum skotum. Sveinbjörn öflugur í markinu framan af en varði lítið í síðari hálfleik. Atli Ævar var sterkur á línunni. Arnór Þór skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir Val í kvöld. Innkoma þeirra Sigfúsar Sigurðssonar, Ólafs Sigurjónssonar, Gunnars Harðarssonar sem og markvarðarins Ingvars Guðmundssonar kom Val aftur á móti inn í leikinn. Það dugði þó ekki til að þessu sinni. Valur-HK 25-27 (10-16) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/2 (14/3), Elvar Friðriksson 4 (9), Ólafur Sigurjónsson 4 (6), Gunnar Harðarson 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 82), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Ingvar Árnason 1 (2), Ernir Hrafn Arnarson 1 (4). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (25/2) 48%, Hlynur Morthens 3 (17/3) 18%. Hraðaupphlaup: 4 (Sigfús 2, Gunnar, Ólafur). Fiskuð víti: 3 (Gunnar, Ólafur, Jón). Utan vallar: 6 mín. Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7 (7), Valdimar Þórsson 5/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 4 (4), Ragnar Hjaltested 4/3 (6/3), Bjarki Már Gunnarsson 2 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Sverrir Hermannsson 1 (7). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/1 (41/3) 39%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki Gun. 2, Bjarki Elís. 2, Vilhelm). Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Sverrir, Ólafur, Bjarki Elísson). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, áttu slakan dag. Ekkert samræmi og furðulegir dómar oft á tíðum.
Olís-deild karla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira