Kubica og Renault í toppslagnum 6. apríl 2010 13:58 Robert Kubica varð fjórði á Sepang brautinni um helgina og er í þéttum hópi ökumanna sem eru ofarlega í stigamótinu. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica og Renault er lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Formúlu 1 mótunum. Kubica varð annar í Ástralíu og fjórði í Malasíu á sunnudaginn. Alain Permane einn af yfirmönnum liðsins er ánægður með gang mála, enda er Kubica aðeins 9 stigum frá Felipe Massa sem er efstur í stigamótinu. "Robert og Vitaly Petrov gerðu góða hluti í tímatökunni varðandi dekkjaval þegar aðrir lentu í vandræðum. Robert byrjaði mjög vel, græddi tvö sæti í ræsingunni og eftir það gekk allt tiltölulega eðlilega. Hann var á svipuðum hraða or Nico Rosberg og því ógerlegt að fara framúr honum", sagði Permane. Kubica er mjög vinnusamur ökumaður og gerir kröfur til sín og liðsins. "Robert hefur ekki misstigið sig. Það var ekið á hann í fyrsta hring í Barein og hann varð ellefti. Hann ók síðan fullkomna keppni í Melbourne og Malasíu. Robert er mjög fljótur og vinnusamur og ver miklum tíma með tæknimönnum sínum. Permane telur að Renault bíllinn sem liðið hefur hannað hafi ákveðinn styrkleika. "Bíllinn fer vel með dekkin, en í fyrra vorum við í vandræðum með dekkjaslit að aftan, en R30 bíllinn er með betra jafnvægi hvað þetta varðar. Það er góður kostur í ljósi þess að bensínáfylling er ekki leyfð. Hvað veikleika varðar, þá þurfum við að bæta niðurtogið á yfirbyggingunni. En við endurbætum bílinn mót frá móti og enn eitt þrepið verður tekið fyrir mótið í Kína", sagði Permane. Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica og Renault er lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Formúlu 1 mótunum. Kubica varð annar í Ástralíu og fjórði í Malasíu á sunnudaginn. Alain Permane einn af yfirmönnum liðsins er ánægður með gang mála, enda er Kubica aðeins 9 stigum frá Felipe Massa sem er efstur í stigamótinu. "Robert og Vitaly Petrov gerðu góða hluti í tímatökunni varðandi dekkjaval þegar aðrir lentu í vandræðum. Robert byrjaði mjög vel, græddi tvö sæti í ræsingunni og eftir það gekk allt tiltölulega eðlilega. Hann var á svipuðum hraða or Nico Rosberg og því ógerlegt að fara framúr honum", sagði Permane. Kubica er mjög vinnusamur ökumaður og gerir kröfur til sín og liðsins. "Robert hefur ekki misstigið sig. Það var ekið á hann í fyrsta hring í Barein og hann varð ellefti. Hann ók síðan fullkomna keppni í Melbourne og Malasíu. Robert er mjög fljótur og vinnusamur og ver miklum tíma með tæknimönnum sínum. Permane telur að Renault bíllinn sem liðið hefur hannað hafi ákveðinn styrkleika. "Bíllinn fer vel með dekkin, en í fyrra vorum við í vandræðum með dekkjaslit að aftan, en R30 bíllinn er með betra jafnvægi hvað þetta varðar. Það er góður kostur í ljósi þess að bensínáfylling er ekki leyfð. Hvað veikleika varðar, þá þurfum við að bæta niðurtogið á yfirbyggingunni. En við endurbætum bílinn mót frá móti og enn eitt þrepið verður tekið fyrir mótið í Kína", sagði Permane.
Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira