Maldonado frá Venúsúela ráðinn sem ökumaður Williams 1. desember 2010 15:33 Pastor MalDonado með starfsmanni Williams á æfingu í Abu Dhabi. Mynd: Getty Images/Andrew Hone Pastor Maldonado frá Venúsúela var í dag staðfestur sem ökumaður Williams Cosworth á næsta ári við hliðina á Rubens Barrichello frá Brasilíu. Maldonado sem er 25 ára varð meistari í GP2 mótaröðinni á þessu ári og prófaði Williams bíl á æfingu í Abu Dhabi á dögunum, eftir lokamótið í Formúlu 1. "Ég tók fyrst eftir Maldonado í Mónakó árið 2007, þegar hann ók listavel. Síðan þá hefur hann minnt á sig með hæfileikum og sigrum, sérstaklega í GP mótaröðinni í ár. Hann vann m.a. sex mót í röð. Okkur hlakkar til að þroska hæfileika hans í vetur og hlakkar til samvinnunnar á næsta ári", sagði Frank Williams um það að Maldonado hefur verið ráðinn. Williams sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag. "Það eru mér forréttindi að Williams hefur ráðið mig sem keppnisökumanna og góðir endir á mögnuðu ári hjá mér", sagði Maldonado. "Ég prófaði bíl liðsins í Abu Dhabi, en ég get ekki beðið að hefja störf, til að mæta vel undirbúinn á næsta ári. Þá verður ökumaður frá Venúsúela í fyrsta skipti í nærri 30 ár í Formúlu 1. Ég mun því leita eftir hagstæðum úrslitum fyrir þann stuðning sem land mitt hefur fært mér til að komast í þessa stöðu", sagði Maldonado. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Pastor Maldonado frá Venúsúela var í dag staðfestur sem ökumaður Williams Cosworth á næsta ári við hliðina á Rubens Barrichello frá Brasilíu. Maldonado sem er 25 ára varð meistari í GP2 mótaröðinni á þessu ári og prófaði Williams bíl á æfingu í Abu Dhabi á dögunum, eftir lokamótið í Formúlu 1. "Ég tók fyrst eftir Maldonado í Mónakó árið 2007, þegar hann ók listavel. Síðan þá hefur hann minnt á sig með hæfileikum og sigrum, sérstaklega í GP mótaröðinni í ár. Hann vann m.a. sex mót í röð. Okkur hlakkar til að þroska hæfileika hans í vetur og hlakkar til samvinnunnar á næsta ári", sagði Frank Williams um það að Maldonado hefur verið ráðinn. Williams sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag. "Það eru mér forréttindi að Williams hefur ráðið mig sem keppnisökumanna og góðir endir á mögnuðu ári hjá mér", sagði Maldonado. "Ég prófaði bíl liðsins í Abu Dhabi, en ég get ekki beðið að hefja störf, til að mæta vel undirbúinn á næsta ári. Þá verður ökumaður frá Venúsúela í fyrsta skipti í nærri 30 ár í Formúlu 1. Ég mun því leita eftir hagstæðum úrslitum fyrir þann stuðning sem land mitt hefur fært mér til að komast í þessa stöðu", sagði Maldonado.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira