Umfjöllun: Þolinmæðissigur Leiknis í ausandi rigningu Hjalti Þór Hreinsson í Breiðholti skrifar 10. júlí 2010 16:18 Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis. Fréttablaðið/Valli Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. Það var mígandi rigning í Breiðholtinu, henni má einnig líkja með því að hellt hafi verið úr fötu eða þá að það væri eins og rigndi eldi og brennisteini. Bleytan hafði áhrif á leikinn sem var leiðinlegur í fyrri hálfleik. Fjarðabyggð ætlaði greinilega ekki að sækja á mörgum mönnum og lögðu rútunni við eigin vítateig. Leiknismenn reyndu hvað þeir gátu að finna sér leið í gegn en það gekk illa. Srdjan Rajkovic varði þó frábærlega frá Kristjáni Páli Jónssyni í besta færi hálfleiksins. Srdjan varði oft á tíðum frábærlega og höfðu Leiknismenn nánast hug á að velja hann mann leiksins, hann hélt liðinu á floti í bókstaflegri merkingu. Austfirðingar færðu sig upp á skaftið í seinni hálfleik og áttu nokkrar álitlegar sóknir en Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknis var ávallt vel á verði og greip vel inn í allar sendingar Austfirðinga. Eina mark leiksins kom um miðbik hálfleiksins þegar Brynjar skallaði boltann í netið eftir sendingu frá hægri kanti við mikinn fögnuð heimamanna. Eftir það fékk hann svo miklu betra færi þegar hann slapp einn í gegn en var of lengi að skjóta og færið fór út um þúfur. Kristján Páll skaut einnig í slá í hálfleiknum og Leiknismenn hefðu getað skorað meira. Allt kom fyrir ekki og Breiðhyltingar fengu öll þrjú stigin. Leiknir er með 22 stig og er eitt á toppnum en Víkingar hafa 19 og eiga leik til góða gegn KA á morgun. ÍR er einnig með 19 stig en Leiknir á einn leik til góða á granna sína og Víkingar tvo. Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Leiknismenn styrktu stöðu sína á toppi 1. deildar karla með baráttusigri á Fjarðabyggð í dag. Leiknum leik með 1-0 sigri þar sem Brynjar Benediktsson skoraði eina markið og kórónaði þar með leik sinn í dag. Það var mígandi rigning í Breiðholtinu, henni má einnig líkja með því að hellt hafi verið úr fötu eða þá að það væri eins og rigndi eldi og brennisteini. Bleytan hafði áhrif á leikinn sem var leiðinlegur í fyrri hálfleik. Fjarðabyggð ætlaði greinilega ekki að sækja á mörgum mönnum og lögðu rútunni við eigin vítateig. Leiknismenn reyndu hvað þeir gátu að finna sér leið í gegn en það gekk illa. Srdjan Rajkovic varði þó frábærlega frá Kristjáni Páli Jónssyni í besta færi hálfleiksins. Srdjan varði oft á tíðum frábærlega og höfðu Leiknismenn nánast hug á að velja hann mann leiksins, hann hélt liðinu á floti í bókstaflegri merkingu. Austfirðingar færðu sig upp á skaftið í seinni hálfleik og áttu nokkrar álitlegar sóknir en Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknis var ávallt vel á verði og greip vel inn í allar sendingar Austfirðinga. Eina mark leiksins kom um miðbik hálfleiksins þegar Brynjar skallaði boltann í netið eftir sendingu frá hægri kanti við mikinn fögnuð heimamanna. Eftir það fékk hann svo miklu betra færi þegar hann slapp einn í gegn en var of lengi að skjóta og færið fór út um þúfur. Kristján Páll skaut einnig í slá í hálfleiknum og Leiknismenn hefðu getað skorað meira. Allt kom fyrir ekki og Breiðhyltingar fengu öll þrjú stigin. Leiknir er með 22 stig og er eitt á toppnum en Víkingar hafa 19 og eiga leik til góða gegn KA á morgun. ÍR er einnig með 19 stig en Leiknir á einn leik til góða á granna sína og Víkingar tvo.
Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira