Mikilvægt persónukjör framundan 21. október 2010 15:00 Áhugi á persónukjöri fer vaxandi, á því fyrirkomulagi að kjósendur geti valið einstaklinga en ekki aðeins flokkslista. Framundan er kosning til stjórnlagaþings sem verður í senn persónukjör og með landinu sem einu kjördæmi. Hvort tveggja er nýjung hjá okkur. Kjósendur fá að velja verðuga fulltrúa til að endurskoða stjórnarskrána. En um leið taka þeir þátt í mikilvægri tilraun með persónukjör sem gæti orðið vísir að því sem koma skal. Kjósendur velja ekki aðeins einn frambjóðanda með krossi heldur forgangsraða þeir allt að 25 frambjóðendum. Beitt verður þekktri talningaraðferð sem tryggir að vilji kjósenda er virtur til hins ítrasta. Það er afar mikilvægt að kjósendur taki þátt í kosningunum með öflugum hætti og nýti sér rétt sinn til röðunar til fulls. Þannig hafa þeir mest áhrif á niðurstöðuna. Tilefni þessarar hvatningar er að Sverrir Jakobsson ritar pistil í Fréttablaðið 19. október s.l. um persónukjör. Í grein Sverris gætir nokkurs misskilnings varðandi aðferðina sem beitt verður. Það er ekki rétt hjá Sverri að röðun í fyrstu sætin og einkum það fyrsta sé það eina sem máli skiptir. Þverrt á móti. Það getur allt eins orðið síðasta val kjósandans sem kemur manni á þingið. Kjósandinn þarf heldur ekki að hika við að setja ofarlega einhvern sem ekki er í sviðsljósinu. Nái hann ekki kjöri er atkvæðinu engan veginn kastað á glæ heldur fer það næsta manns að ósk kjósandans. Með öflugri þátttöku í persónukjörinu til stjórnlagaþings fær þjóðin mikið tækifæri. Nýtum það til fulls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Áhugi á persónukjöri fer vaxandi, á því fyrirkomulagi að kjósendur geti valið einstaklinga en ekki aðeins flokkslista. Framundan er kosning til stjórnlagaþings sem verður í senn persónukjör og með landinu sem einu kjördæmi. Hvort tveggja er nýjung hjá okkur. Kjósendur fá að velja verðuga fulltrúa til að endurskoða stjórnarskrána. En um leið taka þeir þátt í mikilvægri tilraun með persónukjör sem gæti orðið vísir að því sem koma skal. Kjósendur velja ekki aðeins einn frambjóðanda með krossi heldur forgangsraða þeir allt að 25 frambjóðendum. Beitt verður þekktri talningaraðferð sem tryggir að vilji kjósenda er virtur til hins ítrasta. Það er afar mikilvægt að kjósendur taki þátt í kosningunum með öflugum hætti og nýti sér rétt sinn til röðunar til fulls. Þannig hafa þeir mest áhrif á niðurstöðuna. Tilefni þessarar hvatningar er að Sverrir Jakobsson ritar pistil í Fréttablaðið 19. október s.l. um persónukjör. Í grein Sverris gætir nokkurs misskilnings varðandi aðferðina sem beitt verður. Það er ekki rétt hjá Sverri að röðun í fyrstu sætin og einkum það fyrsta sé það eina sem máli skiptir. Þverrt á móti. Það getur allt eins orðið síðasta val kjósandans sem kemur manni á þingið. Kjósandinn þarf heldur ekki að hika við að setja ofarlega einhvern sem ekki er í sviðsljósinu. Nái hann ekki kjöri er atkvæðinu engan veginn kastað á glæ heldur fer það næsta manns að ósk kjósandans. Með öflugri þátttöku í persónukjörinu til stjórnlagaþings fær þjóðin mikið tækifæri. Nýtum það til fulls.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar