Mannréttindi tryggð Eygló Harðardóttir skrifar 20. september 2010 06:00 Fyrrverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, fullyrðir að þeir fyrrverandi ráðherrar sem Alþingi íhugar nú að stefna fyrir landsdóm sæti málsmeðferð sem stríði gegn mannréttindum. Einu rök hans virðast vera að landsdómur byggi á stjórnskipun nítjándu aldar. Því sé réttlætanlegt að víkja til hliðar stjórnarskrá og lögum landsins. Mannréttindi sem hluta af nútíma stjórnskipun má rekja til nokkurra sögulegra skjala; hins breska Magna Carta (1215), frönsku mannréttindayfirlýsingarinnar (1789), mannréttindaviðauka bandarísku stjórnarskrárinnar (1789) og mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna (1948). Það eitt að lögin um landsdóm eigi sér gamlar rætur þýðir því ekki sjálfkrafa að þau stríði gegn nútíma mannréttindum. Ég tel þvert á móti að vel hafi verið gætt að mannréttindum í meðferð málsins og treysti að svo verði áfram ákveði Alþingi að stefna umræddum fyrrum ráðherrum fyrir landsdóm. Þá afstöðu mína byggi ég m.a. á niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli danska ráðherrans Erik Ninn-Hansen. Danska þingið skipaði rannsóknarrétt, sambærilegan rannsóknarnefnd Alþingis, til að rannsaka hvort einstaklingar innan stjórnkerfisins hefðu brotið lög um pólitíska flóttamenn. Ráðherra fékk afrit af yfirheyrslum en þær voru annars að mestu leyti opinberar. Ráðherra fékk einnig að hafa með sér lögfræðing og gat neitað að tjá sig til að bera ekki á sig sök. Sama gilti hér, en til viðbótar samþykkti Alþingi að ekki mætti byggja á yfirheyrslunum fyrir dómstólum. Skýrsla rannsóknarréttarins danska var tekin fyrir í þingskapanefnd danska þingsins þar sem meirihluti samþykkti að stefna ráðherranum fyrir ríkisrétt. Þar komu ráðherrar ekki fyrir nefndina. Hér fengu ráðherrar tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum skriflega á framfæri við þingmannanefndina. Í kærunni til Mannréttindadómstóls Evrópu var m.a. kvartað undan óréttlátri málsmeðferð fyrir rannsóknarréttinum, að ríkisrétturinn hafi ekki verið óháður og óvilhallur dómstóll, að sakborningur hefði ekki fengið að leiða vitni fyrir dóminn, að heimilað hefði verið að leggja afrit yfirheyrslna fyrir rannsóknarréttinum fyrir ríkisréttinn, að meðferð málsins hefði haldið áfram þrátt fyrir slæmt heilsufar sakbornings og málinu ekki lokið innan hæfilegs tíma. Öllum kæruatriðum var vísað frá. Þar sem réttindi íslensku ráðherranna fyrrverandi eru jafnvel betur tryggð en þess danska tel ég að hin íslenska málsmeðferð standist kröfur Mannréttindadómstóls Evrópu. Ákvörðun Alþingis verður því að byggjast á efnisatriðum málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, fullyrðir að þeir fyrrverandi ráðherrar sem Alþingi íhugar nú að stefna fyrir landsdóm sæti málsmeðferð sem stríði gegn mannréttindum. Einu rök hans virðast vera að landsdómur byggi á stjórnskipun nítjándu aldar. Því sé réttlætanlegt að víkja til hliðar stjórnarskrá og lögum landsins. Mannréttindi sem hluta af nútíma stjórnskipun má rekja til nokkurra sögulegra skjala; hins breska Magna Carta (1215), frönsku mannréttindayfirlýsingarinnar (1789), mannréttindaviðauka bandarísku stjórnarskrárinnar (1789) og mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna (1948). Það eitt að lögin um landsdóm eigi sér gamlar rætur þýðir því ekki sjálfkrafa að þau stríði gegn nútíma mannréttindum. Ég tel þvert á móti að vel hafi verið gætt að mannréttindum í meðferð málsins og treysti að svo verði áfram ákveði Alþingi að stefna umræddum fyrrum ráðherrum fyrir landsdóm. Þá afstöðu mína byggi ég m.a. á niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli danska ráðherrans Erik Ninn-Hansen. Danska þingið skipaði rannsóknarrétt, sambærilegan rannsóknarnefnd Alþingis, til að rannsaka hvort einstaklingar innan stjórnkerfisins hefðu brotið lög um pólitíska flóttamenn. Ráðherra fékk afrit af yfirheyrslum en þær voru annars að mestu leyti opinberar. Ráðherra fékk einnig að hafa með sér lögfræðing og gat neitað að tjá sig til að bera ekki á sig sök. Sama gilti hér, en til viðbótar samþykkti Alþingi að ekki mætti byggja á yfirheyrslunum fyrir dómstólum. Skýrsla rannsóknarréttarins danska var tekin fyrir í þingskapanefnd danska þingsins þar sem meirihluti samþykkti að stefna ráðherranum fyrir ríkisrétt. Þar komu ráðherrar ekki fyrir nefndina. Hér fengu ráðherrar tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum skriflega á framfæri við þingmannanefndina. Í kærunni til Mannréttindadómstóls Evrópu var m.a. kvartað undan óréttlátri málsmeðferð fyrir rannsóknarréttinum, að ríkisrétturinn hafi ekki verið óháður og óvilhallur dómstóll, að sakborningur hefði ekki fengið að leiða vitni fyrir dóminn, að heimilað hefði verið að leggja afrit yfirheyrslna fyrir rannsóknarréttinum fyrir ríkisréttinn, að meðferð málsins hefði haldið áfram þrátt fyrir slæmt heilsufar sakbornings og málinu ekki lokið innan hæfilegs tíma. Öllum kæruatriðum var vísað frá. Þar sem réttindi íslensku ráðherranna fyrrverandi eru jafnvel betur tryggð en þess danska tel ég að hin íslenska málsmeðferð standist kröfur Mannréttindadómstóls Evrópu. Ákvörðun Alþingis verður því að byggjast á efnisatriðum málsins.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun