Fótbolti

Berlusconi gagnrýnir leikstíl Milan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Það er aðeins einn Berlusconi.
Það er aðeins einn Berlusconi.

Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, hefur gagnrýnt leikstíl Leonardo. Haft er eftir Berlusconi að hann sé ekki sáttur við sóknarleik liðsins.

„Sóknarmennirnir halda sig of langt frá markinu. Hvernig eigum við að skora mörk með þessum hætti?" sagði Berlusconi en þetta er ekki í fyrsta sinn í vetur sem hann gagnrýnir Leonardo.

Hann sagðist hafa slökkt á sjónvarpinu þegar Milan steinlá fyrir Manchester United í Meistaradeildinni. Leonardo sagði þá að ef Berlusconi væri ekki sáttur við sig þá ætti hann bara að gefa sér uppsagnarbréf.

Ítalskir fjölmiðlar eru margir hverjir sannfærðir um að Leonardo verði ekki þjálfari AC Milan á næstu leiktíð. Sögusagnir eru uppi um að hann taki við landsliði Brasilíu eftir heimsmeistaramótið í Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×