Á stjórnlagaþing að fjalla um samband ríkis og kirkju? Eyjólfur Ármannsson skrifar 22. nóvember 2010 11:15 Stjórnlagaþingið á ekki að fjalla um samband ríkis og kirkju. Ástæðan fyrir því er einföld. Samband ríkis og kirkju er ekki eitt af þeim viðfangsefnum sem stjórnlagaþinginu er sérstaklega ætlað að fjalla um. Í lögum um stjórnlagaþing segir að það skuli sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti: 1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. 2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. 3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. 4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. 5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. 6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. 7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. 8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Í lögunum kemur einnig fram að þingið geti ákveðið að taka til umfjöllunar fleiri þætti. Það ætti þingið ekki að gera. Mikilvægt er að stjórnlagaþingið, sem er ráðgjafarþing, einbeiti sér að þeim viðfangsefnum sem Alþingi hefur falið því að fjalla sérstaklega um. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg og þarfnast vandaðar umræðu innan þeirra tímamarka sem þinginu er ætlað að starfa. Til stjórnlagaþingsins er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Ég tel að þjóðin sjálf eigi að taka afstöðu til sambands ríkis og kirkju ekki stjórnlagaþingið. Það væri að dreifa kröftunum að fara út í umræður um samband ríkis og kirkju á stjórnlagaþinginu miðað við verkefni þess og aðstæður þjóðfélaginu í dag. Breytum stjórnskipaninni með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds með persónukjöri bæði handhafa framkvæmdavalds (forseta) og alþingismanna. Eflum þannig löggjafarhlutverk Alþingis og eftirlitshlutverk þess með framkvæmdavaldinu og aukum ábyrgð og skilvirkni í stjórnkerfinu. Það er ærið verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Stjórnlagaþingið á ekki að fjalla um samband ríkis og kirkju. Ástæðan fyrir því er einföld. Samband ríkis og kirkju er ekki eitt af þeim viðfangsefnum sem stjórnlagaþinginu er sérstaklega ætlað að fjalla um. Í lögum um stjórnlagaþing segir að það skuli sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti: 1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. 2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra. 3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. 4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. 5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan. 6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnarskipunarlaga. 7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. 8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda. Í lögunum kemur einnig fram að þingið geti ákveðið að taka til umfjöllunar fleiri þætti. Það ætti þingið ekki að gera. Mikilvægt er að stjórnlagaþingið, sem er ráðgjafarþing, einbeiti sér að þeim viðfangsefnum sem Alþingi hefur falið því að fjalla sérstaklega um. Þetta eru atriði sem eru gríðarlega mikilvæg og þarfnast vandaðar umræðu innan þeirra tímamarka sem þinginu er ætlað að starfa. Til stjórnlagaþingsins er stofnað vegna nauðsynjar á endurskoðun á grundvelli íslenska stjórnkerfisins í kjölfar efnahagshrunsins í október 2008. Ég tel að þjóðin sjálf eigi að taka afstöðu til sambands ríkis og kirkju ekki stjórnlagaþingið. Það væri að dreifa kröftunum að fara út í umræður um samband ríkis og kirkju á stjórnlagaþinginu miðað við verkefni þess og aðstæður þjóðfélaginu í dag. Breytum stjórnskipaninni með aðskilnaði framkvæmdavalds og löggjafarvalds með persónukjöri bæði handhafa framkvæmdavalds (forseta) og alþingismanna. Eflum þannig löggjafarhlutverk Alþingis og eftirlitshlutverk þess með framkvæmdavaldinu og aukum ábyrgð og skilvirkni í stjórnkerfinu. Það er ærið verkefni.
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar