Viljum búa til úrslitaleik á móti Frökkum á Menningarnótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2010 15:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson tilkynnir hópinn í dag. Mynd/Stefán Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti landsliðshóp sinn á blaðamannafundi í dag fyrir heimaleiki á móti Norður-Írlandi og Króatíu á Laugdalsvellinum en þeir fara fram 19. og 22. júní næstkomandi. „Þetta er spennandi hópur. Ég fékk að velja 22 leikmenn og það eru þarna þrír nýliðar. Ég hef valið Sylvíu (Rán Sigurðardóttur) áður en ég er að velja Katrínu Ásbjörnsdóttur í fyrsta skipti," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. „Hópurinn er skipaður okkar bestu leikmönnum erlendis, leikmönnum sem hafa staðið sem vel í deildinni heima og svo ungum og efnilegum leikmönnum. Það er góð blanda í hópnum, sumar eru mjög reynslumiklar og sumar eru að stíga sín fyrstu skref," sagði Sigurður Ragnar á fundinum. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR 1-1 jafntefli á Íslandsmeisturum Vals á þriðjudaginn með því að fiska og skora úr vítaspyrnu í lok leiksins. „Hún hefur staðið sig mjög vel með 19 ára landsliðinu og hefur farið vel að stað í deildinni. Hún er mjög efnilegur leikmaður," sagði Sigurður Ragnar. „Gunnhildur Yrsa (Jónsdóttir) er líklega nýliði en hún hefur spilað mjög vel fyrir Stjörnuna. Svo má ekki gleyma Málfríði (Sigurðardóttur) því hún kemur aftur inn eftir töluvert langa fjarveru en hún eignaðist barn þarna í millitíðinni. Það er ánægjulegt að fá hana aftur inn því hún er búin að spila mjög vel fyrir Val," sagði Sigurður Ragnar. „Katrín Jónsdóttir getur mögulega náð frábærum áfanga í þessari leikjahrinu með því að spila sinn hundraðasta landsleik og það er sjálfsagt að vekja athygli á því. Hún bætir leikjametið í hverjum leik og það er bara Rúnar Kristinsson sem hefur náð þeim áfanga af íslensku knattspyrnufólki. Það er mjög spennandi," sagði Sigurður Ragnar á fundinum. Íslenska liðið þarf að vinna báða leikina til þess að eiga enn möguleika á efsta sætinu í riðlinum en eins og er hafa Frakkar þriggja stiga forskot á íslenska liðið. „Þetta eru mjög mikilvægir leikir fyrir okkur. Við setum þá kröfu á okkur sjálf að vinna báða þessa leiki því við viljum búa til úrslitaleik á móti Frökkum á Menningarnótt. Við munum því fara í báða þessa leiki og sækja til sigurs," sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, tilkynnti landsliðshóp sinn á blaðamannafundi í dag fyrir heimaleiki á móti Norður-Írlandi og Króatíu á Laugdalsvellinum en þeir fara fram 19. og 22. júní næstkomandi. „Þetta er spennandi hópur. Ég fékk að velja 22 leikmenn og það eru þarna þrír nýliðar. Ég hef valið Sylvíu (Rán Sigurðardóttur) áður en ég er að velja Katrínu Ásbjörnsdóttur í fyrsta skipti," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. „Hópurinn er skipaður okkar bestu leikmönnum erlendis, leikmönnum sem hafa staðið sem vel í deildinni heima og svo ungum og efnilegum leikmönnum. Það er góð blanda í hópnum, sumar eru mjög reynslumiklar og sumar eru að stíga sín fyrstu skref," sagði Sigurður Ragnar á fundinum. Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR 1-1 jafntefli á Íslandsmeisturum Vals á þriðjudaginn með því að fiska og skora úr vítaspyrnu í lok leiksins. „Hún hefur staðið sig mjög vel með 19 ára landsliðinu og hefur farið vel að stað í deildinni. Hún er mjög efnilegur leikmaður," sagði Sigurður Ragnar. „Gunnhildur Yrsa (Jónsdóttir) er líklega nýliði en hún hefur spilað mjög vel fyrir Stjörnuna. Svo má ekki gleyma Málfríði (Sigurðardóttur) því hún kemur aftur inn eftir töluvert langa fjarveru en hún eignaðist barn þarna í millitíðinni. Það er ánægjulegt að fá hana aftur inn því hún er búin að spila mjög vel fyrir Val," sagði Sigurður Ragnar. „Katrín Jónsdóttir getur mögulega náð frábærum áfanga í þessari leikjahrinu með því að spila sinn hundraðasta landsleik og það er sjálfsagt að vekja athygli á því. Hún bætir leikjametið í hverjum leik og það er bara Rúnar Kristinsson sem hefur náð þeim áfanga af íslensku knattspyrnufólki. Það er mjög spennandi," sagði Sigurður Ragnar á fundinum. Íslenska liðið þarf að vinna báða leikina til þess að eiga enn möguleika á efsta sætinu í riðlinum en eins og er hafa Frakkar þriggja stiga forskot á íslenska liðið. „Þetta eru mjög mikilvægir leikir fyrir okkur. Við setum þá kröfu á okkur sjálf að vinna báða þessa leiki því við viljum búa til úrslitaleik á móti Frökkum á Menningarnótt. Við munum því fara í báða þessa leiki og sækja til sigurs," sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira