Kjósum og samþykkjum Icesave Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. janúar 2010 06:00 Forseti Íslands hefur vísað til þjóðarinnar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan á skilyrðilaust að fara fram, annars væri gengið gegn ákvörðun forsetans. Kjósendur gera best í því að samþykkja lögin og ljúka þar með þessari langvarandi deilu. Sá kostur er illskárstur og verður þegar útgjaldaminnstur þegar upp verður staðið bæði fyrir ríkissjóð og einstaklinga. Þjóðaratkvæðagreiðslan dregur fram valkostina í stöðunni.Ef lánasamningurinn verður samþykktur er málinu lokið. Engu að síður er samkomulag um að taka samninginn upp síðar ef sýnt verður fram á bersýnilega ósanngjörn ákvæði eða óvænta þróun. Ef hins vegar lánasamningurinn verður felldur þá er enginn samningur til og deilan óleyst. Þá er tvennt í stöðunni. Annars vegar að neita að greiða nokkuð og bíða dómsniðurstöðu og hins vegar að freista samninga enn að nýju. Verði lögin felld þarf að liggja fyrir hvert þjóðin vill að framhaldið verði, annars er málið í sjálfheldu. Þeir sem munu beita sér gegn staðfestingu laganna, stjórnmálaflokkar og samtök, þurfa því að skýra afstöðu sína. Hún er óljós. Einn daginn er sagt að íslendingar munu virða skuldbindingar sínar, annan daginn að ekkert beri að greiða, þriðja daginn að málið eigi að fara fyrir dómstóla og þann fjórða að það eigi að semja, en borga minna eða öðruvísi. Fimmta daginn er lagt til að þjóðin kjósi og ákveði örlög sín og þegar svo skal vera þá er sjötta daginn betra að hætta við og skipa öðru vísi samninganefnd. Sjöundi dagurinn er svo hvíldardagur. Grundvallarspurningin er hvort beri að greiða erlendu innistæðurnar í Landsbankanum eða ekki. Ef því er svarað neitandi þá er engin von til þess að almenningur sætti sig við að borga brúsann. Ef lög og skuldbindingar standa ekki til þess þá eiga íslendingar ekki að greiða. Svo einfalt er það. Þegar stjórnmálamenn segja að ekki beri að borga, en leggja samt til að það verði gert, verður uppreisn. Það vil engin þjóð sætta sig við að vera kúguð til óréttlætis. Þennan leik hafa stjórnmálaflokkarnir leikið. Þeir segja að að útlendingar séu að kúga okkar. Þannig hefur tekist að beina reiði almennings vegna bankahrunsins að útlendingum frá flokkunum sjálfum og ábyrgð þeirra. En það skapar vanda þar sem lausnin er ekki í samræmi við málflutninginn. Lausnin er að gangast við ábyrgðinni og semja um skuldirnar, en málflutningurinn er til aðeins til heimabrúks. Svarið við grundvallarspurningunni er já, Íslendingar bera ábyrgð á Icesave innstæðunum í Landsbankanum á sama hátt og öðrum innstæðum í öllum íslenskum innlánsstofnunum. Það er samkvæmt lögum um innlánstryggingar og evrópska efnahagssvæðið, jafnræðisreglu stjórnarskrár og ákvæðis hennar um bann við mismunun eftir þjóðerni. Stjórnvöld og Alþingi hefur nær einróma viðurkennt ábyrgð ríkisins á 1400 milljarða króna innstæðum bankanna, að fullu og öllu fyrir hvern og einn, og eru í þungri stöðu fyrir hvaða dómstól sem er til að hafna allri ábyrgð á Icesave innstæðunum. Það eru 15 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld féllust á að borga Icesave innstæðurnar í Landsbankanum í samkomulagi við hollensk stjórnvöld. Það eru 14 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld viðurkenndu með Brussel viðmiðunum að löggjöf um innstæðutryggingar ættu að gilda hér á landi með sama hætti og í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og það eru 13 mánuðir síðan Alþingi staðfesti það með sérstakri þingsályktun. Fjórir stjórnmálaflokkar hafa komið að þessum ákvörðunum og sýna þar hinn kalda veruleika, en hafa samt haldið áfram öðrum málflutningi til heimabrúks. Það eru fyrst og fremst íslensk stjórnvöld sem forðast dómstólana og það eru fyrst og fremst íslenskir hagsmunir að semja um málið fyrr en seinna. Samningurinn er umdeilanlegur eins og allt sem gert er og sjálfsagt að nýta tækifæri sem kunna að gefast til þess að gera hann skárri. En það verður að teljast viðunandi niðurstaða að greiða aðeins um helming Icesave innstæðnanna og fá Breta og Hollendinga til þess að taka á sig um 400 milljarða króna, þriðjunginn af heildarfjárhæðinni. Þeir lofa jafnframt að fara ekki í mál við Íslendinga til þess að krefjast fullrar ábyrgðar á innstæðunum og þeir öðlast hagsmuni með Íslendingum í því að neyðarlögin haldi gildi sínu. En þau gera það að verkum að stærstur hluti þess sem Íslendingar samþykkja að greiða mun koma frá þrotabúi Landsbankans en ekki skattgreiðendum. Þjóðaratkvæðagreiðsla er tækifæri fyrir kjósendur til þess að ljúka málinu með því að samþykkja lögin og það tel ég skynsamlegast að gera. Það verður kostaðarminnst þegar upp er staðið og dreginn saman kostnaður við Icesave, atvinnuleysi, verðbólgu, skatta og annað sem leggst á herðar skattgreiðenda á næstu árum. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Forseti Íslands hefur vísað til þjóðarinnar lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldunum. Þjóðaratkvæðagreiðslan á skilyrðilaust að fara fram, annars væri gengið gegn ákvörðun forsetans. Kjósendur gera best í því að samþykkja lögin og ljúka þar með þessari langvarandi deilu. Sá kostur er illskárstur og verður þegar útgjaldaminnstur þegar upp verður staðið bæði fyrir ríkissjóð og einstaklinga. Þjóðaratkvæðagreiðslan dregur fram valkostina í stöðunni.Ef lánasamningurinn verður samþykktur er málinu lokið. Engu að síður er samkomulag um að taka samninginn upp síðar ef sýnt verður fram á bersýnilega ósanngjörn ákvæði eða óvænta þróun. Ef hins vegar lánasamningurinn verður felldur þá er enginn samningur til og deilan óleyst. Þá er tvennt í stöðunni. Annars vegar að neita að greiða nokkuð og bíða dómsniðurstöðu og hins vegar að freista samninga enn að nýju. Verði lögin felld þarf að liggja fyrir hvert þjóðin vill að framhaldið verði, annars er málið í sjálfheldu. Þeir sem munu beita sér gegn staðfestingu laganna, stjórnmálaflokkar og samtök, þurfa því að skýra afstöðu sína. Hún er óljós. Einn daginn er sagt að íslendingar munu virða skuldbindingar sínar, annan daginn að ekkert beri að greiða, þriðja daginn að málið eigi að fara fyrir dómstóla og þann fjórða að það eigi að semja, en borga minna eða öðruvísi. Fimmta daginn er lagt til að þjóðin kjósi og ákveði örlög sín og þegar svo skal vera þá er sjötta daginn betra að hætta við og skipa öðru vísi samninganefnd. Sjöundi dagurinn er svo hvíldardagur. Grundvallarspurningin er hvort beri að greiða erlendu innistæðurnar í Landsbankanum eða ekki. Ef því er svarað neitandi þá er engin von til þess að almenningur sætti sig við að borga brúsann. Ef lög og skuldbindingar standa ekki til þess þá eiga íslendingar ekki að greiða. Svo einfalt er það. Þegar stjórnmálamenn segja að ekki beri að borga, en leggja samt til að það verði gert, verður uppreisn. Það vil engin þjóð sætta sig við að vera kúguð til óréttlætis. Þennan leik hafa stjórnmálaflokkarnir leikið. Þeir segja að að útlendingar séu að kúga okkar. Þannig hefur tekist að beina reiði almennings vegna bankahrunsins að útlendingum frá flokkunum sjálfum og ábyrgð þeirra. En það skapar vanda þar sem lausnin er ekki í samræmi við málflutninginn. Lausnin er að gangast við ábyrgðinni og semja um skuldirnar, en málflutningurinn er til aðeins til heimabrúks. Svarið við grundvallarspurningunni er já, Íslendingar bera ábyrgð á Icesave innstæðunum í Landsbankanum á sama hátt og öðrum innstæðum í öllum íslenskum innlánsstofnunum. Það er samkvæmt lögum um innlánstryggingar og evrópska efnahagssvæðið, jafnræðisreglu stjórnarskrár og ákvæðis hennar um bann við mismunun eftir þjóðerni. Stjórnvöld og Alþingi hefur nær einróma viðurkennt ábyrgð ríkisins á 1400 milljarða króna innstæðum bankanna, að fullu og öllu fyrir hvern og einn, og eru í þungri stöðu fyrir hvaða dómstól sem er til að hafna allri ábyrgð á Icesave innstæðunum. Það eru 15 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld féllust á að borga Icesave innstæðurnar í Landsbankanum í samkomulagi við hollensk stjórnvöld. Það eru 14 mánuðir síðan íslensk stjórnvöld viðurkenndu með Brussel viðmiðunum að löggjöf um innstæðutryggingar ættu að gilda hér á landi með sama hætti og í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og það eru 13 mánuðir síðan Alþingi staðfesti það með sérstakri þingsályktun. Fjórir stjórnmálaflokkar hafa komið að þessum ákvörðunum og sýna þar hinn kalda veruleika, en hafa samt haldið áfram öðrum málflutningi til heimabrúks. Það eru fyrst og fremst íslensk stjórnvöld sem forðast dómstólana og það eru fyrst og fremst íslenskir hagsmunir að semja um málið fyrr en seinna. Samningurinn er umdeilanlegur eins og allt sem gert er og sjálfsagt að nýta tækifæri sem kunna að gefast til þess að gera hann skárri. En það verður að teljast viðunandi niðurstaða að greiða aðeins um helming Icesave innstæðnanna og fá Breta og Hollendinga til þess að taka á sig um 400 milljarða króna, þriðjunginn af heildarfjárhæðinni. Þeir lofa jafnframt að fara ekki í mál við Íslendinga til þess að krefjast fullrar ábyrgðar á innstæðunum og þeir öðlast hagsmuni með Íslendingum í því að neyðarlögin haldi gildi sínu. En þau gera það að verkum að stærstur hluti þess sem Íslendingar samþykkja að greiða mun koma frá þrotabúi Landsbankans en ekki skattgreiðendum. Þjóðaratkvæðagreiðsla er tækifæri fyrir kjósendur til þess að ljúka málinu með því að samþykkja lögin og það tel ég skynsamlegast að gera. Það verður kostaðarminnst þegar upp er staðið og dreginn saman kostnaður við Icesave, atvinnuleysi, verðbólgu, skatta og annað sem leggst á herðar skattgreiðenda á næstu árum. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun