Íslenski boltinn

Hætta þurfti leik Fjarðabyggðar og Fjölnis - Tóm gleði hérna

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Hætta þurfti leik Fjarðabyggðar og Fjölnis á Austfjörðum þar sem vallarskilyrði voru ekki boðleg. Fjölnismenn gista á Eskifirði í nótt og leikurinn fer fram á morgun.

"Hér ríkir tóm gleði," sagði kaldhæðinn þjálfari Fjölnis, Ásmundur Arnarsson í samtali við Vísi í kvöld. Liðið sat þá á kaffihúsi og horfði á gamla HM-leiki.

"Aðstæður voru ekki boðlegar, það var ekki hægt að taka horn nema á einum stað á vellinum. Það var ekki hægt að rekja boltann og þegar menn byrjuðu að renna sér var þetta orðið hættulegt," sagði Ásmundur.

"Þó að það sé leiðinlegt var þetta það eina í stöðunni," sagði þjálfarinn en leikurinn fer að öllum líkindum fram innandyra á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×