Laus ró hefti framför Schumachers 6. apríl 2010 12:10 Schumacher lenti í vandræðum um helgina og varð að hætta keppni. Mynd: Getty Images Michael Schumacher reið ekki feitum hesti frá Formúlu 1 mótinu í Malasíu á sunnudaginn. Hann féll úr leik eftir að ró á afturdekki losnaði og er aðeins með 9 stig í stigamótinu, á meðan Felipe Massa sem er fremstur er með 39 og þéttur hópur manna með yfir 30 stig. Stigagjöfin hefur reyndar breyst mikið, þannig að góður árangur skilar vænum stigum. Fyrir sigur fást 25 stig, annað sætið 18 og þriðja 15 og svo færri stig eftir því sem neðar dregur. Það er því dýrkeypt að falla úr leik, en að sama skapi eru menn fljótir að vinna sig upp listann ef vel gengur. "Það var synd að ég gat ekki lokið mótinu. Ég hélt fyrst að fjöðrunin hefði bilað að aftan, en ró á vinstra afturdekkinu týndist. Bíllinn var hálf stjórnlaus í sjöttu beygju og ég gat varla stýrt honum og hann dreif ekki áfram", sagði Schumacher. "Þetta var óvenjulegt og gerðist aldrei á æfingum og þetta er eitthvað sem þarf að skoðast. Ég vildi ljúka mótinu og tel ég hefði getað gert vel. En svona er kappakstur og ekkert hægt að æsa sig yfir þessu. Ég er ánægður fyrir hönd Nico, sem komst á verðlaunapall og það var gott fyrir liðið", sagði Schumacher. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher reið ekki feitum hesti frá Formúlu 1 mótinu í Malasíu á sunnudaginn. Hann féll úr leik eftir að ró á afturdekki losnaði og er aðeins með 9 stig í stigamótinu, á meðan Felipe Massa sem er fremstur er með 39 og þéttur hópur manna með yfir 30 stig. Stigagjöfin hefur reyndar breyst mikið, þannig að góður árangur skilar vænum stigum. Fyrir sigur fást 25 stig, annað sætið 18 og þriðja 15 og svo færri stig eftir því sem neðar dregur. Það er því dýrkeypt að falla úr leik, en að sama skapi eru menn fljótir að vinna sig upp listann ef vel gengur. "Það var synd að ég gat ekki lokið mótinu. Ég hélt fyrst að fjöðrunin hefði bilað að aftan, en ró á vinstra afturdekkinu týndist. Bíllinn var hálf stjórnlaus í sjöttu beygju og ég gat varla stýrt honum og hann dreif ekki áfram", sagði Schumacher. "Þetta var óvenjulegt og gerðist aldrei á æfingum og þetta er eitthvað sem þarf að skoðast. Ég vildi ljúka mótinu og tel ég hefði getað gert vel. En svona er kappakstur og ekkert hægt að æsa sig yfir þessu. Ég er ánægður fyrir hönd Nico, sem komst á verðlaunapall og það var gott fyrir liðið", sagði Schumacher.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira