Red Bull vill halda í blómstrandi Webber 17. maí 2010 10:06 Mark Webber fagnar sigri í Mónakó í gær. mynd: Getty Images Mark Webber hefur trúlega innsiglað framtíð sína með Red Bull liðinu austurríska eftir tvo sigra í röð, en hann er efstur í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins sagði í samtali við autosport. com að hann sæi ekki neina þörf á breytingum hvað ökumenn varðar. Hann gerði árssamning við Webber fyrir þetta tímabil, en Webber hefur blómstrað að undanförnu. "Ég er mjög ánægður með jafnvægið og kraftinn í liðinu og breytinga ekki þörf. Við erum ánægðir með frammitstöðu Webbers. Hann er mikilvægur hlekkur í liðinu, 33 ára gamall og í ljósi aldurs gerðum við árssamning við hann, frekar en langtímasamning. Þetta snýst um samskipti og hvernig Webber líður líka. Hann er að aka frábærlega og ég er viss um að það tekur ekki langan tíma að semja, þegar að því kemur", sagði Horner, Webber segir sjálfur að honum liggi ekkert á að semja, sem gæti opnað möguleika hans hjá öðrum liðum. En það er ekkert víst að hann vilji flytja sig um set, enda jákvæður andi í kringum Red Bull liðið. Red Bull hefur síðustu tvö ár samið við Webber í kringum mánaðarmótin maí-júni, þannig að trúlega líður að staðfestingu á ráðningu Webbers, ef hann kýs að vera áfram hjá liðinu. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber hefur trúlega innsiglað framtíð sína með Red Bull liðinu austurríska eftir tvo sigra í röð, en hann er efstur í stigamóti ökumanna ásamt Sebastian Vettel. Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull liðsins sagði í samtali við autosport. com að hann sæi ekki neina þörf á breytingum hvað ökumenn varðar. Hann gerði árssamning við Webber fyrir þetta tímabil, en Webber hefur blómstrað að undanförnu. "Ég er mjög ánægður með jafnvægið og kraftinn í liðinu og breytinga ekki þörf. Við erum ánægðir með frammitstöðu Webbers. Hann er mikilvægur hlekkur í liðinu, 33 ára gamall og í ljósi aldurs gerðum við árssamning við hann, frekar en langtímasamning. Þetta snýst um samskipti og hvernig Webber líður líka. Hann er að aka frábærlega og ég er viss um að það tekur ekki langan tíma að semja, þegar að því kemur", sagði Horner, Webber segir sjálfur að honum liggi ekkert á að semja, sem gæti opnað möguleika hans hjá öðrum liðum. En það er ekkert víst að hann vilji flytja sig um set, enda jákvæður andi í kringum Red Bull liðið. Red Bull hefur síðustu tvö ár samið við Webber í kringum mánaðarmótin maí-júni, þannig að trúlega líður að staðfestingu á ráðningu Webbers, ef hann kýs að vera áfram hjá liðinu.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira